Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Melum í Bæjarhreppi í Strandasýslu
Að austan verðu
ræður merkjum sjónhend úr vörðu, sem stendur á móabarði í
Langhólma, suður í Hrútafjarðará. Þaðan ræður Hrútafjarðará alla leið þar til Skútagilskvísl
rennur í hana.
Að sunnan verðu. Sjónhending úr Skútagili vestur í Reipagilsborg og svo vestureptir
hæðunum í Hæðastein. Þaðan yfir Norðurá til Sandgils (eða Sandkvíslar), sem fellur í
Norðurá nálægt Holtavorðuvatni, svo ræður það gil upp undir fjöll og efst úr því í
Snjófjallakamb hinn eystri og þaðan sömu sjónhending upp á hinn hæsta Snjófjallahrygg.
Að vestanverðu: norður eptir fyrnefndum hrygg norður yfir Tröllakirkju og svo
norðuryfir milli Svínadalanna næst því sem vötnum hallar til þeirra beggja, þaðan yfir
Klambrafell þvert í Haukadalsskarð, þar sem holt eru hæst milli Ormsár að austan
en Rjettargils
að vestanverðu, þaðan beint upp á hæst Geldingafell og svo ræður hæsti
hryggur þess norður á
Rjúpnafell, þaðan sjónhending á hæst Lambafell.
Að norðanverðu: af Lambafelli sjónhending í Selá, þar sem byrja melhryggir, sem að
henni liggja fyrir norðan Seláreyrar, þaðan ræður Selá ofan á móts við Arnarstapa og þaðan
sjónhending í fyrstnefnda vörðu. –
Melum, 4.d. marzmán. 1890.
Gísli Einarsson (umráðamaður Fornahvamms)
Jón Jónsson (eigandi jarðarinnar Mela)
Eggert Sigurðsson (oddviti Þverárhlíðarhrepps)
Gísli Einarsson (oddviti Norðurárdalshrepps)
J. Tómasson (oddviti í Stafholtstungum
Magnús Andrjesson (oddviti Hvítársíðuhrepps)
Páll Ólafsson (umráðamaður Fjarðarhorns og Fögrubrekku
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 19. júnímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 26. Vitnar
S.E Sverrisson.
Gjald fyrir
Fyrir þingl. kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
ein króna
SESv.