Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Víðirdalsá.
Að utan ræður sjónhending úr vörðu á svonefndum Galtarhöfða framanveðrum inn
með sjónum skammt fyrir innan bæinn á Hrófá innan til við Innra varpsker það sem liggur
undir Hrófá, yfir skerflögu lága fram og inn af Hrófár varphólmanum, er nefnist Djúpflaga og
beint í Reykjanesið hinumegin Fjarðarins.
Á leið fram til fjallsins eru landamerki úr áðurgreindri vörðu eptir vörðum fram holtin
og yfir mýri, er liggur frá Hrófá upp að Víðirdalsá í læk, er rennur úr Grenshamarsláginni, og
eptir þeirri lág og svo fram holtin eptir vörðum í grænt dý í Fremri Hafursflóa framanverðum
og svo eptir vörðum fram holtin, og eptir Skógarlandshlíðarbrúninni yfir
Skógarlandsborginna og á vörðu á stórum steini fram við djúpa lág, er gengur yfir undir
Tóptardalsá, og nefnist Álptaskarð úr áðurgreindri vörðu sjónhending í vörðu á brúninni á
Urðarhjalla svonefndum fremst í Álptatungum og norðantil við Tóptardal og þaðan
sjónhending í merkjagarð við Mjóadalsá, og eins og sú á ræður suður
á Hraun móts við land
jarðarinnar Bæjar í Reykhólasveit.
Að innan ræður Víðirdalsá landamerkjum milli Víðirdalsár og Skeljarvíkur frá sjó og
fram þangað sem Húsadalsá rennur í Víðirdalsá, eptir það ræður Húsadalsá landamerkjum
milli Víðirdalsar og Skeljarvíkur og Þiðriksvalla lands suður á Hraun sunnan til við
Laxárdalsheiði og eptir Hrauninu suður að landamerkjum milli Víðirdalsár og Hrófár eptir
því sem vötnum hallar liggur land jarðarinnar Víðirdalsár móts við lönd jarðarinnar Bæjar og
Myrartungu í Reykhólasveit.
Víðirdalsá 15. maí 1888.
Kristín Gísladóttir (handsalað).
Framan- og ofanskrifuð landamerki jarðarinnar Víðirdalsár samþykkjum við undirskrifaðir.
Vegna jarðarinnar Hrófár. Jón Ívarsson
Vegna jarðarinnar Þiðriksvalla, Jón Guðmundsson Grímur Benediktsson.
Vegna jarðarinnar Skeljarvíkur, R.P. Riis.
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 14. septembermánaðar 1889 og ritað inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 25.
Vitnar
SESverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
1 kr. Er
ein króna
SESverrisson