Landamerkjaskrá fyrir Þórustöðum í Bitru

Nr. 23,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Þórustöðum í Bitru. 
Ár 1884, dag 25. október höfum við undirskrifaðir samið um landamerki, og eru þau eins og 
verið hafa í einstakan klett, sem er á milli svonefndar Lönguvíkur og Selvíkur, er liggur fyrir 
Þambárvallalandi, frá kletti þessum í Merkjalág, úr henni í Hrútaborg, úr Hrútaborg í 
svonefnda Geldingaborg og síðan eptir háfjallinu fram í Snjófanna-ás, þar sem Stakkagarðsgil 
hefur upptök sín, er gjörir merki milli Þorustaða og Brunngils, gilið rennur í svonefnda 
Tunguá, er gjörir merki milli Þórustaða og Snartartungu, og Óspakseyrar, gegnum svonefnda 
Leitiseyri, sem Þórustöðum hefur fylgt og fylgir, hefur áin rifið sig, og er því eyri þessi 
Tungumegin við ána (en gamall farvegur sjezt). 
Þórustöðum ár og dag sem upphaflega greinir. 
Ólafur Magnússon, Jón Bjarnason, Þambárvöllum. 
Jón Jónsson Brunngili, Jón Bjarnason Skriðnesenni. 
Einar Þórðarson. 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 12. september 1889 og ritað inn í 
Landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 23. 
Vottar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
1 kr. ein króna 
SESverrisson 
Kort