Landamerkjaskrá fyrir Þambárvallalandi

Nr. 22,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Þambárvallalandi. 
Svonefnt Þórhildarklyf er við sjó vestan til við Guðlaugsvíkur 
höfða, úr Þórhildarklyfi 
beint upp á Höfðaröndina í vörðu, sem þar stendur, og frá þeirri vörðu í svonefnda Eldborg, 
úr Eldborg í vörðu sem stendur á Hálshryggnum, úr þeirri vörðu í vatn á Hryggnum, úr því 
vatni beina línu í kollinn á Litlafelli, úr Litlafelli í vörðu, sem stendur fyrir sunnan það, úr 
þeirri vörðu beina línu í kollinn Sandfelli. Þettað ofanskrifaða gjörir (landa)merki milli 
Þambárvalla og Skálholtsvíkur, og svo eptir því sem vötnum hallar fram undir Fjárbungur, úr 
Fjárbungum fram á hrygg, sem er milli Daladranganna Þambárvalladals og Heydals úr þeim 
hrygg beint yfir í svonefndan Snjófannaás. Þetta gjörir (landa)merki milli Þambárvalla og 
Heydalssels. Sjerstakur klettur milli Lönguvíkur og Selvíkur við sjávarmál gjörir merki milli 
Þambárvalla og Þórustaða úr þeim kletti í svonefnda Merkjalág, úr Merkjalág í Hrútaborg, 
sem er á hálstaglsbrúninni, úr Hrútaborg í Geldingaborg, úr Geldingaborg beina leið eptir 
fjallinu, eptir því sem vötnum hallar fram í áðurnefndan Snjófanna-ás. Þetta framanritaða 
gjörir (landa)merki milli Þambárvalla og Þórustaða. 
Þambárvöllum 10. maí 1887. 
Jón Bjarnason, Gísli Jónsson, eigendur Þambárvalla. 
Ólafur Magnússon eigari að Þórustöðum hálfum. 
Ragúel Ólafsson, eigandi að Heydalsseli. 
Jón Þórðarson, eigandi að ¾ í Skálholtsvík, að ¼ Guðrún Andrjesdóttir. 
Einar Þórðarson eigandi í Þórustöðum 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Broddanesi 12. september 1889, og rituð inní 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 22. 
Vitnar 
SESverrisson. 
Gjald fyrir þinglestur kr. 75a 
Gjald fyrir bókun kr. 25a 
1 Er ein króna 
SESverrisson 
Kort