Skrá yfir landamerki á jörðinni Bassastöðum liggjandi í Kaldrananesshreppi í Strandasýslu

Nr. 20,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki á jörðinni Bassastöðum liggjandi í Kaldrananesshreppi í Strandasýslu: 
Á milli Bassastaða og Sandness ræður lækjarskurður fyrir utan svo kallaða Holmakleyf, frá 
fjöru beina stefnu í Kolavörðu og þaðan í lækinn sem rennur utantil við Langahraun og það 
beint norður í Ögmundarvatn, úr neðri endanum á Ögmundarvatni beint í Svaðann, sem er 
utantil við Reiðgötuvötn, svo beina sjónhending þaðan í syðri endann á svo kölluðu Litla- 
Skarðsfelli, svo beina sjónhending þaðan í há Sunddalstungukollinn og frameptir henni eptir 
því sem vötnum hallar í norður endann á Mjóavatni, úr Mjóavatni rennur Trjekyllingaá til 
Selár fyrir utan hámel á Bólstað og ræður landamerkjum, þaðan Selá til sjóar. 
Bassastöðum, 20. September 1886 
Loptur Bjarnason. Jón Jörundsson. Fyrir hönd ekknanna á Reykjanesi: Guðrún 
Stefánsdóttir Einar Einarsson, (eigandi Skarðs og Bólstaðs). 
Ísl. Einarsson, (umráðamaður Staðar kirkjueignar hjer Sandness). 
J.J. Thorarensen (fyrir Sigurð Gislason) 
Lesin upp fyrir Manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 4. júním. 1887 og rituð inn í 
Landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 20. vitnar 
S.E. Sverrisson 
Borgun fyrir þinglestur kr 
75a 
Borgun fyrir bókun kr 
25a 
Er 
ein króna 
SESv. 
Kort