Skrá yfir landamerki Bæjar

Nr. 19,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki Bæjar. 
Milli Bjarnaness og Bæjar: Göngustaða á frá sjó og eins og sú á ræður uppí leirtjörn norður á 
hálsi. 
Milli Kaldrananess og Bæjar: Leirtjörn, Skammá, Bæjarvötn, Langá í Kirkjuvegsvað á 
Langá; milli Gautshamars og Bæjar: Úr Kirkjuvegsvaði á Langa og vestur eptir holtum eins 
og vörður vísa, og milli Snorraflóa og Bóndaflóa í Lækjarskarð á Tjarnarhjalla og úr 
Lækjarskarði eins og vörður vísa til Náttmálahnúks á Bæjarfjalli og eptir Bæjarfellsrönd innri 
til Gollurhnúks á neðri enda Bæjarfells; milli Drangsness og Bæjar: Gollurshnúkur og þaðan 
beint í efri enda Landamerkjalækjar og sá lækur til sjávar; og Grímsey fylgir Bæ. 
Bæ, 1. október 1886 
Eymundur Guðbrandsson. Jón Sv. Jónsson. Fyrir hönd Kaldrananess 
Þorsteinn Guðbrandss. G. Guðmundsson Jón Guðmundsson. 
Fyrir Strandasýslu umboðsjörð Bjarnanes 
Samþykkir S.E. Sverrisson 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 4. júni undir tölulið 19. vitnar 
S.E. Sverrisson 
Borgað fyrir þinglestur kr 
75a 
Borgað fyrir bókun kr 
25a 
Er 
Ein króna 
SESv. 
Kort