Skrá yfir landamerki Vatnshorns

Nr. 18,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki Vatnshorns. 
Milli Þiðriksvalla: í Þiðriksvallavatn og Þiðriksvalladalsá, sem rennur í vatnið milli bæjanna 
og eins og sú á ræður framað Miðpartstungusporði að Grímsgili og upp með því gili eins og 
það ræður uppá fjall fram á Grasleysuhraun. 
Milli Skeljavíkur: Þiðriksvallavatn og Teigsgil og eins og það gil ræður uppá háls til 
Teigavatns, milli Óss: Ósá frá svonefndum Stokk eður gljúfrum, sem eru næst fyrir framan 
Óssel og eins og sú á ræður til fjalla. Milli Kalfaness: að Stokk við Ósá og eptir hæstu brún 
Stokkshæðarinnar til Breiðaskarðs í tjörn efst í Breiðaskarði og úr þeirri tjörn eins og vörður 
vísa ofaneptir fjallinu fyrir norðan Kistur og Engjavötn til Teigavatns. 
Ólafur Gunnlaugsson, Skeljavík. Finnur Jónsson, Kalfanesi. 
Magnús Guðmundsson, Þiðriksvöllum. Ásgeir Snæbjörnsson, Ósi. 
Þórarinn Hallvarðsson, Ósi. 
Lesið upp við manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 2. júni 1887 og rituð inn í Landamerkjabók 
Stranda sýslu undir tölulið 18. vitnar 
S.E. Sverrisson 
Borgað fyrir þinglestur kr 
75a 
Borgað fyrir bókun kr 
25a 
Er 
Ein króna 
SESv. 
Kort