Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðunni Ósi í Hrófbergshreppi innan Strandasýslu:
Ósá ræður frá sjó fram á fjöll. Þar sem hún hefur upptök úr vötnum, sunnantil við miðja
Kollabúðaheiði, og frá þeim vötnum eptir því sem hallar að Ósdalsdrögum að Miðheiðarborg.
Þaðan eptir heiðarveginum norður að Þriðjungaárvaði, þaðan sjónhending sunnanvert við
Álptahnúka í Vatnadalsdrög og þaðan í stóran stein á Langahrauni, þá þaðan í
Langborgarhöggið; síðan sem vötnum hallar eptir há Stóruhlíðarfjallinu að
Mjóavatnshögginu eins heim eptir bungunum að Þvergljúfralá og ofan Þvergljúfralá að
Grjótá, þaðan skiptir hún löndum til sjóar utan til við skerið eptir fornum farvegi. –
Undirskrifaðir hlutaðeigendur þessu samþukkir:
Isl. Einarsson. Magnús Magnússon. Arni Jónsson
og ábúendur á Ósi: Þórarinn Hallvarðss. Asgeir Snæbjarnarson
eigendur: Kjartan Guðmundsson Magnús Kristjánss. Tómas Jónsson
Lesin upp fyrir manntalsþingrjetti að Hrófbergi 2. júni 1887 og rituð inní Landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 14. vitnar
S.E.Sverrisson.
Borgun fyrir þinglestur kr
75a
Borgun fyrir bókun kr
25a
Er
Ein króna
S.E.Sv