Landamerkjaskrá fyrir jörðunni Brunngili í Broddaneshreppi

Nr. 13,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðunni Brunngili í Broddaneshreppi. 
Landamerki höfum við orðið ásáttir um sem hjer segir: Svo kallað Stakkgarðsgil, sem rennur 
ofanúr Snjófannaás ofaní Tunguá, gjörir landamerki milli Brunngils og Þórustaða. 
Landamerki milli Brunngils og Heidalssels gjörir Rjúpnafell og ræður það suður eptir þar til 
Ljáskógaland byrjast sem er á há Rjúpnafelli og byrjast þar landamerki milli Brunngils og 
Ljáskóga, og liggja beina línu yfir Vatnadal yfir Orustuhryggi yfir Mýrdal og yfir Gaflfell, þá 
byrjast landamerki milli Brunngils og Fremri Brekku í Saurbæ og er það holthryggur sem 
liggur milli Hólkonudals og Brekkudals sem gjörir þar skýr landamerki og hraunin, sem 
liggja vestur að Húsadalsá en Húsadalsá gjörir landamerki milli Brunngils og Snartartungu, 
þar til hún kemur í Tunguá, en úr því ræður Tunguá landamerkjum þartil áðurnefnt 
Stakkgarðsgil kemur í hana. 
Brunngili 12. Júní 1886. Jón Jónsson eigandi á Brunngili 
Guðbrandur Sturlaugsson, eigandi Fremri-Brekku. 
Einar Þórðarson eigandi í Snartartungu 
Ragúel Olafsson, eigandi Heydalssels. 
Olafur Mgnússon, eigandi að ½ Þórustöðum 
Guðmundur Guðmundsson, eigandi að Ljáskógum 
Lesin upp fyrir manntalsþingrjetti að Broddanesi 31. maí 1887 og ritað inn í Landamerkjabók 
Strandasyslu undir tölulið 13. vitnar 
S.E. Sverrisson 
Borgun: 
Fyrir þinglestur kr 
75a 
Fyrir bókun kr 
25a 
Ein króna 
S.E.Sv. 
Kort