Uppskrift
Skrá yfir landamerki á jörðunni Svanshóli í Bjarnarfirði.
Á milli Klúku í Bjarnarfirði og Svanshóls er klettur á fjallbrúninni á milli bæjanna, sem
kallaður er Tafla, úr honum sjónhending í gr[jót]rúst í Klúkuflóa, og aftur úr rústinni í
[vörðu] hlaðna á Bjarnarfjarðarárbakka, svo skipt[ir] áin löndum fram til Goðdalár þar sem
hún nú rennur og hefur runnið frá gamalli tíð, en frá fyrnefndri Töflu á fjallbrúninni eru
landamerki eptir kompásstriki nord öst, norður á hraun eptir því, sem vötnum hallar.
En á milli Goðdals og Svanshóls er fyrst Goðdal[sá] þar sem hún rennur í Bjarnafjarðará,
fram að hól þeim er kallaður er Sjónarhóll og stendur við ána, úr honum beina línu upp til
fjalls
í hæðsta högg á svo kallaðri Goðdalshyrnu […] kompásstriki í nord ost norður á hraun; þessi
örnefni eru frá gamalli tíð, og hafa þessi landamerki verið og eru enn.
Við þessa landamerkja skoðun voru viðstaddir jarðeigendur umráðamenn, og allir ásáttir með
þau.
Svanshóli 18. september 1885.
L. Bjarnason. J.E Hrútfjörð.
Á. Magnússon. Kári Kjartansson.
J.J. Thorarensen (fullm. eiganda) Einar Einarsson
Lesin upp fyrir manntalsþings
rjetti að Kaldrananesi 22. maím. 1886 og rituð inní
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 12. vitnar
S.E. Sverrisson
Borgað:
Fyrir þinglestur 75a
Fyrir bókun 25a
ein króna
S.E. Sverrisson.
Séð p.t. Bæ h. 22. júní 1887
EThJónassen