Skrá yfir landamerki á jörðunni Klúku í Bjarnafirði

Nr. 11,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki á jörðunni Klúku í Bjarnafirði. 
Á milli Klúku og Svanshóls í Bjarnafirði er klettur á fjallabrúninni sem kallaður er Tafla, úr 
honum sjónhending í grjótrúst í Klúkuflóa og aptur úr rústinni í vörðu hlaðna á 
Bjarnarfjarðarárbakka, svo ræður áin ofan að Hallardalsá, en frá fyrrnefndum kletti á 
fjallbrúninni eru landamerki eptir Kompásstriki í nordöst eins og vötnum hallar. 
Á milli Klúku og Ásmundarness – jarða ræður landamerkjum Hallardalsá, eptir því sem hún 
að forngildu runnið hefur frá fjalli í Bjarnarfjarðará. Þetta er samkvæmt skrifum, er ég hef 
undir höndum. 
Ísleifur Einarsson (umráðamaður Ásmundarness) 
Jón Elíasson 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 22. maím. 1886 og rituð inní 
Landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 11. Vitnar 
S.E. Sverrisson. 
Borgað: 
Fyrir þinglestur 75a 
Fyrir bókun 25a 
ein króna 
S.E. Sverrisson 
Kort