Skýrsla um landamerki fyrir Kaldrananeslandi

Nr. 10,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skýrsla um landamerki fyrir Kaldrananeslandi 
Milli Kaldrananes og Bjarnanes. 
Í norðari lækinn í Hörsvík og í enda kletta beltisins, sem liggur fyrir ofan Þorláksvík og eptir 
því norður á Hálsgötur og í brúnar kletta endann og fram eptir Brúnarklettunum í Bæjarskarð 
og eptir Kirkjuvegi í ytri hallanum á skarðinu í leirtjarnar endan fremri. 
Milli Kaldrananess og Bæ. 
Með Skammá og yfir með Bæjarvötnum að Langá og fram með henni í syðri enda Langholts; 
Svartbakshólmi í Bæjarvötnum liggur undir Kaldrananes. 
Milli Kaldrananess og Gauthamars. 
Með langá fyrir syðri enda Langholts og norður með því, sem lækur ræður og með læknum 
fram yfir svo kallaða Leikvelli í Klofavatns enda nyrðri, þar sem lækurinn hefur upptök sín. 
Milli Kaldrananess og Hafnarhólms. 
Úr Klofavatns enda nyrðri beina sjónhending eptir vörðum á Klofninginn og eptir vörðum af 
honum sjónhending fyrir sunnan Rafsflóa í Landamerkjalá, sem liggur að Urriðavatni og í 
norðvestur eptir vatninu að enda þess. 
Milli Kaldrananes og Hellu: 
Frá Urriðavatnsenda vestri eptir lækjum og tjörnum á milli; norður yfir hálsinn að upptökum 
Stóralæks og ofan með honum í Bjarnarfjarðará. 
Þ. Guðbrandsson Jón Guðmundsson. 
Samþykkur fyrir Gautshamars landamerkjum Þórður Bjarnason. 
Samþykkur fyrir Bæ Jón Valgeir Hermannsson. 
Sem umboðsmaður samþykkir fyrir Bjarnarnesland. S.E. Sverrisson. 
G. Guðmundsson fyrir hönd hálfs Hafnarhólms. 
Magnús Kristjánsson fyrir hinn hálf partinn Hafnarhólms. 
Guðbjörg Jónsdóttir. 
Fyrir hönd Hellu Ingim. Guðmundsson. 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 22. maím. 1886 og rituð inní 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 10. 
Vitnar 
SESverrisson 
Borgað: 
Fyrir þinglestur 75a 
Fyrir bókun 25 a 
ein króna. 
S.E. Sverrisson 
Kort