Landamerkjaskrá fyrir jörðunni Fitjum í Hrófbergshreppi innan Strandasýslu

Nr. 15,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðunni Fitjum í Hrófbergshreppi innan Strandasýslu: 
Á milli Óss og Fitja skilur lönd Þvergljúfralá, sem liggur upp frá Grjótá upp undir Bungur, 
svo frá Þverglúfralá skilur lönd eptir há Bungunum, sem lækjum hallar fram eptir fjalli, í 
Mjóavatnshrygg og sömuleiðis þaðan frameptir há-fjallinu sem lækjum hallar, fram 
Stóruhlíðarfjall í Langborgarhöggið, og þaðan er sjónhending í stóran stein á Langahrauni og 
þaðan sjónhending í Vatnadalsá, fyrir framan eingjar og búfjárhaga, ofaneptir Vatnadal ræður 
Vatnadalsá, Fitjavatn, Hriminn, Hrófbergsvatn og Grjóta að Þvergljúfralá. – 
Staddir að Fitjum 25. September 1886. 
M.Magnússon. Þ.Hallvarðsson. Tómas Jónsson. Arn Jonsson 
ÍslEinarsson. Kjartan Guðmundsson. Ásgeir Snæbjörnsson. 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 2. júní 1887 og rituð inn í Landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 15. vitnar 
S.E.Sverrisson. 
Borgun fyrir þinglestur kr 
75a 
Borgun fyrir bókun kr 
25a 
Er 
ein króna 
S.E.Sv 
Kort