Skrá yfir landamerki Kleifa

Nr. 9,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki Kleifa. 
Milli Hafnarhólms: Að utan að Hvera á frá sjó og eins og sú á ræður og hefur runnið uppá 
háls í hverarvatn og að lækjarsitru þeirri, sem rennur í hverarvatn, mitt að norðan að 
Kleifahálskirkjuvegi og þaðan beint í Urriðavötn sem eru aðeins fáir faðmar. 
Að innan milli Hellu: 
að landamerkjalæk við sjó og norður á háls eins og sá lækur ræður uppá vatnshjalla í litla 
tjörn þar, svo þaðan í vörðu á Kleifafellsrönd innri og svo eins og vörður vísa norður eptir 
hæðabrúnum í Steinsþúfu á Þrítjarnarbjargabrún og eptir þeirri brún í vörðu við seljalaut og 
úr þeirri vörðu í Stórastein austanvert við seljalaut, og þaðan norðureptir hæðabrún á 
Oddbjargabrún og einsog sú brún ræður kringum Oddahvamm og í Urriðavötn norðan við 
Oddahvamm. 
Eym. Guðbrandsson. Magnús Kristjánsson. 
Guðbjörg Jónsdóttir. Ingim. Guðmundsson. 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 22. maím. 1886 og rituð í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 9. vitnar. 
SE. Sverrisson. 
Borgað: 
Fyrir þinglestur 75a 
Fyrir bókun 25 a 
ein króna. S.E. Sverrisson 
Kort