Skrá yfir landamerki Hafnarhólms

Nr. 8,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki Hafnarhólms: 
Milli Gautshamars: að læk, sem rennur í sjó milli bæjanna, og eins og sá lækur ræður 
uppundir Margrjetarfell og í vörðu á Margrjetarfelli og eptir fellinu eins og vörður vísa í 
Hrafnaborg og þaðan í Margrjetarvatn svo úr Margrjetarvatni í stein í Steinsvatn. 
Milli Kaldrananess: 
að vörðu við læk ofanvert við leikvelli og með þeim læk í Klofavatnsenda og á klofning og af 
honum einsog vörður vísa sunnanvert við Rafsflóa í landamerkjalá sem liggur að Urriðavatni. 
Milli Kleifa: 
að utan að Hverá frá sjó og eins og sú á ræður og hefur runnið uppá háls í Hveravatn og að 
Lækjar sitru þeirri, sem rennur í Hveravatn mitt að norðan að Kleifahálskirkjuvegi, og þaðan 
beint í Urriðavatn sem er aðeins fáir faðmar. 
Guðbjörg Jónsdóttir Magnús Kristjánsson. Eymundur Guðbrandsson. 
Fyrir Kaldrananes samþykkir Þorsteinn Guðbrandsson 
Fyrir Gautshamar samþykkir G. Guðmundsson. Þ. Bjarnason. Jón Guðmundsson. 
Lesin upp fyrir manntalsþingsrjett að Kaldrananesi 22. maím. 1886 og rituð í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 8. vitnar 
S.E. Sverrisson. 
Borgað: 
Fyrir þinglestur 75a 
Fyrir bókun 25a 
ein króna 
S.E. Sverrisson 
Kort