Skrá yfir Hellu landamerki

Nr. 7,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir Hellu landamerki: 
Að utanverðu milli Hellu og Kleifa ræður svonefndur landamerkjalækur frá sjó og uppá 
vatnshjalla og rennur hann þar út lítilli tjörn, svo sjónhending úr henni í vörðu neðantil á 
Kleifafellsströnd og þaðan sem vörður vísa eptir brúninni norður í steinsþúfu á 
Þrítjarnarbjörgum innantil og þaðan eptir bjargabrúninni í vörðu vestantil við seljulaut, svo 
sjónhending yfir lautina og í stóran stein austanvert við hana og þaðan eins og 
Oddabjargabrún ræður norður og í kringum Oddahvamm og í Urriðavatn norðanvert við 
hvamminn. Milli Kaldrananess og Hellu ræður jarðfallalækur frá Urriðavatni, er rennur fyrir 
vestan Háuberg og þar í gegnum fjórar tjarnir; og svo úr nyrðstu tjörninni rennur svokallaður 
stórilækur norður eptir brún og ofaní Bjarnarfjarðará framanvert við Bakka bæinn; þaðan 
ræður Bjarnarfjarðar á fram að svokallaðri Hjálmarsá, er rennur ofan af hábrún og þar úr 
svokallaðri Hjálmarstjörn og skiptir áin löndum á milli Skarðs og Hellu, svo frá tjörninni 
sjónhending í hnöttótt holt, sem er fyrir ofan hana og af því sjónhending í stóran stein 
norðantil á Steinshæðarenda svo frá honum sjónhending í vörðu við grjóthólmavatnsenda 
neðri og frá vatnsendanum eins og holtahryggur ræður Sandnesmeginn við haugsvatnsflóa 
ofan að haugsvatni, en úr vatninu rennur Kolsá, er ræður landamerkjum á milli Sandnes og 
Hellu alla leið þaðan og ofan í sjó. 
Ingim. Guðmundsson. Einar Einarsson. E. Guðbrandsson. 
Fyrir Kaldrananes samþykkir, 
Þ. Guðbrandsson. G. Guðmundsson. Jón Guðmundsson. 
Lesin upp fyrir manntalsþingrjetti að Kaldrananesi 22. maím. 1886, og rituð í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 7. vitnar 
S.E. Sverrisson. 
Borgun: 
Fyrir þinglestur 75a 
fyrir bókun 25a 
ein króna. S.E. Sverrisson. 
Kort