Uppskrift
Landamerki fyrir jörðina Klúku í Miðdal í Kirkjubólshreppi, (sem menn vita til að að hafa
staðið óröskuð mikið á annað hundrað ár) eru þessi.
a) Að framanverðu milli Klúku og Gjestsstaða, neðst frá Miðdalsá, liggur laut uppeftir
melunum (kölluð Reiðlá) eptir henni rennur lækur, sem hefur sín upptök í miðri hlíðinni og í
gegnum mýri, þar til hann rennur í fyrnefnda lág, og rennur eptir henni í ána, en þar sem
lækur þessi kemur fyrst úr hlíðinni, byrjar sjónhending upp eptir, og í vörðu á lægri brúninni
(kölluð dagmálvarða frá Gestsstöðum). Þegar að þessari vörðu er komið byrjast sjónhending
uppá fjallsbrunina efri, (kallað Grenfell) þar er lítill hnúkur með þúfu á, þann hnúk ber
dagmála varða í, upp frá þessum hnúk er stefna bein yfir í laut er liggur eptir endilöngu
fjallinu og kölluð er Stóralaut; eptir henni rennur lækur út eptir.
b) þá taka til landamerki að utan, milli Kirkjubóls og Klúku neðan frá Miðdalsá liggur
sandhryggur (kallaður miðgötuhryggur) hann liggur upp að svonefndum Sjónarhól, fyrir ofan
hólinn er lítið holt, og á því tveir steinar lítið bil á milli, frá þeim steinum sjónhending
uppeptir í Bungukoll (kölluð Klúkubunga) þaðan upp lítið fram á við, eptir holtahrygg, sem
hallar bæði fram og útaf, og svo beint upp í fyrnefnda laut á endilöngu fjallinu, og lækinn,
sem rennur eptir henni, þar hallar öllum vötnum í Klúkuland. Þeir, sem skoða, og hafa skoðað
að þessi merki geta ekki álitið annað um þetta sje rjett.
Klúku 28. Október 1885.
Björn Björnsson.
Við hlutaðeigendur beggja megin álítum þess rjett.
Daði Bjarnason. Grímur Benediktsson.
Skrá þessi er lesin upp fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 18. maím. 1886 og rituð í
landamerkjabók Strandasýslu eundir tölulið 6.
Vitnar
S.E. Sverrisson.
Borgað:
Fyrir þinglestur 75a
Fyrir bókun 25a
ein króna S.E. Sverrisson.