Landamerkjaskrá fyrir Skriðnesenni í Broddaneshreppi

Nr. 4,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Skriðnesenni í Broddaneshreppi. 
Að framanverðu ræður Kjallagsstaðaá eða Ennisá frá sjó og til fjalls á svo kallaða Reiðtjörn, 
þaðan sjónhendingu í upptök sláttulækjar í Broddadal, síðan sem Sláttulækur ræður til 
Broddár, síðan ræður Broddá út að Ennislækjum. Ennislækir ráða til Ennisvatns, þaðan eins 
og vötnum hallar út hálsinn í Sjónarhól utarlega á Ennishöfða, þaðan sjónhending í 
stigavíkurgjá og stigaklett. Núps og Staðarbakka kirkjur eiga reka frá Stiga og að 
rauðuskriðu. 
Skriðnesenni í janúar 1886. 
Lýður Jónsson. 
Ingveldur Magnúsdóttir ábúandi á Broddadalsá. 
Magnús Jónsson ábúandi á Bræðrabrekku. 
Jón Magnússon á Broddanesi. 
Sem umboðsmaður þjóðeigna í Strandasýslu samþykkir undirskrifaður landamerkjaskrá þessa 
hvað þjóðeignina hálfa Bræðrabrekku snertir. 
S E. Sverrisson 
Lesin upp fyrir manntalsþingrjetti að Broddanesi 17. maím. 1886, og rituð í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 4. Vitnar 
S.E.Sverrisson. 
Borgað: 
Fyrir þinglestur 75 a 
Fyrir bókun 25 a 
eina krónu S.E.Sverrisson. 
Kort