Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Snartartungu. Milli Óspakseyrar og Snartartungu eru þessi
landamerki; Rauðuskriðulækur, sem tekur sig upp í Kjóustaðabrún beina sjónhendingu í
djúpan pitt við ytri endann á breiðueyri og svo þvert í tungu á. Merkin að norðanverðu eru af
kjóustaða brún uppyfir nefndan læk sjónhendingu í djúpagil, sem rennur í Mjóadalsá og er
það neðsta gil í dalnum. Mjóadalsá gjörir landamerki milli Snartartungu og Kleifa í tjörn þá,
sem hún rennur úr og beina sjónhendingu í Lambavatn. Úr suðurendanum á Lambavatni í
hæðstu holt á Tunguheiði og af því í hæðstu hraun. Af hæðstu hraunum sjónhendingu í
syðragil í Húsadalsbotni. Húsadalsá og Tunguá greina lönd milli Snartartungu annarsvegar og
Brunngils og Þórustaða hinsvegar.
Snartartungu 5. apríl 1885.
Einar Þórðarson
Landamerkjaskrá þessa samþykkir:
Eggert Jónsson, eigandi Kleifa, Ólafur Magnússon, eigandi í Þórustöðum Jón Jónsson eigandi
í Brennugili, Magnús Jónsson og Lýður Jónsson eigendur Óspakseyrar.
Lesin upp fyrir manntalsþingrjetti að Broddanesi 17. maím 1886 og rituð í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 3.
Vitnar
SESverrisson.
Borgað:
Fyrir þinglestur 75 a
Fyrir bókun 25 a
,
eina krónu.
SeSverrisson.