Uppskrift
Landamerkjabrjef fyrir Borgum í Bæjarhreppi innan Strandasýslu, eign Hjarðarholtskirkju í
Dölum.
Að sunnanverðu milli Hvalsár og Borga ræður svokölluð landamerkjaklöpp, sem er
niður af Hvalsártjörnum í fjörunni og er hún úr svörtu grjóti og þverhnýpt að norðanverðu, og
þaðan beina sjónhending í Tjarnarstapa eptir vörðum, sem þar
verða hlaðnar, aptur úr
Stapahorninnu sjónhending yfir brúnina stefnu þá, sem Rauðsgil ræður, sem er á
landamerkjum Hvalsár og Kolbeinsár, einnig eptir vörðum, sem þar verða hlaðnar. Aptur að
norðanverðu ræður mörkum Borgaá, sem rennur fyrir norðan Borga-Borgir, sem af sumum
hefur kallast landamerkjalækur, og úr honum sjónhending í Sjónarhól í vörðu þá, sem á
honum er og sjónhending þaðan í norðurendann á Hrísás eins og hann ræður meðfram
Mjóaflóa austanverðum beint í Litlutjörn litla tjörn þá sem er norðanvert við Stapatúnsveitu
og ræður svo sama sjónhending úr tjörn þessari í áður umgetin landamerki millum Hvalsár,
Borga og Kolbeinsár í vörðu, sem þar verður sett eða annað glöggt merki.
Skrifað að Stóru-Hvalsá við Hrútafjörð 23. júlí 1884.
J. Guttormsson
prestur í Hjarðarholti. Ábúandi á Kolbeinsá:
Ábúandi á Borgum: O. Gíslason.
Guðmundur Jónsson
Samþykkur að því er mig snertir
Þorvaldur Bjarnason
prestur að Mel í Miðfirði.
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti að Bæ 6. júním. 1885 og ritað inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 2.
Vitnar
S.E. Sverrisson.
Borgun:
Fyrir þinglestur Kr 75 a
Fyrir bókun Kr 25 – ein króna
SESverrisson