Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir ljensjörð Prestsbakkaprests Miðdalsgröf.
Að framanverðu milli Tinds og Miðdalsgrafar eru landamerki úr Þúfu við ána, síðan
eptir grillum yfir flóann upp að læk, sem nefndur er Landamerkjalækur, síðan eptir læknum í
stefnu á vörðu, er stendur á holti neðan til í hlíðinni, þaðan í beina stefnu í hnjúk á brúninni,
að ofanverðu á fjallinu ræður stefnan eptir því sem vötnum hallar, á hnjúk yfir dalsbrún á
svokölluðum Húsadal suðvestur af Heiðarbæ, síðan eptir brúninni í austur að brekku sem
nefnd er Fjárlág, og þaðan beina stefnu til landsuðurs ofan í ána, og er áin síðan á þá hlið
landamerki.
Staddur í Tröllatungu 6. sept. 1884.
Páll Ólafsson.
Þessum landamerkjum eru samþykkir:
Fyrir Tröllatunguland: Halldór Jónsson
Fyrir Heiðarbæjarland: Hjálmar Jónsson
Fyrir Tinds land Jón Jónsson
Fyrir Klúku land Björn Björnsson
Fyrir Gestsstaðaland Daði Bjarnason
Upplesið fyrir manntalsþingrjetti að Kirkjubóli 16. maím. 1885, og ritað inn í
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 1. Vitnar:
S.E. Sverrisson
Borgað:
Fyrir þinglestur kr. 75 a
Fyrir bókun kr. 25 - er
ein króna.
SESv.