Uppskrift
Landamerki Skers á Látraströnd.
Að utan ræður Refsá, sem rennur eftir djúpu gili frá fjallsbrún til sjávar nokkuð nær Grímsnesi en Skeri.
En að sunnan ræður svokallað Syðra-Tungugil, sem liggur beint ofan fjallið ofan að láglendi og úr því
gili beina línu í Nónbríkurnef, sem skjagar nokkuð fram í sjó, nokkru nær Steindyrum en Skeri.
Svínárnesi, 22. ágúst 1883.
Gísli Jónasson
Sigurður Þórðarson (eigandi ½ Skeri)
Halldór Jóhannesson (eigandi Grímsness)
Sigurður Stefánsson (eigandi Steindyra)
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 16. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna –
B.Sv.