Landamerkjaskrá fyrir Bræðrabrekku í Broddaneshreppi

Nr. 5,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Bræðrabrekku í Broddaneshreppi. 
Að framanverðu ræður varða á miðjum hólma við sjóinn, sem myndast af svo kölluðum 
deildarlæk, sjónhending úr vörðunni í dýpsta farveg í klettabrún fyrir ofan. Síðan ræður 
deildarlækur til upptaka, þaðan beina sjónhending eptir vörðum í Broddá, síðan ræður Broddá 
út að Sláttulæk. Síðan Sláttulækur til upptaka, þaðan sjónhending í Reiðtjörn, síðan ræður 
Kjallagk 
sstaða á eða Ennisá til sjávar. 
Bræðrabrekku 7. maí 1886. 
Magnús Jónsson, ábúandi á Brekku. 
Ólöf Helgadóttir sem eigandi Hvítuhlíðar. 
Sem umboðsmaður þjóðeigna í Strandasýslu samþykkir undirskrifaður landamerkjaskrá 
þessa, hvað þjóðeignina hálfa Bræðrabrekku snertir. 
S.E.Sverrisson. 
Jón Magnússon á Broddanesi. 
Lesin upp fyrir manntalsþingrjetti að Broddanesi 17. maím. 1886, og ritað inn í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 5. Vitnar S.E.Sverrisson. 
Kort