Skrá yfir landamerki Goðdals

Nr. 74,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Skrá yfir landamerki Goðdals 
Milli Goðdals og Svanshóls ræður Goðdalsá neðan frá ármótum og fram í Sjónarhól 
og þaðan beina sjónhending í háhyrnuna og af henni norður á hraun. 
Milli Sunnudals ræður Sunndalsá neðan frá ármótum Goðdals og upp með ánni 
uppundir leiti nokkuð fyrir framan Sunndal og þaðan í Graflækshöfuð og þaðan norður í 
Stórubungu og svo úr því sem vötn ráða norður á hraun. 
Magnús Arason Jóhann Pálsson. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kaldrananesi 28. júnímán. 1890 og rituð inn í 
landamerkjabók Strandasýslu undir tölulið 74. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.E Sverrisson 
Kort