Landamerki jarðarinnar Bakkasels í Hálshreppi eru:

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Bakkasels í Hálshreppi eru: 
Að austan mitt fjallið, að sunnan Fossgil í fjalli og á flatlendi grjótgarður, sem liggur lítið norðan en beint 
niður undan gilinu, og þaðan beint til Bakka ár, að vestan Bakka á og Fnjóská, og að neðan Belgsá á 
Belgsárdal og miðfarvegur hennar, og stefna úr honum í vörðu utarlega á Réttarholti og þaðan til 
Fnjóskár. 
Bakkaseli, 1. dag Nóv. 1883 
G. Davíðsson (fyrir hönd eiganda Bakkasels.) 
Að ofangreind landamerki séu rétt og glögg, votta: 
Jónatan Þorláksson (Eigandi Bakka) 
Helgi Davíðsson (ábúandi Bakkasels) 
Benedikt Jónatansson (ábúandi Bakka) 
Jónas Indriðason (ábúandi Belgsár) 
Samþykkur sem umboðsmaður Belgsár Stephán Stephensen