Landamerki milli Miðbæjar og Skorrastaðar

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki milli Miðbæjar og Skorrastaðar er bein lína úr miðri Staðargjá í Kjálkalæk utan 
undir Kirkjumel og þaðan bein sjónhending í Illukeldu sem þaðan af ræður út að Hofslandi. 
Milli Hofs og Miðbæjar ræður bein lína úr Hofsgjá niður mitt Gráaþýfi þar til hún sker 
Merkjakeldu, sem fellur í ána við Grænahyl og eptir það ræður merkjum. 
Skorrastað 14. júlí 1890 
Jón Guðmundsson 
Þinglýst á Skorrastaðarmanntalþingi þann 13. júlí 1891 og innfært í landamerkjabókina. 
Skrifst. Sms. 16. des. 1891 
Jón Johnsen. 
Borgað 5 – fimm – krónur. 
J 
Kort