Uppskrift
Landamerki Þverhamars jarðar eru sem fylgir: milli Þverhamars og Snæhvamms
„Merkikambur“ niður við sjó utanvert við í „Skötuvík“, og bein stefna úr honum uppí
„Merkigil“, sem er óslitið upp til tinda. Landamerki sem skilja Þverhamarsland frá Orsstaða
og Eydalalandi er „Brunnlækur“, sem fellur frá tindum niður eptir endilöngu „Brunnlæksgili“
niður í „Kattmúsará“, og með henni í „Breiðdalsleirur“, og eptir þeim í „Breiðdalsós“ útí sjó,
fyrir sunnan „Meleyri“, milli þessara áðurtaldra landamerkja er land allt af tindum ofan niður í
sjó, með fyrirliggjandi skerjum n.f.l.: „Axarskeri“, „Stampi“ og „Selvogum“ og selveiði, reka
og öllum landsnytjum, óátalin Þverhamars eign, að frá skyldum reka sem með
landsyfirrjettardómi var dæmdur Eydalakirkju á „Meleyri“ og sem eptir samningi 1852 15. 5.
dag Novembr, milli Sra. Benediktson Þórðararins
sonar prests til Eydala á aðra síðu, og
eigendur Þverhamars á hina síðu bændanna Jóns Þórarinssonar og Höskuldar Bjarnasona og
B.Þ. Nikulássonar skildu ná sunnan frá Eyrar oddanum og allt upp þangað til „Stapataglið“
með hálfri fjöru ber rjett við „Færivallaskriðu“ enda yfir „Selnesið“. En reki allur fyrir austan
þetta merki tilheyrir Þverhamri, var sá samningur handsölum bundinn og staðfestur með
undirskrifuðum nöfnum.
Þverhamri 10. júní 1884.
B.Þ. Nikulásson eigandi að 5 hndr
40 al. gamalt mat.
Jón Erlendsson eigandi að 3 hndr
(gömlu mati)
Kristján Þorsteinsson eigandi 60 al (gamalt mat)
Guðmundur Bjarnason eigandi að 2 hndr
(fornt mat)
Stefán Höskuldsson eigandi að 1 hndr
og 100 al.
Björgólfur Eyjólfsson eigandi að 1 hndr
80 al fornt mat.
E. Eyjólfsson eigandi að 1 hndr
og 80 al (fornt mat)
MBergsson prestur til Eydala samþykkur ofanskrifuðum landamerkjum Þverhamars.
Eyjólfur Eyjólfsson (ábúandi á Snæhvammi)
ÞStefánsson Snæhvammi.
Þinglýst á Eydalamanntalsþingi 27. júní 1884.
Jón Johnssen.