Uppskrift
Ár 1888 fimmtudaginn 21 Júní mán. var merkjadómur settur að Syðra-Lóni á Langanesi í
landamerkjamálinu milli Syðra-Lóns og Sauðaness.
Þess skal getið, að merkjaganga sú, sem ákveðið var 16 Maí f.á., að fram skyldi fara fimmtudaginn
22 Septembermánaðar árið sem leið, fórst fyrir, sökum fyrirfallandi embættisanna sýslumannsins í
Þingeyarsýslu og meðfram sökum tíðarfarsins. Í dóminum sátu auk syslumannsins í Þingeyjarsýslu B.
Sveinssonar, sem oddvita merkjadómsins, samkvæmt nefningu 16 Maí f.á.
1. Guðmundur bóndi Einarsson Eiði.
2. Jón bondi Bjarnarson Laxárdal.
3. Árni bóndi Daviðsson á Itraálandi (nú Gunnarst.)
4. Ólafur syslunefndarm. Jónsson Kúdá.
Rituðu þeir undir svolagað eiðspjall:
Eg Guðmundur Einarsson, eg Jón Bjarnarson, eg Árni Davísson, eg Ólafur Jónsson,
lofa og sver, að leysa dómsstarfa þann af hendi, sem eg hefi verið kvaddur til í landaþrætunni milli
jarðarinnar Syðra-Lóns og kirkjujarðarinnar prestssetursins
Sauðaness, eftir beztu samvisku. Svo
sannarlega hjálpi mér
guð og hans heilaga orð.
Guðmundur Einarsson
Jón Björnsson
Árni Davíðsson
Ólafur Jónsson
Var þvínæst gengið á merki, og svo ráð fyrir gert að allir hlutaðeigendur, dómsmenn og málsaðilar
skyldu mætast við svonefnda “Gunnlögsarbotna”, til að rannsaka örnefni og staðháttu.
B Sveinsson
Ólafur Jónsson
Jón Björnsson
Árni Davíðsson
G. Einarsson
Sama dag var merkjadómurinn aftur settur á samastað af sömu dómendum, eftir að þeir höfðu
gengið á merki og kynnt sér vandlega staðháttu og örnefni, sem liggja að hinu umþrætta landi. Við
merkjagöngu þessa, voru einnig viðstaddir málssóknar
aðilar fyrir hönd eiganda Syðra
-Lóns Helgu
Jónsdóttur sem situr í óskiftu búi. Sæmundur hreppstjóri Sæmundsson á Heiði, sem nú er og mættur
fyrir dóminum og framleggur í þessu tilliti umboðsskjal d.s. 21 Júní þ.á. sem framlegst tölul. 4
svohljóðandi: og en
sameigandi hennar að 1/6 hluta jarðarinnar Jón bóndi Benjamínsson í Þórshöfn
mætti sjálfur og hafði hann einnig verið við merkjagönguna. Fyrir hönd varnaraðila Sauðanesskirkju
var viðstaddur við areiðina og mætti fyrir dóminum cand.phil. Skapti Jósepsson, sem framlagði
skipunarbréf norður- og austur amtsins d.s. 17. ágúst f.á. og ennfremur Beneficium Processus Gratuiti
fyrir merkjadómi d.s. sama dag. Voru skjöl þessi upplesin og hljóðuðu þannig: og einkend tölul. 5. og
6. svohljóðandi:
Einnig voru til staðar við áreiðina nokkur vitni sem gáfu upplýsingar um umþrætt örnefni og
landamerki.
Sækjendur málsins beiddu bókað að þeir krefðust sam að landamerkja línan milli Syðralóns og
Sauðaness, sé yrði ákveðin með merkjadómi yfir mitt Markvatn, í miðja Markgróf og þaðan beina
stefnu í Gunnlögsá og ráði áin merkjum í Gunnlögsárbotna eður upptök árinnar, og þaðan beina
stefnu í Lautinantsvörðu. og að neðanverðu aftur móts við Sauðanes, úr miðju Markvatni eftir
áðurgreindri línu niður í
sjó á háubökkum. Til sönnunar þessari kröfu sinni framleggur hann 10
skriflega vitnisburði, sem voru upplesnir og einkendir tölul. 7-16 ind. svohljóðandi: Jafnframt lýsir
hann yfir því, að land þetta það, sem liggur innan ofangreindra ummerkja, gagnvart Sauðanesi, hafi
verið notað átölulaust af Syðra-Lónsbónda í ómunatíð. Samkvæmt þessu krefjast sækendur, að land
þetta verði dæmt eign Syðra-Lóns, og að þeir með dómi verði alveg fríaðir við kostnað málsins.
Verjandi málsins lagði fram vörn qvoad formalia, ásamt staðfestu eftirriti úr sáttanefndabók
Svalbarðssóknar d.s. 20. þ.m. þar sem hann krefst að málinu verði frávísað merkjadóminum og að
sækendur málsins Helga Jónsdóttir og Jón Benjamínsson verði dæmd insolidum, til að greiða allan
málskostnað í þessu máli, og þar á meðal til að endurgjalda málsfærslu laun, og allan ferða kostnað til
mín, sem skipaðs verjanda Sauðaness kirkju, eins og málið ekki hefði verið gjafsóknarmál og jafnframt
geymir verjandi sér rétt til þess, að svara í aðalefni málsins, verði því eigi frávísað merkjadómi; skjöl
þessi voru upplesin og einkend töluliður 17 og 18. Svohljóðandi: Var málið þvínæst tekið upp til dóms
úrskurðar eða dóms samkvæmt kröfu verjanda.
BSveinsson
Guðm. Einarsson
Jón Björnsson
Árni Davíðsson
Ólafur Jónsson
Að stundu liðinni var dómurinn aftur settur á sama stað, með sömu mönnum, og var þá í
ofangreindu máli um landamerki milli Sauðaness og Syðra-lóns kveðinn upp svo látandi
Dómur:
Þar eð verjandi hefir neitað því, að sækjendur málsins hafi samið landamerkjaskrá, samkvæmt 3 gr.
landamerkjalaganna 17 marz 1882, sem framlögð hafi verið fyrir sáttanefndina, og lögð til grundvallar
fyrir sáttatilrauninni í þessu máli, og þar eð, sækjendur ekki hafa framlagt skjal þetta áteiknað af
sáttanefndinni, né það heldur verður séð með vissu, af hinum framlögðu skjölum, sérílagi eftirritinu
af sáttanefndarbókinni, að sækendur hafi gætt greindra fyrirmæla laganna, þó það virðist að benda til
þess, þá verður eigi hjá því komist, að frávísa þessu máli, frá landamerkjadómi, sökum vantandi
lögmætrar sáttatilraunar. Dagpeningar dómsmanna samtals 30 kr, og 10 kr. í kost og tæring, til hins
skipaða verjanda greiði sækendur málsins.
Málið hefir sem gjafvarnarmál verið flutt vítalaust.
Því dæmist rétt að vera:
Málinu frávísast merkjadóminum.
Sækjendur málsins Helga Jónsdóttir á Syðra-Lóni, og Jón bóndi Benjaminsson á Þórshöfn greiði
dagpeninga dómsmannanna samtals 30 kr. samt 10 kr. í kost og tæring til hins skipaða talsmanns
verjanda Cand. philos Skapta Jósepssonar.
Hinn ídæmda máslskostnað að greiða innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa undir að för að
lögum.
Dómurinn var upplesinn í réttinum.
Rétti slitið.
BSveinsson
Ólafur Jónsson
Guðmundur Einarsson
Jón Björnsson
Árni Davíðsson
Ár 1888 fimmtudaginn hinn 12 Júlí, var aukaréttur Þingeyjarsýslu settur og haldinn að Einarsstöðum
í Reykjahverfi af B. Sveinssyni með undirskrifuðum vottum, til þess að nefna menn í dóm í
landaþrætumálinu milli Skóga og Skarða með hjáleigum Einarsst
.
Fyrir réttinum var mættur aðili málsins Sigurpáll Arnason á Skógum, sem framlagi eftirrit úr sáttabók
Húsavíkursátta umdæmis, um arangurslausa sáttatilraun í málinu og vísan þess til merkjadóms. Þetta
skjal var upplesið og einkent tölul. 1. svohljóðandi: # #
Fyrir hönd verjana varnaraðila sameigandi jarðarinnar Skarða með hjaleigunni Einarsstöðum Jóns
Ágústs Árnasonar, Jóns Jónssonar og Ekkjunnar Jakobinu Jónsdóttir var mættur í réttinum Jon
alþingismaðr Jónsson á Stóru Reykjum, sem framlagði heraðlútandi umboðsskjal d.s. í dag; sem var
upplesið og einkent tölul. 2 svohljóðandi: # #
Að svo voxnu máli nefndi því næst sýslumaðurinn í landamerkja dóm:
1. Björn bónda Stefánsson í Valadal
2. Þorlákur bóndi Stefansson á Ísólfsstöðum
3. Sigurjón bóndi Halldórsson á Hallbjarnarstöð.
4. Jóhannes bóndi Johannesson Itri-Tungu
5. Þorbergur bóndi Eiríksson Syðri-Tungu
6. Kristján bondi Sigurðsson Bakka
7. Kristján bóndi Johannsson Saltvík
8. Sigurjón bóndi Jóhannesson Laxamýri
Skoraði sýslumaður þá á sækjanda að nefna 2 menn úr dóminum, og nefndi hann úr dóminum Þorberg
bónda Eiríksson á Syðri-Tungu og Jóhannes bónda Jóhannesson á Itri-Tungu.
Því næst nefndi verjandi eftir askorun úr dóminum Þorlak Stefansson á Ísólfsstöðum og Sigurjón
Jóhannesson á Laxamýri.
Samkvæmt þessu, skipa þá merkja dóminn auk sýslumannsins sem oddvita:
1. Björn bóndi Stefánsson Valadal
2. Sigurjón bóndi Halldorsson Hallbjarnarstöðum
3. Kristján bóndi Sigurðsson Bakka
4. Kristján bóndi Johannsson Saltvík
Varð það síðan samkomulag, að merkjagangan skyldi framfara fyrri hluta Septembermánaðar þann dag
sem oddviti tiltekur og tilkynnir málsaðilum og dómsmönnum. Málspartar komu sér saman um að
heyra vitni stemd og óstemd.
Upplesið
Rétturinn hafinn
BSveinsson
Sigurpáll Árnason
Jón Jónsson
Rjettarvitni.
Sigurður Sigurðsson
Ásmundur Jónsson
Ár 1888 föstudaginn hinn 14. dag september var merkjadómur settur að Skógum í Reykjahverfi í
landaþrætumálinu milli tjeðra jarðar, og jarðarinnar Skarða með hjáleigunni Einarsstöðum. Í dóminum
sátu, auk syslumannsins í Þingeyjarsýslu B. Sveinssonar sem oddvita dómsins, eptir nefningu 12. júlí
þ.á. Björn bóndi Stefansson í Valadal, Sigurjón bóndi Halldorsson á Hallbjarnarstöðum, Kristján bóndi
Sigurðsson á Bakka og Kristján bóndi Jóhannesson á Saltvík.
Rituðu þeir undir svolagað eiðspjall:
Eg Björn Stefánsson, og Sigurjón Halldorsson, og Kristján Sigurðsson og eg Kristján Jóhannesson lofa
og sver, að leysa dómstarfa þann af hendi, sem eg hefi verið kvaddur til í landaþrætumálinu milli
jarðarinnar Skoga og jarðarinnar
Skarða með hjáleigunni Einarsstöðum í Reykjahverfi eptir beztu samvizku
og þekkingu. Svo sannarlega hjálpi mjer Guð og hans heilaga orð.
Björn Stefánsson
SJ Halldórsson
Kristján Sigurðsson
Kristján Jóhannesson
Þess skal getið að oddviti dómsins hafði með brjefi dags. 8 September þ.m. tilkynnt dómendum og
málsaðilum að merkjagangan skyldi framfara í dag, enda var sækjandinn Sigurpáll bóndi Árnason í
Skógum einnig tilstaðar, og fyrir hönd eigenda Skarða alþingismaður Jón Jónsson á Reykjum samkvæmt
umboðsskjali áður framlögðu undir tölulið 2. Sækjandinn lagði fram landamerkja skrá fyrir Skógum
dags. 4. janúar þ.á., sem eigendur Skarða hafa eigi viljað viðurkenna, var hún upplesin og einkennd sem
tölulið 3 svohljóðandi:
Varnaraðili framlagði afsalsbrjef fyrir jörðunni Skörðum dags. 5. maí 1652 var það upplesið og
einkennt tölul. 4. svohljóðandi.
Gengu dómsmenn síðan á merki asamt vitnum sem malspartar hofðu til staðar.
BSveinsson
Björn Stefánsson
Sj Halldórsson
Kristján Sigurðsson
Kristján Jóhannesson
Ár 1888 föstudaginn hinn 14 september var landamerkjadómurinn aptur settur að Skógum og skipaður
af hinum sömu dómendum, eptir að þeir ásamt málspörtum og vitnum höfðu gengið á merki, og kynnt
sjer landsháttu og land það, sem málspartar hvor í sínu kalla sjer.
Sækjandinn Sigurpáll Árnason í Skógum var og tilstaðar í dóminum og krafðist hann, að lagðar væru
fyrir vitnin sem við merkjagönguna höfðu verið, Guðmund Guðlögsson á Husavík
og Jón Sigurðsson á Tjörn
eptir fylgjandi spurningar:
1. Þekkir vitnið merkistöpul, merkigarð og merkjavörðu sem landamerkja örnefni milli Skarða og
Skóga.
2. Hvar liggja þessi örnefni?
3. Hver hefur brúkað og yrkt landið fyrir sunnan þessi merki að upptökum Skógar?
Mætti því fyrir dómnum vitnið Guðmundur Guðlögsson á Husavík, sem kvaðst á 3 árinu um 50ugt
. Eptir
að hann hafði verið áminntur um, að segja sannleikan og það sem hann eptir beztu vitund vissi rjettast.
Svarar hann hinum framangreindu spurningum þannig:
1. Svar við 1. spurningu: Vitnið segist þekkja þessi örnefni öll eins og hann hafi skýrt frá við
merkjagönguna.
2. Svar við 2. spurningu: Fyrsta örnefnið Merkjastopullinn
segir vitnið að sje í árkroknum þarsem Skógá
beygist til suður, annað örnefnið merkigarðurinn liggi upp úr árkroknum austur að
Sandhæðinni, og þriðja örnefnið merkivarðan standi austur á Sandhæðinni sjálfri.
3. Svar við 3. spurningu: Vitnið segir að land þetta
hafi verið brukað af frá Skógum þau ár öll, sem
hann hafi verið þar; og muni hann að það sjeu 8 ár síðan hann hafi farið þaðan.
Varnaraðili óskaði vitnið gagnspurt um það, hvort hann hefði eigi orðið var við Skarðamenn hefðu þókst
eiga þetta umrædda land, og svarar vitnið því, að hann hafi heyrt það af smalamönnum en ekki af
eigendum eða ábúendum en að vísu vissi hann nú að einn af þessum smalamönnum Jón Ágúst Árnason
hefði þá átt nokkurn hluta í Skörðum.
Þessa skýrslu vitnisins tók varnaraðili jafngilda og hún væri eiðfest.
Mætti þvinæst fyrir dóminum vitnið Jón Sigurðsson á Tjörn, sem kvaðst vera 40 ára að aldri. Vitnið
var alvarlega áminnt um að segja sannleikan, og svarar vitnið hinum ofangreindu 3. spurningum á þessa
leið:
1. Uppá 1. spurningu svarar vitnið: Já.
2. Uppá 2. spurningu svarar vitnið að merkistöpullinn liggi í árkróknum þar sem Skogá beygist til
suðurs, og merkigarðurinn liggi austur frá arkroknum
upp að Sandhæð, en varðan standi austur
á Sandhæðinni.
3. Uppá 3. spurningu svarar vitnið. Vitnið segir, að eigendur Skóga hafi brúkað og yrkt landið, það
hann vissi átölulaust þann tíma sem hann hafi verið í Skógum, en að það hafi verið fyrir tuttugu
árum.
Varnaraðili óskaði vitnið gagnspurt:
Veit vitnið til þess, að örnefnin merkistopull, merkigarður og merkivarða hafi verið brukuð í daglegu
tali af öðrum en Skogamönnum. Vitnið synjar fyrir að hann geti munað það eptir svo langan tíma. Enn
óskaði varnaraðili vitnið gagnspurt um það, hvort hann hefði heyrt þessi örnefni viðhöfð af
Skarðamonnum, og kvaðst vitnið
ekki geta munað neitt um það, og bætir því við, að hann ekki hefði vitað
um neinn ágreining um landamerki milli Skarða og Skóga. Vitnið segist hafa verið eitt ár á Skógum og
Dýjakoti sem liggur undir Skóga. Mætti þarnæst vitnið Páll Jónsson á Helgastöðum, sem kvaðst vera 48
ara gamall. Var hann alvarlega áminntur um sannsögli. Hann svarar þarnæst ofangreindum 3.
spurningum þannig:
Uppá 1. spurningu svarar vitnið játandi.
Uppá 2. spurninguna svarar vitnið, að hin umræddu örnefni liggi þar sem Skógá beygist til suðurs.
Uppá 3. spurningu svarar vitnið að Skogamaður hafi brúkað landið, meðan hann hafi verið í
Skörðum, sumar og vetur fyrir sunnan merkigarðinn það sem hann hafi tilvitað. Hann bætir því við að
það sjeu 20 ár, síðan hann
hafi verið í Skörðum, og hafi hann verið þar 5 ár
fyrst 4 og eitt ár seinna; hafi
hann ekki heyrt þau 4. ár neinn ágreining um landamerki milli Skógs og Skarða.
Varnaraðili óskaði vitnið gagnspurt, hvort vitnið viti til að hin greindu örnefni
hafi í daglegu tali verið
brukuð af öðrum en Skógamönnum. Þessu svarar vitnið svo, að hann ekki geti tilgreint fremur einn en
annan, sem hafi sagt honum um þessi örnefni. – Þá oskaði varnaraðili vitnið gagnspurt um það hvað
langt væri síðan hann hafi verið þetta eina seinna ár í Skörðum, og segir vitnið að það sjeu 10 ár, og
hafi hann þá heldur ekki veitt eptir tekt neinum ágreiningi um landamerki millum Skarða og Skóga.
Varnaraðili tok skýrslu vitnisins Jons Sigurðssonar á Tjörn jafngilda eins og hún væri eiðfest, og vitnið
Páll Jonsson staðfesti vitnisburð sinn með laganna eiði eptir löglegan undirbúning.
Sóknaraðili óskaði ennfremur bókað að ágreiningur sá, sem nú hafi verið byrjaður af hálfu
Skarðamanna um landamerkin milli Skóga og Skarða, hafi ekki komið til orða við síðasta jarðamat, enda
hafi
Skogar stigið upp
að hundraðatali við jarðamatið, en Skörð niður. – Hann kvaðst ekki hafa fleira fram
að færa, en krafðist að landamerkjalínan milli Skóga og Skarða yrði ákveðin samkvæmt hinni framlögðu
landamerkjaskrá tölulið 3. og að varnaraðili yrði dæmdur til að greiða allan kostnað málsins. Lagði hann
svo málið í dóm með venjulegum fyrirvara.
Varnaraðili bað bókað: Sækjandi byggir kröfu sína til þrætulandsins einkanlega á því, að garður liggi
upp frá árkróknum, er heiti merkigarður. Það virðist sér fyrst og fremst vera mjög vafasamt, hvort hinn
svonefndi merkigarður sje mannaverk eða ekki, enda er hann svo stuttur og ógreinilegur að stefna
verður naumast tekin eptir honum, en það sem snertir nafnið merkigarður, sem og hin onnur örnefni
merkistöpull og merkivarða, þá liggur næst að ætla, að þau örnefni seu tilbúin í seinni tíð af
Skógamönnum, því Skarðamenn og Einarsstaða kannast alls ekki við þau, sem gömul eða gild, enda
sannar framburður vitna þeirra, sem leidd hafa verið ekkert um þau.
Af heimildarskjali því, sem lagt hefur verið fram töl. 4. og sem opt hefur verið þinglyst og eigi
mótmælt, sjest það, að Skógá á að ráða merkjum millum Skarða og Skóga. Orðatiltækið í skjalinu virðist
mjer svo ótvírætt eptir vanalegum skilningi og málvenju, að það þa sje fullkomlega vafalaust, að Skógá
eigi merkjum að ráða milli jarðanna allt að upptökum. Er því rjettarkrafa mín sú: Að Skörðum með
hjáleigunni Einarsstöðum verði dæmt land allt norðan við Skogaá, en frá Skógaár upptökum ráði bein
lína á Sæluhús, og að sækjandi verði skyldaður til að greiða allan kostnað af málinu. Legg eg svo málið
í dóm með fyrirvara.
Sækjandinn mótmælti því þannig framkomnu af hálfu verjanda og hjelt sjer til sinnar rjettarkröfu
og gagna í málinu.
Málið tekið upp til dóms.
BSveinsson
Björn Stefánsson
Sj Halldórsson
Kristján Sigurðsson
Kristján Jóhannesson