Uppskrift
Ár 1887 Miðvikudaginn hinn 11. dag Maímán. var aukaréttur Þingeyjarsýslu settur og haldinn að
Brekku í Núpasveit af sýslumanni B. Sveinssyni með undirskrifuðum vottum, til að nefna menn í dóm í
landaþrætunni milli prestssetursins Presthóla og jarðarinnar Brekku.
Mættur var í réttinum aðili málsins presturinn séra Halldór Bjarnason í Presthólum. Framlagði hann
kæru til sáttanefndarinnar í Presthólasáttaumdæmi dags. 15. Júlí 1886 áteiknaða um árangurslausa
sáttatilraun og vísan málsins til merkjadóms, og enn fremur framlagði hann Beneficium processus
gratuiti dags. 23. Septbr. f.á. Eru skjöl þessi einkend tölul. 1. og 2. svohljóðandi
Einnig var mættur í réttinum ístefndur, varnaraðili málsins Ingimundur hreppstjóri Rafnsson
eigandi og ábúandi jarðarinnar Brekku.
Nefndi síðan sýslumaðurinn þessa 8 menn í merkjadóm, sem nú skal greina:
1.Guðmund bónda Jónsson á Grjótnesi
2.Geir bónda Gunnarsson á Harðbak
3.Árna sýslunefndarmann Árnason á Höskuldarnesi
4.Þorstein bónda Þorsteinsson á Daðastöðum.
5.Björn hreppstjóra Jónsson á Sandfellshaga
6.Sigfús bónda Einarsson á Ærlæk.
7.Sigurð bónda Gunnlögsson á Ærlækjarseli, og
8.Ágúst Þorsteinsson veitingarmann á Raufarhöfn
Skoraði sýslumaður á málsaðilana að nefna hvor um sig 2 menn úr dóminum, og nefndi
varnarsóknar
aðili úr
1.Björn hreppstjóra Jónsson í Sandfellshaga og
2.Sigurð bónda Gunnlögsson í Ærlækjarseli
En varnaraðili nefndi úr
1.Geir bónda Gunnarsson á Harðbak og
2.Þorstein bónda Þorsteinsson á Daðastöðum
Samkvæmt þessu verða dómsmenn auk sýslumanns
1.Guðmundur bóndi Jónsson á Grjótnesi
2.Árni Sýslunefndarmaður Árnason á Höskuldsstöðumnesi
3.Sigfús bóndi Einarsson á Ærlæk og
4.Ágúst Þorsteinsson veitingamaður á Raufarhöfn.
Kom málspörtum þvínæst saman um, að merkjagangan skyldi fram fara miðvikudaginn hinn 14. dag
Septembermánaðar næstkomandi, og skyldu dómsmenn mæta að Presthólum nefndan dag kl. 8. f.m.
Upplesið
Rétti slitið.
B. Sveinsson
Halldór Bjarnarson
G Rafnsson
Réttarvitni:
Björn Árnason
Skúli Þorsteinsson
Ár 1887, miðvikudaginn hinn 14. dag Septembermán. var merkjadómur Þingeyarsýslu settur að
Presthólum í Núpasveit í landamerkjamálinu millum þeirra jarðar og Brekku í sömu sveit.
Í dóminum sátu auk sýslumannsins í Þineyarsýslu B.Sveinssonar, eftir útnefningu 11. maí þ.á.
1.Sigfús bóndi Einarsson á Ærlæk
2.Guðmundur bóndi Jónsson á Grjótnesi
3.Árni sýslunefndarmaður Árnason í Höskuldarnesi
4.Ágúst veitingamaður Þorsteinsson á Raufarhöfn
Rituði þeir undir svohljóðandi eiðspjall:
Eg Sigfús Jónsson Einarsson, eg Guðmundur Jónsson, eg Árni Árnason og eg Ágúst Þorsteinsson
lofa og sver að leysa dómstarfa þann af hendi, sem eg hefi verið kvaddur til í landþrætunni milli
Presthóla og Brekku í Núpasveit eftir beztu samvizku og þekkingu. Svo sannarlega hjálpi mér Guð og
hans heilaga orð.
Sigfús Einarsson
Guðm. Jónsson
Árni Árnason
ÁÞorsteinsson
Fyrir hönd sóknaraðila séra Halldórs Bjarnarsonar í Presthólum mætti cand. philos. Skafti
Jósefsson á Akureyri, samkvæmt umboðsskjali frá norður- og austuramtinu dags. 17 f.m. var það
eink. tölul. 3 og upplesið svohljóðandi.
Varnaraðili Ingimundur hreppstjóri Rafnsson á Brekku var sjálfur mættur.
Þegar hér var komið málinu gengu dómsmennirnir á merkin og málsaðilar.
BSveinsson
ÁThorsteinsson
Sigfús Einarsson
Guðm. Jónsson
Árni Árnason
Skapti Jósepsson
G Rafnsson
Ár 1887, Fimmtudaginn hinn 15. dag Septembermán. var merkjadómurinn í landþrætumálinu milli
Presthóla og Brekku í Núpasveit, aftur settur á síðarnefndum stað og skipaður af hinum sömu
dómendum.
Eins og þegar er sagt, gengu dómsmenn á merkin í gærdag og ásamt málsaðilum, og kynntu sér
staðháttu og land það, sem þrætan er um, og höfðu jafnframt til hliðsjónar aðalskjöl málsins sem
innihalda örnefni þau, sem þrætan miðar sig við.
Mættur var í merkjadóminum umboðsmaður sóknaraðila cand. philos. Skafti Jósefsson, og lagði
hann fram sókn dags. í dag með 10 fylgiskjölum, er sókn þessi einkend tölul. 4 með fylgiskjölunum A-
K og voru skjöl þessi upplesin svohljóðandi. Innlét hann svo málið til dóms með aðgættu að hann
fastlega haldi fram, að hann ekki hafi meint að vilja í nokkru meiða virðingu hins háttvirta dómara í
umtali sínu hvað áreiðina snerti.
Varnaraðili var sjálfur mættur, og lagði hann fram varnarskjal dags. 8. þ.m. með 5 fylgiskjölum;
voru þau einkend tölul. 5 og a, b, c, d, e við tölul. 5 og uppl. svohljóðandi: Ennfremur athugaði
varnaraðili, að þar sem sóknaraðili hefði lýst yfir óánægju sinni yfir áreiðargjörðinni og komið fram
með ýmsar nýar kröfur, þá óskaði hann framhaldsáreiðar eða að áreiðin yrði endurtekin svo að sér
gæfist kostur á, að koma fram með nýar upplýsingar gegn því, sem framfært er af hálfu sóknaraðila.
Sóknaraðili lagði fram bréf frá prófasti Guttormi Vigfússyni dags. 30. Okt. 1885, sem tilkynnir bréf
stiftsyfirvaldanna dags. 22. Sept. s.á. Var það einkennt tölul. 6 og upplesið svohljóðandi.
Sóknaraðili bað ennfremur bókað í tilefni af bréfi þessu, að hann neitaði öllum þeim kröfum, sem
byggðar væru á aðgjörðum séra Þorleifs Jónssonar í þessu máli, meðal annars fyrir sakir þess, að hann
sjálfur ekki hafi riðið á landið nema ef verið hefði að nokkru leyti. Hvað það snerti, að þótt nefnt væri
Bláskriðuhorn, þá neitar sækjandinn að það sé að nokkru öðru nýtt, en því, að það ekki hafi áður
verið nefnt í landamerkjabréfinu, en sé í beinni stefnu við merkja línuna í útaustur (norðaustur).
Málið tekið upp til úrskurðar eða dóms.
Dóminum sagt upp.
BSveinsson
Arni Arnason
Guðm. Jónsson
Sigfús Einarsson
ÁThorsteinsson
Skapti Jósepsson
G Rafnsson
Sama ár og dag var merkjadómurinn aftur settur á hinum sama stað og af hinum sömu
dómendum, stundu síðar og uppkveðinn svolátandi
Úrskurður
Varnaraðili hefir óskað þess, að framhaldsmerkjaganga fram fari í þessu máli, og sóknaraðili hefir ekki
haft á móti þessari kröfu hans, heldur miklu framar leitast við, að vefengja merkjagönguna.
Dómsmenn komust og að raun um það í gærdag, að svo langur vegur og torsóttur er austur að Ormsá
og milli örnefna þeirra allra, sem málsaðilar eftir hinum framkomnu skjölum, styðja kröfur sínar við,
að einn dagur ekki hrekkur til nákvæmrar merkjagöngu á svo stóru svæði, nema þá væri björt nótt, en
oddviti merkjadómsins hefir öðrum fyrirfram ákveðnum réttarhöldum að gegna, því
Úrskurðast:
Framhaldsmerkjaganga skal fram fara í þessu máli. Málsaðilar komu sér saman um, að oddviti
merkjadómsins ákveði hvenær merkjagangan skuli verða, og tilkynna hana öllum hlutaðeigendum.
Dóminum sagt upp.
BSveinsson
ÁÁrnason
Sigfús Einarsson
Guðm. Jónsson
ÁThorsteinsson
Skapti Jósepsson
G Rafnsson
Ár 1888 þriðjudaginn hinn 26 Júní var aukarettur Þingeyarsýslu settur og haldinn á Raufar höfn af
syslumanni B. Sveinssyni með undirskrifuðum vottum til þess að láta Friðbjörn Bjarnason á
Raufarhöfn staðfesta skriflegan vitnisburð í landamerkjamálinu milli Presthóla og Brekku dagsettan
25. Júní þ.á. eftir ósk hins skipaða sækanda.
Mætti fyrir rettinum Friðbjörn Bjarnarson Raufarhöfn 46 ára að aldri
var hann áminntur um sannsögli og brýnd fyrir honum helgi eiðsins, var því næst lesinn upp fyrir
honum ofangreindur vitnisburður og kannast hann við, að hann hafi gefið hann og að hann sé
sannleikanum samkvæmur, en getur þess jafn framt að hann með orðunum „Voru landamerki milli
etc.“ meini að sér hafi verið gefið leyfi fyrir landinu innan þessara ummerkja, og að hann hafi notað
það óátalið, en hitt viti hann ekki, og hafi ekki rannsakað, hvort þetta hafi verið rétt í sjálfu sér; og
eins athugar hann um örnefnið „Bláskriðuhorn syðra“ að hann hafi heyrt gjörðan greinar mun á ytra
og syðra Blaskriðu horni: Umboðsmaður verjanda, sem og var til staðar óskaði þessar gagn
spurningar væru lagðar fyrir vitnið: X
1.„Vissi vitnið að Prestholar ættu landið, sem prestar staðarins leyfðu honum að byggja?“
2.„Álítur vitnið að Hólssel og landið þar framundir sé fr til forna og að réttu eign Presthóla?
3.Þekkir vitnið Presthola og Brekkusel?“
Vitn
ið svarar f 1 spurningu: „Nei“
Annarri spurningunni svarar vitnið þannig: „Að það álíti að
upprunalega hef hafi
það ekki verið land
Presthóla heldur Hóls á Sléttu, eftir því, sem selin til víta vísa.
Þriðju spurningunni svarar vitn
ið svo: Að það þekki Brekkusel Presthólasel, og Brekkusel hafi það einu
sinni komið á og muni geta fundið það.
Í tilefni af þessum gagnspurningum, óskaði sækandinn vitn
ið að spurt. 1. Hvort að það vissi til, að
landið kringum Brekkusel, hefði fyr eður síðar verið notað frá Brekku? Þessari spurningu svarar vitnið
neitandi. 2. Hvort vitn
ið þekki Snartastaðasel? Og svarar vitið vitnið
því, að það þekki það eftir sögn og
sé það
rétt fyrir sunnan Hólssel nokkuð frá Ormarsa en um land Snartastaða að þessu seli viti hann
ekki. Loks beiddi verjandinn vitnið aðspurt: hvort það þekkti Valþjófsstaðasel fleiri sel, og sagðist það
þekkja Efri-Hólasel í Efri-Hólalandi, og Arnarstaðsel í Arnarstaðalandi. Þenna vitnisburð vitnisins toku
baðir málsaðilar gildan se eins og hann væri eiðfestur. Upplesið. Játað rétt bókað.
Rétti slitið.
B. Sveinsson
Réttarvitni:
P Lund
Á Árnason
Ár 1888 miðvikudaginn hinn 27 Júnímán var merkjadómurinn aftur settur að Brekku í Núpasveit í
landþrætumálinu milli þessarar jarðar og Presthola, og var dómurinn skipaður hinum sömu
dómendum sem aður. Að vísu vildi, presturinn sera Halldór Bjarnarson á Presthólum, ryðja einum
dómsmanni Guðmundi bónda Jónssyni á Grjótnesi úr dóminum og lét í því tilliti leggja fram mótmæla
skjal, sem var upplesið og einkennt tölulið 7. svo hljóðandi: en er hann aðeins byggði á því, að hann
(presturinn) hefði kært hann um skuld, er dómsmaðurinn vildi ekki góðfúslega greiða, gat slík renging
í þessu máli, sem er alveg ópersónulegt og viðkemur jörðinni Presthólum, ekki til greina tekizt, enda
gjörði hinni skipaði málafærslumaður hana ekki að sinni eign.
Þess skal getið, að oddviti merkjadómsins hafði með bréfi dagsettu 16. þ.m. samkvæmt því, sem
ákveðið var að merkjadóminum 15 dag Septembermán f.á. kvatt dómsmenn og málsaðila saman, til
framhaldsmerkjagöngu þann 25 þ.m. og mættu þeir allir ásamt oddvita á tilteknum stað og stundu
um hádegi, við Ormarsá nefndan dag, þar sem Hólaheiðarvegur liggur yfir hana; voru þar og saman
komnir 3 menn, kunnugir staðháttum og örnefnum, sem vitni: Sigurður Ásmundsson Katastöðum,
Hans Vilhjálmur Guðmundsson á Grasgeira og Jón Jónsson frá Bleikalóni. Var síðan frá þeim stað, sem
er nálægt landamerkjum Presthólalands að sunnanverðu byrjuð framhaldsmerkjagangan, og henni
framhaldið alla leið niður með Ormarsá, til Presthólasels, frá Presthólaseli til Brekkusels, frá
Brekkuseli til Hólssels, sem öll sjást glöggt og liggja vestan við Ormarsá og svo allt að örnefni því,
„Bláskriðuhorni“, sem sækjandi krefst að afmarki Presthólaland að norðanverðu, upp til heiðar, móts
við Brekku með beinni línu þaðan í Konguás í suðvestur og þaðan í vestur (réttvísandi)
í hinn svonefnda Brúarsporð, sem
er viðurkennt landamerkja örnefni niður á milli bæjanna Presthóla og Brekku. Þar sem verjandi
málsins, aftur heldur því fram, að hin réttu landamerki milli jarðanna sé bein lína úr Brekkuseli við
Ormarsá í nefndan Brúarsporð. – Með því þessi dagur ekki entist til þess, kynntu dómendur sér aftur í
gærdag að neðanverðu, afstöðu hinna umgetnu örnefna og staðhættina yfir höfuð til eftiryfir
lits og
glöggvunar, á leið frá Raufarhöfn þar sem þeir höfðu náttstað, og leitt var vitni málinu til upplýsingar.
Mætti fyrir réttinum verjandi málsins sýslunefndarmaður Þor
Bergur Þórarinsson Sandhólum
samkvæmt umboðsskjali er var upplesið
svohljóðandi: einkent tölul. 8. Skilaði hann skjölum málsins, er
höfn
um höfðu verið léð tölul. 1-6 incl. og lagði fram ennfremur vörn dagsetta 26 Júní þ.á. ásamt 6
fylgiskjölum, þessi skjöl voru upplesin og einkend tölul. 9 a, b, c, d, e, f svo hljóðandi: Mættu þvinæst
fyrir réttinum vitnið, sem gefið hafði vitnisburðinn tölul 9 c og kannaðist hann við að hafa gefið og
undirskrifað þenna vitnisburð og kveðst vera reiðubúinn að staðfesta hann með eiði ef krafist verði:
Oskaði verjandi að þetta vitni væri ennfremur aðspurt.
1. Kannast ekki vitnið við, að sel það sem vitnisburður þess ræðir um, sé það sama sel, er hann
sýndi við áreiðargjörðina 25 þ.m. fyrir Brekkusel?
2. Þekkir vitnið, eða veit það til, að Presthólar eigi selför austan við Ormarsá?
3. Þekkir vitnið mörg sel við Ormarsá? og hvoru megin árinnar eru þau? Og í hverrar jarðar landi
álítur vitnið að hvert sel sé fyrir sig?
4. Í hvers jarðar landi er hið svokallaða Hólmavatn?
1. spurningu svarar vitnið: „Já“.
2. spurningu svarar vitnið: að hann viti ekki til, að Presthólar eigi neina selför fyrir austan
Ormarsá“.
3. spurningu svarar vitnið þannig: „Þrjú, Presthólasel, Brekkusel, og Hólssel, vestan við Ormarsá,
Presthólasel í Presthólalandi, Brekkuseli í Brekkulandi; og Hólssel í Hólslandi“.
4. spurningu svarar vitnið þannig: „Raufarhafnarlandi“.
Sækjandinn óskaði að fyrir vitnið væru lagðar þessar gagnspurningar:
1. Veit vitnið til að Brekka hafi notað landið í kring um Brekkusel, fyrr eða síðar?
2. Þekkir vitnið Snartastaðasel, og hvar er það?
3. Þekkir vitnið ekki „Galthólmana“ eða veit hvar þeir liggja?
4. Var vitnið hjá Jóni Benjamínssyni í Kumlavík, er hann var í Grasgeira? og hvað gamall þá?
1. spurningunni svarar vitnið, „Nei „Ekki svo f vitnið veit.“
2. spurningunni svarar vitnið, „neitandi“.
3. spurningunni svarar vitnið „neitandi“.
4. spurningunni svarar vitnið „játandi þá herumbil að hann mynnir 28 ara gamall.
Mætti þá fyrir réttinum vitnið sem gefið hafði vitnisburðinn, sem merktur er tölul. 9. a. eftir að hann
var áminntur um sannsögli kannaðist hann við að hafa gefið vitnisburðinn og kveðst vera reiðu búin
að staðfesta hann með eiði ef krafist yrði. Þá óskaði verjandinn að lagðar væru fyrir vitnið allar hinar
sömu 4. spurningar, sem lagðar voru fyrir undangangandi vitni: og svarar hann þeim þannig:
1. spurningu svarar vitnið: „játandi“
2. spurningu svarar vitnið „hann kveðst aldrei hafa hert heyrt þess getið.“
3. spurningu svarar vitnið: „þrjú Efri Hólasel, Prestholasel og Brekkusel og er það fjórða
Arnarstaðasel, Hólssel og Snartastaðasel teli hann ekki við ána: spurningunni svarar vitnið séu
þau öll vestan við ána vitnið telur Arnarstaðasel í Arnarstaðalandi, Efri Hólasel í Efri Hólalandi,
Prestholasel í Presthólalandi; um
Brekkusel segist vísar
hann han til vitnisburðarins.
4. spurningunni svarar vitnið: I Raufarhafnarlandi eftir sem hann bezt veit.
Þá óskaði og sækjandinn að gagnspurningarnar No
1 og 3 séu lagðar fyrir vitnið.
Fyrri spurningunni svarar vitnið neitandi og sömuleiðis hinni síðar töldu.
Loks óskaði sækver
jandinn vitnið að spurt. I hverrar jarðarlandi það hefði heyrt, að Hólssel hefði verið
til forna. Vitnið svarar í Hólslandi. En í tilefni af þessari spurningu óskaði sækjandi vitnið gagnspurt að
þessari spurningu: I Af hverjum Hólsselsland hefði verið brúkað í tið sera Hjálmars Þorsteinssonar og
séra Stefáns Jónssonar. Þessu svarar vitnið, að ábúandinn í Hólsseli hafi brúkað Hólsselsland í tíð
Hjálmars sal Þorsteinssonar með hans leyfi, og húsmaðurinn Lárus Guðmundsson
Grasgeira í sera Stefáns
Jónssonar tíð, með hans leyfi.
Mætti fyrir réttinum vitnið sem gefið hafði vitnisburðin No
9. b. var hann áminntur um sannsögli,
og kannaðist hann við að hafa gefið vitnisburðinn, og kveðst vera reiðu búin að staðfesta hann með
eiði ef krafist yrði. Einnig óskaði verjandinn að spurningarnar 1-4 væru lagðar fyrir vitnið.
1. spurningunni svarar vitnið neitandi játandi
2. spurningunni svarar vitnið, neitandi
3. spurningunni svarar vitnið þannig að hann þekki 3 sel er hann kalli við Ormarsá Presthólasel,
Brekku sel og Hólasel, séu þau vestan við ána og álíti hann Presthólasel í Prestholalandi,
Brekkusel í Brekkulandi og Holssel í Hólslandi.
4. spurningunni svarar vitnið: að það hann
á liti að eftir því sem
hann viti til þá sé Holmavatn í
Raufarhafnarlandi.
Sækjandinn óskaði vitnið gagnspurt, að þeim sömu spurningum 1-4 sem lagðar voru fyrir Hans
Guðmundsson
tölul. 9. c.
1. spurningunni svarar vitnið þannig: að eigandi Brekku hafi leyft að nota Brekkuland svo langt,
sem það næði leiguliðanum á Grasgeira, en það hafi hingað til verið óákveðið.
2. spurningu svarar vitn
ið, að hann hafi aðeins heyrt getið Snartastaðasels en viti ekki hvar það
sé.
3. spurningunni svarar vitnið neitandi; hann segist hafa heyrt Galthólma nefnda í Ormarsá en
viti ekki hvar þeir séu, og athugar viðvíkjandi því, að hann minni að hann
hafi heyrt talað eða
lesið við
areiðargerðina
uppí skjali eftir Lárus Guðmundsson, að Galthólmar þeir, er hann svo væru
nefndir svo
væru ættu að vera
3 þá en þeir
væru þeir 4, hann segir að sig minni að hann hafi heyrt þetta lesið
upp úr skjalið eður þá í öllu falli haft á orði við áreiðina.
4. spurningunni svarar vitnið, játandi, og að sig minni að hann hafi verið á 9unda árinu er hann
kom þangað, og verið þar í 2 eða 3 ár, honum samtíða Jóni Benjamínssyni.
Eftir að því næst helgi eiðsins hafði, verið brýnd fyrir vitnunum, og hin lögskipaða áminningarræða
hafði
verið lesin upp fyrir þeim, staðfestu þeir framburð sinn hver í sínu lagi með laganna eiði: Þegar hér
var komið málinu bað sækjandi
að skjölin yrðu sér léð og honum veittur stundar frestur til andsvara,
skjölin léð og fresturinn veittur. Réttinum frestað.
BSveinsson
Á Árnason
Guðm. Jónsson
S Einarsson
ÁThorsteinsson
Sama dag var var rétturinn aftur settur af sömu dómendum á samastað að stundu liðinni. Skilaði
sækjandi skjölum málsins, og lagði framm framhaldssókn sem upp lesin var og einkend tölul. 10 með 11
fylgiskjölum A-H
og hljóðaði þannig svohljóðandi: Mætti fyrir réttinum vitnið Þorlákur Einarsson á
Efriholum sem gefið hafði vitnisburðinn tölul. 10. A. var hann upplesinn fyrir honum og kannaðist
hann við að hafa gefið hann og kveðst geta staðfest hann með eiði ef krafist yrði. Verjandinn óskaði
vitnið gagnspurt útaf þessum vitnisburði.
1. Fyrir hverrar jarðar landi álítur vitnið að hinir umræddu Galtholmar liggi? Vitnið svarar: Að
það viti það alls ekki.
2. Veit vitnið til að Hólssel hafi upprunalega verið byggt með leyfi Presthola prests? Þessari
spurningu svarar vitnið neitandi.
Mætti þá fyrir réttinum vitnið
Hólmkell Jónsson, sem gefið hafði vitnisburðinn tölul. 10. B. var hann
upplesinn fyrir honum og kannaðist hann við að hafa gefið hann, og kveðst geta staðfest hann með
eiði, ef krafist yrði.
Verjandinn óskaði vitnið gagnspurt að hinum sömu spurningum, sem lagðar voru fyrir undan
gangandi viti. Og svarar vitnið spurningu 1 „Að hann átili [áliti] að Galthólmar liggi fyrir Hólsselslandi.“
– Annarri spurningunni svarar vitnið: „Að hann viti það ekki, því það hafi verið fyrir sitt minni.“
Eftir að því næst helgi eiðsins hafði verið brynd fyrir vitnunum, og hin logskipaða áminningarræða
hafði verið upplesinn fyrir þeim, staðfestu þeir framburðinn hver í sínu lagi með laganna eiði. Lag
Lagði hinn skipaði sækjandi því næst málið í dóm með vanalegum fyrirvara.
Verjandi málsins, eður umboðsmaður hans, mótmælti sönnunargyldi skjala þeirra sem framkomu af
sækjandans hálfu, og sérstaklega neitaði hann gyldi þeirrar lögfestu í heild sinni, sem nú hafði verið
fram lögð in originali af sækjandanum fyrir sakir þess, að sækjandinn viðurkendi sjálfur, að bætt væri
inní hana með öðru bleki þessum orðum: „Selför austan ána og Hólmavatn.“ og einnig bað hann bóka
að hann skoraði á sækjanda málsins, að hann fram leggi í réttinn, fulla laga sönnun fyrir þeirri
heimild, sem prestar Presthóla hafi haft til að byggja eður leigja Hólsselsland. Loks ítrekaði hann þá
réttar kröfu, að eigandi Brekku, verði frýdæmdur fyrir öllum kostnaði þessa máls, og það því fremur,
sem frá hálfu Presthóla presta hafir verið hafnað öllum sáttarboðum frá eiganda Brekku, og
aukheldur þeim, þó hann hafi boðið að, afstanda parti af landi eignarjarðar sinnar.
Lagði hann síðan málið í dóm með vanalegum fyrirvara.
Sækjandinn mótmælti einnig frá sinni hálfu því sem þannig hafði verið bókað, og lagði málið einnig í
dóm.
Var málið þannig tekið til dóms.
Rétti slitið
BSveinsson
ÁÁrnason
Guðm. Jónsson
S Einarsson
ÁThorsteinsson
Skapti Jósepsson
ÞÞórarinsson
Ár 1888 föstudaginn hinn 29. júní mán. var merkjadómur Þingeyarsýslu aftur settur að Brekku í
Núpasveit af sýslumanni B. Sveinssyni hinum sömu dómendum sem aður, í landaþrætumálinu milli
þessarar jarðar og Presthóla. Þess skal getið að dómsmennirnir kynntu sér nákvæmar örnefni og
afstöður þær, sem mál þetta veltur á, í gærdag, með hjálpar meðulum þeim, er hér voru fáanleg:
Mælingarborði og kompás. Var í máli þessu að viðstöddum malsaðilum kveðinn upp svolatandi
Dómur:
Í landaþrætumáli því, sem hér ræðir um fer hinn skipaði sækjandi málsins, fyrir hönd sóknaraðila
prestsins Halldórs Bjarnarsonar á Presthólum, því fram (sbr. réttarskjal tölul. 4) að landamerki milli
Presthóla og Brekku, verði dæmd að vera, hinn forni farvegur Klapparóss við Klapparhamar, að
Brúarsporði, frá Brúarsporði ráði bein lína í austur í vörðu, er hlaðin verði á Könguási, þaðan ráði bein
lína norðaustur (útaustur) til Ormarsár gagnvart Blaskriðuhorni, og hefir sækjandi viðvíkjandi
orðunum: austur og norðaustur, gefið þá nákvæmari skýringu, að hann með þeim, meini réttvísandi
austur og norðaustur, eður austur og norðaustur eftir sólarhæð. – Varnaraðili hefir þarámóti krafist,
að landamerkin verði ákveðin frá sjó hjá Klapparósi, þaðan í Brúarsporð, og þá beina stefnu yfir
Könguás til Ormarsár, þar sem Brekkusel fyrirfinnst. Eftir þessu meiga örnefnin Klapparós og
Brúarsporður, álítast viðurkend millum málsaðila, því hinn forni farvegur, verður að álítast, þar sem
ósinn fellur að klöppinni í Klapparhamri.
Ágreiningurinn millum sóknar og varnar aðila er því innifalinn í því, hvort landamerkinn skuli
ákveðinn með boginni línu (austur, útaustur) yfir Könguás til Blaskriðuhorns, eður með beinni línu yfir
Könguás, sem er all-langur ás liggjandi sem næst frá suðri til norðurs, til Ormarsár þar sem Brekkusel
stendur við hana. Þrætulandið verður þannig þríhyrningur, sem myndast af þessum tveim
þrætulínum málsaðila, og svo Ormarsá að austan, en hún fellur, sem næst til réttvísandi norðurs frá
örnefninu Brekkusel til Bláskriðuhorns; enda hefir á þessi þá aðalstefnu frá upptökum sínum á
Axarfjarðarheiði allt til sjáfar út.
Af þessu er það auðsætt, að aðalstefna þrætu landsins, er þannig takmarkast af Ormarsá, og
gengur í odda frá henni að heita má, niður á milli bæjanna Presthóla og Brekku, eigi skemmri leið en 3
mílur, liggur frá austri til vesturs en ekki frá norðri til suðurs.
Eftir að dómurinn nú hefir
með merkjagöngunni nákvæmlega skoðað hinar umræddu merkjalínur
málsaðila, hefir hann komist að þeirri niðurstöðu, að merkja lína varnar aðila sé eftir afstöðu og
staðháttum, eðlileg landamerki milli Brekku og Presthóla. Hin beina lína úr Brúarsporði yfir Könguás í
Brekkusel, verður sem mest í austur, og sýnist eftir staðháttunum, að svo eigi að vera, þar sem eins
og aður er sagt, að Ormarsá liggur sem næst frá norðri til suðri, en Núpasveit eða jarðir þær, sem hér
ræðir um liggi í vestur frá Ormarsá (sem næst undan miðju árinnar) og þar sem nú að Brekkuselin
fyrirfinnast við ána á þessari línu, og það ekki getur komið í bága við merkja línur Presthólalands að
sunnan, þar sem sú lína stefnir alls eigi utar en í austur, og að öðru leyti að landið frá Presthólaseli,
sem engum vafa er undirorpið
að er í Presthólalandi og til Brekkusels, er talsvert breiðara en land sömu
jarðar við sjóinn, sem eftir afstöðu landanna virðist að eiga að vera, þar sem heiðar landið er miklu
breiðara en heima land jarðarinnar, þá virðist það einnig mæla með hinni áminnstu merkjalínu. – Þar
á móti hefir það verið upplýst við merkjagönguna, að landamerkjalína sækjanda, verður óeðlileg,
bæði eftir staðháttum og kröfum hans, því línan í útaustur, sem sækjandi hefir leitast við að sanna, að
væri sama og réttvísandi norðaustur, myndi lenda á sjó út norðan við Ormarsárós og þannig aldrei
snerta ána og því síður Bláskriðuhorn, sem er sem næst tveim mílum sunnar en Ormarsárós.
Þannig er það upplýst, að hvort heldur að tekið er tillit til átta stefnunnar, norðausturs, eða
Bláskriðuhorns sem að öðruleyti hvergi er nefnt á nafn í hinum aðallegu skjölum málsins, þá er hér
um svo mikið millibil að ræða, að dómurinn fær eigi séð, að hvorttveggja þetta, geti samrýmst, í einni
og sömu réttarkröfu sem verði til greina tekinn.
Þegar ennfremur er litið til heimildar skjala þeirra, sem málsaðilar, hvor í sínu lagi byggja
eignarrétt sinn á til þrætulandsins, þá fær dómurinn ekki betur séð, en verjandinn hafi við ólíkum
mun gildari eignar skilríki að styðjast. Afsals bréf varnaraðila (réttarskjal c við tölul. 5) sbr. réttarskjal F
við tölul. 9.) virðist vera gillt og gallalaust eignarskjal að lögum, enda getur dómurinn eigi litið öðruvísi
á, en að gildi þessa heimildarskjals, styrkist mjög við lögfestu þá fyrir Brekku, sem bæði varnaraðili og
sóknaraðili hafa framlagt (sjá réttarskjal tölul. 5. e. sbr. réttarskjalið tölul. 4. C.) og sem ber með sér,
að hún (lögfestan) margsinnis hafi verið mótmælalaust þinglesin, á árabilinu frá 9 Júní 1752 – 9 Júlí
1812 eður í rúma hálfa öld, því landamerkja örnefni þau, sem tilgreind eru í afsalsbréfinu eru öll hin
sömu og þau, er standa í lögfestunni, með þeirri einu viðbót, „einnig selför þar við ána“, því þessi
viðbót „þar við ána“, virðist aðeins að inni halda nákvæmari tiltekning á því hvar landamerkja línan
lendir við Ormarsá, og það því fremur, sem það er upplýst við merkjagönguna, og lögfullar skýrslur
fleiri vitna að seltoftir þær, sem verjandi miðar merkjalínur sínar við austur við Ormarsá, eru enn
þann dag í dag nefndar „Brekkusel“. Að öðru leyti skal það athugað, í þessu sambandi að merkjalína
þessi, gengur eins og áður er sagt frá Brúarsporði, sem næst til réttvísandi há austurs að Ormarsá, og
sest glöggast á á því, að með orðunum: „Allt norður að Ormarsá“, í skjölum þessa máls yfir höfuð
hvort heldur frá hálfu sækjanda eður verjanda, ekki getur verið meint norðurátt, en kemur heim við
það, sem menn enn í daglegu tali kalla svo jöfnum höndum, austur, útaustur eða norður, svosem
austur í Þistilfjörð og norður á Langanes, þó um þá staði sé að ræða, sem liggja í sömu beinni
réttvísandi austurátt, (sambr. réttarskjölin tölul. 4.B. og tölul. 5. e.); orðin: „austur í Ormarsá“ og: allt
norður í Ormarsá“. – Það skal ennfremur tekið fram, að það getur ekki eytt gildi hinna um getnu
heimildarskjala, þó það álítist sannað í málinu, að eigandi Brekku ekki á seinni árum, eða svo menn
muni, hafi yrkt eða notað land það sem að Brekkuseli liggur, því eignarrettir til lands veikist eigi við
afnotaleysi eigandans, eitt sér, heldur við afnot annars manns jafnhliða því, en þar eru alls ekki
sönnuð í þessu máli.
Að því er aftur á hinn bóginn snertir eignar sannanir sækjandans til þrætu landsins þá fær
dómurinn eigi séð, að þær geti orðið teknar til greina, áminnstum heimildar skjölum verjandans til
hnekkis. Aðalsóknargagn sækjandans, lögfesta Sera
Stefáns Þorleyfssonar fyrir Presthólum, sem
sækjandinn leggur áherzlu á, að þinglesin hafi verið á Presthóla manntalsþingum árin 1751 – 1771,
fimmtán sinnum og síðar; virðist meira að segja rétt skilin, ekki koma í bága við þau með tilliti til lands
þess, er að Brekkuseli liggur, því orðin í þessu skjali tákna línuna austur að Ormarsá, að þessu örnefni
með svo óverulegum orðamun, að ekki verður á honum byggt til ágreinings, enda ber þess vel að
gæta, að það er óskiljanlegt að sami maðurinn (í allastaði eftir sögn, merkur embættismaður) gæti
sem eigandi Brekku lögfest það land sem hennar eign, er hann jafnhliða og sama ár (svo sem 9 Júní
1752) lögfesti Presthólum sem beneficiarius staðarins fyrir einum og sama manntalsþingsrétti. Það að
lögfesta sækjanda, auðsjáanlega vill með orðunum: „Eirnen Galtholmana þar útí anni, og Selför
austan anna og Holmavatn“ tileinka Presthólum annað og meira en það, sem táknað er með hinni
umgetnu merkjalínu að Brekkuseli við Ormarsá, þá getur það alls ekki, haggað þessari niðurstöðu, því
það er auðsætt, að þetta þrennt er talið sem ítök í annars manns landi, enda hefir sækjandinn sjálfur,
með því að leggja fram original lögfestuna fyrir Presthólum (sjá réttarskjal 10.L.) sýnt framá, að orðin:
„Selför austa ána og Hólmavatn“, sé seinna (enginn veit hvenær) skotið inní með öðru bleki og jafnvel
með annarri hönd eins og lögfestan sjálf ber með sér, og þessu atriði til enn frekari upplýsingar,
hlýtur dómurinn að leggja mikla áherzlu á það, að hin framlagða landamerkjaskrá sækjanda fyrir
Presthólastað (sjá réttarskjal 4.A) ber það ljóslega með sér, að hún táknar hina fullkomnu
landamerkja línu milli Presthóla og Brekku með hinum umgetnu örnefnum til Ormarsár, en hefir telur
aftur Galthólmana í Ormarsá, og Hólmavatn á Hólsstíg, meðal ítaka Presthólastaðar, seinast í
sérstakri grein í landamerkjaskránni og allt hið sama kémur aftur fram í framhaldssókn sækjanda
(réttarskjal tölul. 10) þar sem það er, beinlínis tekið fram, að selför austan ána og Hólmavatn, sé
innskotið sem ítökum Presthólastaðar í annara manna landi, og þó sama sé eigi sagt um á þessum
stað um Galtholmana, þá hlýtur það eftir áður sögðu einnig að gilda um þá, en að öðru leyti hefir það
eigi orðið sannað til fullnustu, við merkjagönguna eða með vitna leiðslunni, hvar þessir Galthólmar
liggi í Ormarsá og því síður að Presthólar eigi eða hafi átt, selför fyrir austan Ormarsá
og er það þannig alveg auðsætt; að á
Galthólmum eður þessari selstöðu
þessum verður engin lagaheimild byggð, fyrir landamerkjalínu milli
Presthóla og Brekku og sama er að segja um aðalörnefnið sækjandands við Ormarsá „Bláskriðuhorn“,
því þetta orð, finnst hvergi nefnt í hinum hérum ræddu eldri skjölum enda sjást þar engin merki til selstöðu
hvorugumegin þar við Ormarsá.
Hvað í öðrulagi viðvíkur því, að sækjandinn hefir með réttarskjalinu (tölul. 4.E.) sannað að
Presthólaprestar, hafi á árabilinu frá 1861-71, byggt svokallað Hólssels land til suðurs að
Hólaheiðarvegi, en til norðurs að Bláskriðuhorni, þá verður eigi byggð neín eignarheimild fyrir
Presthólastað til þrætulandsins, áf þessum afnotum þess, né heldur á því, að þetta Hólaselsland, er í
þessum réttarskjölum, talin hjáleiga frá prestssetrinu, því eins og það er sannað við merkjagönguna,
að þetta Hólasel sé sama og Holssel, og þvi rangnefni – en þetta Hólssel er, sem aðgreint frá
Presthólalandi af hinu eiginlega Brekkulandi, er hér ræðir um, að öðruleyti þessu máli að alveg
óviðkomandi – þannig er það upplýst (samanber réttarskjöl tölul. 9.d. og tölul. 9.e.) að Holssel hefur
frá árunum 1800-1834 og aftur í jarðatali Jónssens 1847, verið talið og metið sem hj og þannig
viðurkennt, af því hinu opinbera, sem hjáleiga frá Hóli, eign Munkaþverárklausturs, og að
Presthólapresti hafi verið það vitanlegt, enda fær dómurinn eigi séð, neina lagaheimild í skjölum
þessa máls fyrir Presthóla presta, til að leigja Hólsselsland og taka fyrir það eftirgjald, sem eign
Presthóla, nema ef vera skyldi í álitsgjörðinni (réttarskjal tölul. 4.J.) en hún er, eins og hún ber með
sér í alla staði ólögformlegri en svo að á henni verði byggð eignarheimild auk þess sem henni er sérstaklega motmælt
af verjanda
og þó, svo væri að álíta, sem ekki er, að það væri sannað, að Presthólaprestar hefðu haft hið
um þrætta land í lögfullu hefðarhaldi 20 vetur eða lengur, þá flytur það af ákvæðum landslaganna,
Jónsbókar lands leigu bálki 26 kapitula, síðustu málsgrein, að það ekki gæti tekist til greina móti
eignar heimildum þeim, af verjandans hálfu, sem áður l eru taldar. – Samkvæmt öllu því, sem nú er
sagt, hlýtur dómurinn að aðhillast kröfu varnaraðila í þessu máli, hvað landamerki milli Presthóla og
Brekku snertir.
Kostnað við merkjadóminn í þessu máli, virðist eftir öllum atvikum eiga að greiðast af hálfu hins
opinbera, þar með talin ferðakostnað oddvita merkjadómsins í þessu máli eftir reikningi, og
málsfærslulaun hins skipaða sækjanda.
Málið hefir sem gjafsóknarmál verið flutt vítalaust.
Því dæmist rétt að vera
Landamerkja linan milli Presthóla á einn veg og Brekku á hinn skal vera frá sjó, hjá Klapparósi við
Klapparhamar, þaðan í Brúarsporð og þá beina stefnu yfir Könguás til Ormarsár þar sem
Brekkuselstóftir standa við hana.
Dagpeningar dómsmanna að upphæð samtals krónur 171,00, auk ferðakostnaðar oddvita dómsins
eftir reikningi, og málafærslu launa hins skipaða sækjanda cand. phil. Skapta Jósepssonar að upphæð 30 kr.
greiðist úr opinberum sjóði.
Dómurinn upplesinn.
Rétturinn hafinn.
BSveinsson
ÁÁrnason
Sigfús Einarsson
Guðm. Jónsson
ÁThorsteinsson