Landamerkjamál milli Hvamms og Grenivíkur

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Ár 1883, föstudaginn hinn 21. september, var merkjadómur settur að Hvammi í Grýtubakkahrepp í 
landaþrætumálinu milli tjeðrar jarðar og Grenivíkur og Jarlsstaða í sama hreppi. Í dóminum sátu auk 
sýslumannsins í Þingeyjarsýslu B. Sveinssonar eptir nefningu 19. marz seinastl. þeir Gísli hreppstjóri 
Ásmundsson á Þverá, Jóhann bóndi Bessason á Skarði, Jón bóndi 
Sigurðsson á Þorsteinsstöðum og 
Halldór bóndi Jóhannesarson í Grímsnesi. Rituðu þeir undir svolagað eiðspjall: Eg Gísli Ásmundarson, 
eg Jóhann Bessason, eg Jón Sigurðsson og eg Halldór Jóhannesarson lofa og sver að leysa dómstarfa 
þann af hendi sem eg hefi verið kvaddur til í landaþrætunni milli jarðarinnar Hvamms og jarðanna 
Grenivíkur og Jarlsstaða eptir beztu samvizku og þekkingu. Svo sannarlega hjálpi mjer guð og hans 
heilaga orð. 
Gísli Ásmundsson 
Jón Sigurðsson 
Jóhann Bessason 
Halldór Jóhannesson 
Til staðar var fyrir hönd eiganda Hvamms ekkjunnar Ovidu Jonasdóttur, Einar alþingismaður 
Ásmundarson í Nesi og lagði hann fram tölul. 1 umboðsskjal dagsett í gær. Ennfremur lagði hann fram 
tölul. 2 kæru til sáttanefndarinnar með áteiknuðu vottorði hennar, um árangurslausa sáttatilraun, og 
að málinu væri vísað til merkjadóms; og enn lagði hann fram tölul. 3 landamerkjalýsing fyrir jörðinni 
Hvammi dags. 2. october f.á. Skjölin voru upplesin svohljóðandi: 
Sem eigandi hálfrar Grenivíkur og umboðsmaður fyrir eiganda hálfrar þessarar jarðar, mætti í 
dóminum Oddur bóndi Ólafsson í Grenivík, sem lagði fram tölul. 4, umboðsskjal dags. [dagsetningu 
vantar] svohljóðandi og fyrir eiganda Jarlsstaða, sem á óskipt land við Grenivík mætti Jón bóndi 
Guðmundsson á Finnastöðum og lagði hann fram tölul. 5 umboðsskjal dags. 15. þ.m upplesið 
svohljóðandi. 
Þegar hjer var komið málinu gengu dómsmenn og málsaðilar á merki. Á merkjagöngunni kom 
málsaðilum saman um að landamerkin milli Hvamms á aðra hlið, en Grenivíkur og Jarlsstaða á hina, 
skyldu vera að utan og austan á Leirdalsheiði Stór Klettagil, neðan frá Reiðgötum upp á fjallsbrún; svo 
eptir austurbrún fjallsins, allt á Syðsta-Hnjúk. Þaðan beina línu niður í miðja Merkilág, milli Hvamms 
og Jarlsstaða, og svo beina sjónhending úr láginni niður í garðstúf við Grófarlæk, niður undir 
Grenivíkurhólum þannig er þá ágreiningurinn um landamerkin milli ofangreindra jarða að eins sá, 
hvort ráða skuli bein lína úr garðstúf þeim við Grenivíkurhóla sem áður var nefndur í ytri endann á 
Bárðartjörn, sem sóknaraðili jarðarinnar Hvamms vegna heldur fram, eður þá lækur sá, nefndur 
Grófarlækur, sem hefur upptök sín að ofanverðu við nefndan garðstúf og rennur alla leið niður í 
Bárðartjörn, og halda Grenivíkur og Jarlsstaðamenn þessum merkjum fram. Kynntu dómsmenn sjer 
vandlega landsháttu á þessu umþrætta svæði og komu þvínæst saman á samt málsaðilum á sama 
stað sem fyr. Lagði þá sóknaraðili fram dómendum til hliðsjónar 3 lögfestur tölul. 6-8, dagsettar 4. 
júní 1844 29. mai 1845 og 19 mai 1882 þinglesna sama dag og ómótmæld 
og ennfremur 2 skriflega vitnisburði 
tölul. 9-10 dagsetta 28. december f.á og 19. sept. þ.á. Skjöl þessi voru upplesin svohljóðandi: 
Sóknaraðili bað ennfremur bókað að hin umþrætta landspilda, sem liggur á milli ofangreindra merkja 
hafi verið notuð frá Hvammi til móskurðar, torfristu, slægna og beitar og í annan máta að honum 
væri kunnugt um, að þessi partur hefur verið notaður frá Grenivík að fengnu leyfi Hvamms manns og 
skýrskotaði hann í því efni til skýrslu sem Jón bóndi Guðmundsson sem var viðstaddur, mundi geta 
gefið. Jón þessi Guðmundsson, sem var áminntur um að segja satt til um þetta atriði, og kvaðst vera 
44 ára gamall, skýrði frá að hann eitt sinn það sama vor sem Jón sál. Loptsson flutti að Hvammi fyrir 9 
árum hafi vitað til að Sigurður bóndi Þórðarson í Grenivík, eigandi þeirrar jarðar hafi farið upp í 
Hvamm mikið ölvaður 
til þess að fá leyfi til að rista torf í hinni umþrættu landspildu, og hafi hann fengið 
það leyfi. Að svovöxnu máli bar sóknaraðili upp þá rjettarkröfu að Hvammi yrði dæmt landstykki það, 
sem liggur milli áðurgreindra merkja, og að varnaraðilar yrðu skyldaðir til að greiða allan áfallinn og 
áfallandi málskostnað. Lagði hann til síðan málið í dóm, að geymdum rjetti til frekari sóknar ef þörf 
gerðist. 
Þvínæst lögðu ofangreindir varnaraðilar Grenivíkur og Jarlsstaða fram 3 lögfestur tölul. 11-13 
dagsettar 7. júní 1732, 8 júni 1735, og 
27. apríl 1798, og 10. febrúar 1809, allar þing allar þinglesnar, hin 
síðasta þrívegis og ómótmældar. Ennfremur var lagt fram tölul. 14 byggingarbrjef fyrir jörðinni Grenivík 
dagsett 10. febrúar 1809. Skjölin voru upplesin svohljóðandi: 
Ofangreindur eigandi og umboðsmaður Grenivíkur Oddur Ólafsson bað bókað, að hinar framlögðu 
lögfestur syndu að Hvammsmenn fyrst á seinni tímum hefðu viljað tileinka sjer hið umþrætta land; að 
það hafi verið brúkað til beitar á sumrin fyrir búsmala frá Grenivík bæði árin 1853-56 og aptur nú í 9 ár 
síðastliðin, sem hann hafi átt heima í Grenivík. Og eins segir hann að Sigurður Þórðarson í Grenivík sem 
hafi verið þar á undan sjer 8 ár, hafi sagt sjer að hann hafi brúkað landið á sama hátt til beitar, því enda 
sem sje eigi um 
annan bithaga sje eigi að tala frá Grenivík fyrir gripi. Hann tekur enn fram að það sje 
óeðlilegt að Hvammur eigi land út að línu þeirri sem sækjandi fari fram á af því að hún liggi yfir um 
Grenivíkurhóla, sem taki nafn af Grenivík og með tilliti til þess að Jón bóndi Guðmundsson hafi borið 
að Grenivíkurmaður hafi fengið leyfi hjá Hvammseiganda til að rista torf í þrætupartinum, þá segir hann 
að Stefán nokkur Guðmundsson, sem hann eigi von á að komi hingað samstundis muni bera það, með 
sjer að Sigurður bóndi Þorðarson sem hafi átt að fá torfristuleyfið, hjá Hvammsmanni hafi gefið öðrum 
manni leyfi til þess að taka svörf á þessu sama svæði, annaðhvort sama sumar eða sumarið eptir, og 
bað hann um að þessi maður yrði yfirheyrður 
Mætti fyrr dómnum Stefán Guðmundsson, sem áminntur um sannsögli skýrði frá að hann væri 45 
ára gamall. Spurður segir hann enn frá að Sigurður bóndi Þórðarson í Grenivík hafi árinu áður en Jón 
sál. Loptsson kom að Hvammi og næsta ár eptir, leyft sjer að stinga í vörð í mýrinni fyrir sunnan 
Grenivíkurhóla og utan Grófarlækjar. Segir hann að Jón sál. Loptsson hafi í seinna sinnið komið til sín 
og sagt að hann mætti ekki stinga þar svörð framar enda hefði hann ekki farið þess á leit. Fleira kvaðst 
hann ekki geta borið en tjáði sig fúsan til að staðfesta þessa skýrslu með eiði. Að svo vöxnu máli bar 
hann upp þá rjettarkröfu að áður nefndur Grófarlækur yrði viðurkenndur merkjalína milli Hvamms á 
annan veg og Grenivíkur og Jarlsstaða á hinn, og að sækjandinn eður eigandi Hvamms yrði skyldaður 
að greiða allan málskostnað. Sök Sóknaraðili bað bókað að hann fyrir sitt leiti yrði að álíta að hinar 
framanlögðu lögfestur frá varnaraðila hálfu væru auðsjáanlega ekki rjettar, er þær lögfestu land 
Grenivíkur einnar en færu þó langtum síðar yfir, þar á meðal allt Jarlsstaðaland, án þess þó að tiltaka 
að Jarlsstaðir lægju innan þeirra tilgreindu takmarka, en Jarlsstaðir hafi frá ómunatíð verið sjerstakt 
lögbýli, og þykir honum því trúlegt, að þeir sem þannig lögfestu hafi ekki heldur vílað fyrir sjer að taka 
hlut af Hvammslandi inn fyrir takmörkin. Hann kveðst vita að Grenivík og Jarlsstaðir hafi eigi verið eign 
sama eiganda allan þann tíma sem lögfesturnar nái yfir. Hvað brúkun Grenivíkur til beitar á hinum 
umþrætta parti viðvíki, þá sje honum vel kunnugt að búsmali frá Grenivík hafi eigi aðeins gengið yfir 
þann landskika, heldur og alla leið yfir þvert Hvammsland, um þessar slóðir og jafnvel 
Bárðartjarnarland, sem liggi hinumegin. Og þyki honum sennilegt að leyfi hafi verið fengið til þess; þar 
sem verjandi hafi sagt að það væri óeðlilegt að merkin milli Hvamms á eina hlið og Grenivíkur og 
Jarlsstaða á hina lægju beint upp úr ytri enda Bárðartjarnar í Merkilág, þá yrði hann að álíta margfallt 
óeðlilegra að þau væri í Grófarlæk og Hvammsá, því á þessi rynni fyrir sunnan bæinn í Hvammi öldungis 
beint niður í tjörnina, svo að Grenivíkurland eptir því næði suður fyrir neðan bæinn í Hvammi og 
Hvammsland yrði þá að neðanverðu ekki breiðara en hjerumbil 100 faðmar á aða gizka, en það sje 
kunnugt að Hvammur hefur verið og er; metinn gild meðaljörð. Til sannindamerkis um að lögfestur 
Grenivíkurmanna, muni ekki vera sem nákvæmast orðaðar framleggur hann tölul. 15. endurrit af 
lögfestu fyrir Grenivík dags. 29. apríl 1825, sem tilgreinir sömu landamerki og hinar sem verjandi hefur 
framlagt, og sem sýslumaður og er þinglýsti lögfestunni vottar um að nálægir þingmenn hafi álitið að 
væri „öldungis galin.“ Ennfremur vill hann leiða athygli dómendanna að því, að þó þetta sje eigi nema 
eptirrit staðfest af prestinum í Höfða, þá sjeu einig 2 af þeim 4 skjölum, sem verjandi hafi framlagt, að 
eins eptirrit en ekki frumrit, og eigi staðfest af hlutaðeigandi valdsmanni. – Varnaraðili mótmælti þesu 
og skýrskotaði til varnargagna sinna og þess, er hann hefði látið bóka, og sjerstaklega neitar hann því 
að beitarafnotin frá Grenivíkurhálfu á þrætulandinu hafi verið byggð á öðru en því að Grenivíkurmaður 
hafi þóttzt eiga landið. 
Lögðu svo málsaðilar málið í dóm Malið tekið upp til dóms, og var að litlum tíma liðnum kveðinnn 
upp í málinu svolátandi. 
Dómur 
Í landaþrætumáli því, sem hjer ræðir um er ágreiningurinn milli eiganda jarðarinnar Hvamms á einn 
veg og eiganda Grenivíkur og Jarlsstaða sem hinnar jarðar á hinn bóginn, um það hvorri jörðinni 
Hvammi eða hinum tveim sá landskiki að rjettu tilheyri, sem liggur milli beinna línu er dregin sje úr 
garðsenda við upptök Grófarlækjar yfir Grenivíkurhóla beint í norðurenda Barðartjarnar, og 
Grófarlækjar sjálfs, sem rennur frá áðurnefndum garðsenda austan og sunnan undir Grenivíkurhólum, 
og síðan eptir mýrinni vestur í Bárðartjörn. 
Dómsmenn verða nú að álíta að hvorugur af málsaðilum hafi komið fram með lögfulla sönnun fyrir 
því, að þeir hafi verið eður sjeu eigendur þessa þrætulands. Að vísu hafa þeir hvor í sínu lagi lagt fram 
lögfestur og nokkur önnur skilríki fyrir því, að þeir hvorir um sig hafi viljað eigna sjer land þetta, en skjöl 
þessi eru eptir eðli sínu á hvorugan bóginn svo vaxin að á þeim verði byggður eignadómur. Ennfremur 
hefur að vísu eigandi Hvamms sjer í lagi leitt rök að því, að land þetta hafi á seinni árum verið notað frá 
Hvammi; en þar sem það á hinn bóginn er viðurkennt í málinu að landið einnig hafi verið notað um 
sama tíma frá Grenivík til sumarbeitan fyrir gripi, þá fá dómsmenn heldur eigi sjeð að hefð sje unnin á 
landinu af eiganda Hvamms jarðar, samkvæmt Jónsbókar [...] 26. kap. er það hefur verið í sambrúkum 
þeirra jarða er kalla sjer það. Loksins hefur nákvæm ransókn á landsháttum ekki getað gefið 
dómsmönnum neina fasta sannfæringu um það, að landið tilheyri fremur einni jörðinni en annari. 
Undir þannig löguðum málarvöxtum hefur dómurinn hlotið að komast að þeirri niðurstöðu að skipta 
beri landinu samkvæmt grundvallarreglunum í landamerkjalögunum, af 
17. marz 1882, þannig að 
landamerkjalínan á hinu umþrætta svæði, skuli vera bein lína úr garðspotta þeim við upptök 
Grófarlækjar sem áður er nefndur í ós þessa lækjar, þar sem hann fellur í Bárðartjörn. Eptir atvikum 
virðist málskostnaður eiga að greiðast að jöfnu af báðum málspörtum. 
Því dæmist rjett að vera: 
Landamerkin á hinu umþrætta svæði, milli jarðarinnar Hvamms á einn veg og jarðanna Grenivíkur 
og Jarlsstaða á hinn skulu vera bein lína úr garðsspotta við upptök Grófarlækjar í ós hans þar, sem hann 
fellur í Bárðartjörn. Dagpeningar merkjadómanna, samtals kr. 33,00 skulu greiddar að hálfu af eiganda 
Hvamms og að hálfu af eigendum Grenivíkur og Jarlsstaða. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá 
lögbirting hans undir aðför að lögum. 
Dómurinn var í rjettinum upplesinn. 
Rjettinum sagt upp. 
BSveinsson. 
Gísli Ásmundsson 
Jóhann Bessason 
Jon Sigurðsson 
Halldór Jóhannesson

Ár 1886 miðvikudaginn hinn 7 julimánaðar var aukarjettur Þingeyjarsýslu settur og haldinn að 
Grenjaðarstað af sýslumanni B. Sveinssyni með undirskrifuðum vottum til að nefna menn í dóm í 
landaþrætu milli nefndra jarða Grenjaðarstaða og Halldórsstaða í Laxárdal. Í rjettinn mætti aðili málsins 
prófastur B. Kristjánsson á Grenjaðarstað, og lagði hann fram þau venjulegu skilríki um árangurslausa 
sáttatilraun í málinu. Ennfremur þau tölul. 1. svohljóðandi. – Fyrir hönd jarðarinnar Halldórsstaða 
mætti ástefndur egin og sameigendanna vegna Þorbergur hreppsnefndaroddviti Þórarinson á 
Sandhólum samkvæmt umboðsskjali dags. 15 f.m. og 6. þ.m. Einkennist það tölulið 2. og er 
svohljóðandi: 
Að svo vöxnu máli nefndi sýslumaðurinn þessa 8 menn í dóm. 
1. Einar dbrm. Ásmundsson í Nesi 
2. Jón dbrm. Sigurðsson á Gautlöndum 
3. Hjálmar bónda Helgason á Syðri-Neslöndum 
4. Jón bónda Jónsson á Arnarvatni 
5. Benedikt hreppstjóri Jónsson á Auðnum 
6. Benedikt prófast Kristjánsson í Múla. 
7. Helga bónda Jónsson á Hallbjarnarstöðum og 
8. Þorgrím bónda Pjetursson í Nesi. 
Skoraði sýslumaðurinn á málsaðila að nefna tvo menn úr dóminum hvor um sig. Nefndi varnaraðil þá 
úr dóminum: 
1. Benedikt hreppstjóri Jónsson á Auðnum og 
2. Þorgrím bónda Pjetursson í Nesi 
Þvínæst nefndi sóknaraðili þá úr 
1. Jón dbrm. Sigurðsson á Gautlöndum og 
2. Hjálmar bónda Helgason á Ytri-Neslöndum 
Samkvæmt þessu verða dómsmenn auk sýslumannsins 
1. Einar dbrm. Ásmundsson í Nesi 
2. Jón bóndi Jónsson á Arnarvatni 
3. Benedikt prófastur Kristjánsson í Múla og 
4. Helgi bóndi Jónsson á Hallbjarnarstöðum 
Varð það síðan samkomulag að merkjaganga skyldi framfara fimtudaginn hinn 16 dag septembermán. 
næstkomandi og skyldu dómsmenn komnir saman að Halldórsstöðum kl. 9. f.m. Málsaðilar komu sjer 
og saman um, að heyra vitni óstefnd. 
Upplesið. 
Rjettinum sagt upp. 
BSveinsson 
Þingvitni: 
Sigtryggur Kristjánsson 
Gísli Ólafsson 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ár 1886, fimtudaginn hinn 16 dag septembermán. var syslumaðurinn í Þingeyjarsyslu tilstaðar að 
Halldórsstöðum í Laxárdal, eins og ákveðið var 7. júlímanaðar, sem leið, við tjettarhald að 
Grenjaðarstað. Einnig voru mættir aðili a varnaraðili í landþrætumalinu millum Halldórs. og 
Grenjaðarst, herra prófastur B. Kristjánsson, og herra hreppsnefndaroddviti Þorbergur Þórarinsson, en 
með því aðeins 
, einn hinna skipuðu dómsmanna mætti 
gat ekkert orðið af merkjagöngu þeirri sem fram átti 
að fara, og komu málspartar sjer saman um að fresta henni til 2 
október næstkomandi, jafnframt og 
þeir geymdu sjer rjett sinn óskertan gegn hinum útnefndu dómsmönnum samkvæmt lögum 17. marz 
1882. 15. grein. 
Frekara varð ekki aðgjört í málinu að þessu sinni. 
B Sveinsson 
B. Kristjánsson 
ÞÞórarinsson 
Ár 1886, laugardaginn 2. október var aukaréttur Þingeyjarsýslu settur og haldinn að Grenjaðarstað 
af sýslumanni B. Sveinssyni með undirskrifuðum vottum 
Þess skal getið, að samkvæmt því, sem ákveðið var þann 16. f.m. hér á staðnum, átti merkjaganga 
að framfara í dag í landamerkjamálinu milli Grenjaðarstaða og Halldórsstaða. En þar sem dóms menn 
þeir er 
útnefndir voru í dóminn, eru enn eigi mættir nema 2 
þá nefndi sýslumaðurinn að 
nýu menn í dóm 
eftir ósk beggja málspartanna, og voru þeir þessir: 
Jón Jónsson á Arnarvatni 
Pétur Jónsson á Gautlöndum 
Jón Sigurgeirsson á Hvarfi 
Benedikt Jósefsson á Breiðumýri 
Sigurður Jónsson á Yztafelli 
Sigurjón Jóhannesson á Laxamýri 
Jón Jónsson á Hringveri 
Jón Árnason á Arndísarstöðum 
Skoraði sýslumaðurinn þvínæst á málspartana að nefna að ryðja tveim mönnum úr dóminum hver, 
og nefndi varnaraðili úr dóminum, þá 
Jón Sigurgeirsson á Hvarfi og 
Jón Árnason á Arndísarstöðum 
Sóknaraðili nefndi úr þá 
Sigurjón Jóhannesson á Laxamýri og 
Jón Jónsson á Hringveri 
Eftir þessu skipa landamerkjadóminn auk sýslumannsins, sem oddvita, þeir: 
Jón Jónsson á Arnarvatni 
Pétur Jónsson á Gautlöndum 
Benedikt Jósefsson á Breiðumýri og 
Sigurður Jónsson á Yztafelli. 
Varð það samkomulagi milli málspartanna, að oddviti skyldi kveðja dóms mennina til 
merkjagöngunnar, þegar veðurátta og aðrar kringumstæður leyfðu. 
Upplesið 
Rétturinn hafinn. 
BSveinsson 
BKristjánsson 
ÞÞórarinsson 
Rjettarvitni: 
OJonathansson 
Asmundur Bjarnarson 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ár 1887, miðvikudaginn hinn 15 dag júnímánaðar var þing sett að Halldórsstöðum í Laxárdal af 
syslumanni B. Sveinssyni en að undirskrifuðum vottum. 
Þess skal geti að Jón alþingismaður Jónsson frá Arnarvatni, sem 2. Okt. f.á. var nefndur í merkjadóm 
í landaþrætumálinu milli Grenjaðarsstaða og Halldórsstaða, hafi með brjefi dagsettu 6 þ.m. tjáð, að 
hann eigi geti mætt og setið í dóminum. Var þá í hans stað nefndur í dóminn Jakob bóndi Jónasson á 
Narfastöðum, sem var til staðar. Málsaðilar, sem einnig vóru mættir, höfðu ekkert á móti þessum 
dómsmanni. Upplesið. 
Rjetti slitið. 
BSveinsson 
Rjettarvitni: 
Jónas Jónsson. 
Pétur Pétursson
Ár 1887, miðvikudaginn hinn 15. Júnímán var merkjadómur settur að Halldórsstöðum í Laxárdal í 
landamerkjamálinu millum tjéðrar jarða, a Grenjaðarstaða. 
Í dóminum sátu auk sýslumannsins í Þingeyjarsýslu B. Sveinssonar eptir útnefningu 2. Okt. f.á og i 
dag: 
1. Pjetur bóndi Jónsson Gautlöndum 
2. Sigurður Jónsson bóndi á Yztafelli 
3. Benedikt bóndi Jósepsson á Breiðumýri 
4. Jakob bóndi Jónasson á Narfastöðum 
Rituðu þeir undir svolagað eiðspjall: 
Eg Pjétur Jónsson, eg Sigurður Jónsson eg Benidikt Jósepsson og eg Jakob Jónasson lofa og sver að leysa 
dómstorf þann af hendi, sem og hefi verið kvaddur til í landaþrætunni milli Grenjaðarstaða og 
Halldorsstaða í Laxárdal, eptir beztu samvisku og þekkingu. Svo sannarlega hjálpi mjer guð og hans 
heilaga orð. 
Pjetur Jónsson 
Sigurður Jónsson. 
Benedikt Josefsson. 
Jakob Jónasasarson. 
Fyrir hönd sóknaraðila, séra B. Kristjánssonar á Grenjaðarstðarstað mætti cand. philos. Skapti 
Jósepsson á Akureyri og hafði hann fram 
skipunarbréf amtmannsins í Norður og Austrinu dags. 14. ápril 
þ.á. var það upplesið og einkennt tölul. 3, svo hljóðandi – Einnig var tilstaðar í dóminum fyrir hönd 
varnaraðila eigandi Halldorsstaða, hreppsnefndaroddviti Þorbergur Þórarinsson á Sandhólum 
samkvæmt aður framlögðu umboðskjali. Þegar hjer var komið málinu gengu malsaðilar og dómsmenn 
á merki. 
BSveinsson 
Pjetur Jónsson 
Sigurður Jónsson 
Jakob Jónasarson 
Benedikt Jósefsson 
Skapti Jósepsson 
ÞÞórarinsson 
Sama dag var merkjadómurinn aptur settur og á sama stað af hinum sömu dómendum. Eins og áður er 
fráskýrt gengu dómsmenn og málsaðilar á merkin og kynntu sjer vandlega landsháttu og land það, er 
málsaðilar hvor í sínu lagi kalla sjer. – Við merkjagönguna voru einnig vitni málsparta, sem gáfu 
upplýsingar um örnefni þau, sem afmarka þrætulandið. 
Umboðsmaður sóknaraðila cand. philos. Skapti Jósepsson lagði þvínæst fram, sem tölulið 4. gjafsókn 
dags. 8 jan. þ.a. sem tölulið 5 sóknarskjal dags. i gær með 6 fylgiskjölum, einkenndum a, b, c, d, e, f við 
tölulið 5, og eru skjöl þessi svohljóðandi: 
Þareð dagur var að kvoldi kominn var dóminum frestað til næsta dags kl. 8 f.m 
. 
Upplesið staðfest. 
BSveinsson 
Sigurður Jónsson 
Pjetur Jonsson 
Benedikt Jósefsson 
Jakob Jónasarson 
Skapti Jósepsson 
ÞÞórarinsson 
Ár 1887, Fimmtudaginn hinn 16. dag Júnímán. var merkjadómurinn aftur settur að Halldórsstöðum 
með hinum skipuðu dómendum, í landamerkjamálinu milli Grenjaðarstaða og Halldórsstaða í Laxárdal, 
að viðstöddum báðum málsaðilum. 
Varnaraðili lagði þá fyrst fram, um leið og hann skilaði skjölum sóknaraðila, er honum höfðu verið 
léð til yfirlesturs, varnarskjal dags. 13. Júní 1887. ásamt þrennum fjórum 
fylgiskjölum. Þessi skjöl voru 
upplesin og einkend tölus. 6 og stafl. a, b, c, d, við tölul. 6 svohljóðandi … Enn lagði hann fram lögfestu 
29. Maí 1805, vitnisburðar bréf dags. 14. Sept. 1826, og endurrit af vitnaleiðslu frá 18. og 25. Maí 1846. 
Þessi skjöl einkennast tölul. 7, 8 og 9 og voru upplesin svohljóðandi … Þá framlagði hann 3 
vitnisburðarbréf 30. ágúst 1886, 10. Septbr. s.á. og 14. Septbr. s.á. Þessi skjöl einkennast tölul. 10, 11 
og 12 og voru upplesin svohljóðandi … Loks framlagði hann 2 vitnisburðarbréf dags. 16. Júní 1805 og 
15. Júní 1887, sem einkennast tölul. 13 og 14 og eru svohljóðandi … 
Því næst óskaði varnaraðili bókað. 
Halldórsstaðaskarð er viðurkennt að sé á milli Þorgerðafjalls og Hvítafells og ofan fyrir 
Halldórsstaðabeitarhús. Í kröfu sækjanda telur hann landamerki Birningsstaða úr Nautatangasýki og í 
Brennilækjarbotn, sem er um miðju Halldórsstaðaskarðs. Hrísaland telur hann undir áreiðinni, að sé að 
á suðvesturhorni Þorgerðarfjalls, og túngarðurinn í Brennilæk, en Hrísakot á Beitarhúsunum. Selför 
telur hann að staðurinn eigi í Halldórsstaðaskarði. Hvernig getur nú Grenjaðarstaður átt hérumbil ½ 
Halldórsstaðaskarð, fyrst sem Hrísaland, í annan stað sem Birningarstaðaland (sbr. orðin á 
sóknarskjalinu: „þá Birningsstaðir, er eiga land fram í Halldórsstaðaskarð að utan“) og í þriðja lagi, sem 
selstöðuítak allt í sama tíma. 
Af þessum mótsögnum verð eg fastlega að mótmæla, sem aldeilis röngu: 
1. að Hrísar eða Hrísaland né Hrísakot sé nokkursstaðar í Halldórsstaða skarði eða framan 
við Tvígarða, heldur sé Hrísaland einmitt um það svæði, sem nú standa bæarhústóftir 
þær, sem nefndar eru Hrísakot á Hrísakotsgrundum. 
2. að takmörk Birningsstaðalands geti, eða hafi nokkru sinni verið í Nautatangasýki og í 
Brennilækjarbotn. 
Sækjandinn telur ennfremur að Grenjaðarstaður eigi selför hálfa á Skarði uppi í Halldórsstaðalandi. 
Vitnisburðarbréfið frá 1458, sem hann hefir framlagt, kveður svo á, að Grenjaðarstaðir eigi selför fram 
við læki á Þegjandadal. Selfararkröfu þessari mótmæli eg sem rangri og marklausri af þessum ástæðum: 
1. að ósannindi eru, að í máldögum Grenjaðarstaðakirkju standi að Grenjaðarstaðir eigi 
½ selför á skarði uppi í Halldórsstaðalandi, þar sem máldagar staðarins ekki framar 
tiltaka ½ selstöðu á Halldórsstaðaskarði, en einhverju öðru skarði, svo sem 
Geitarskarði, Gustaskarði eða Gönguskarði o.s.frv. 
2. að vitnisburðarbréfið frá 1458 ber, að selförin sé við læki á Þegjandadal, sem alls engin 
sönnun er fyrir hvar séu í dalnum og 
3. að sækjandinn hefir áður viljað helga kirkjunni sem eign landshluta þann, sem hann nú 
vill telja selstöðu í, sem ítak staðarins, því það er ljóst að selstöðuítak getur staðurinn 
þó ekki átt í sínu eigin landi. 
Mótmæli eg ennfremur, að afstöðumálverk það, sem sækjandinn í síkn sinni kveðst framleggja, hafi 
nokkra þýðingu eða gildi hvað örnefni eða annað áhræri, þar eð það er tilorðið einungis af tilhlutun 
sækjanda máls þessa án þess að eigendum Halldórsstaða væri gefið tækifæri til að tryggja, að það væri 
reglulega samið, undir tilsjón hlutaðeigandi yfirvalds, svo það öðlaðist opinberan trúverðugleika, enda 
neita eg að afstöðumál 
verk séu nauðsynleg í þeim málum, sem dómendur einmitt ríða á merki til að 
kynna sér landsháttu og afstöðu merkja m.m. Að öðru leyti mótmæli eg, sumpart sem röngum og 
óstaðfestum, og sumpart sem ósamkvæmum og marklausum, skjölum þeim, sem sækjandinn hefir 
framlagt. Hér af flýtur aftur, að eg verð að mótmæla öllu sóknarskjali sækjandans í heild sinni, sem 
ósönnu og ósönnuðu, byggðu á slíkum gögnum, samhliða getgátum einum, og sérstaklega allri brúkun 
Grenjaðarstaðapresta á hinu umþrætta landi. 
Að öðru leyti krafðist hann að vitnin þau fjögur, sem hefðu gefið vitnisburðina tölul. 10, 11, 12 og 
14, staðfestu þá með eiði. Kom þá fyrst fram fyrir dóminn vitnið Pétur Pétursson á Stóru-Laugum, og 
er hann hafði kannast við, að hann hefði gefið vitnisburðinn tölul. 10. tjáði hann sig reiðubúinn til, að 
staðfesta hann með eiði. Aðalsækjandinn lýsti þá yfir því, að hann tæki þenna vitnisburð jafngildan og 
hann væri eiðfestur, en krafðist að sú gagnspurning væri sett fyrir vitnið. „Hefir vitnið heyrt nefnt Hrísa 
eða Hrísaland, og ef svo er, þá hvar? Þessari spurningu svarar vitnið svo, að hann hafi heyrt nefnt 
Hrísaland eða Hrísa, og hafi hann heyrt, að séra Jón sál. Jónsson á Grenjaðarstað, hafi viljað setja það 
á suð 
vesturhorni Þorgerðarfjalls. 
Í tilefni af þessu óskaði verjandinn vitnið ítarlegar aðspurt: „Hvort það hefði heyrt að séra Jón vildi 
láta Hrísaland vera á þessum tilgreinda stað áður en hann hóf landaþrætuna 1844? Þessu svarar vitnið 
neitandi, enda sé hann aðeins 45 ára. Og enn óskaði hann vitnið aðspurt: „Hefir vitnið ekki heyrt nefnda 
eiðijörðina Hrísakot, og ef svo er þá hvar? Vitnið segir að hann hafi heyrt nefnt Hrísakot og að það væri 
á Grundinni fyrir sunnan Grenjaðarstaðabeitarhúsin. Þessi svör tóku báðir málspartarnir einnig 
gild sem 
eiðfest af vitninu. Upplesið. Staðfest 
Þá kom fram fyrir dóminn Jónas bóndi 
Jónsson á Helgastöðum og eftir að hann hafði kannast við, að 
hann hefði gefið vitnisburðinn tölul. 11, tjáði hann sig fúsan til að staðfesta hann með eiði. Sækjandinn 
óskaði að vitnið yrði gagnspurt á sama hátt og undangangandi vitni. Spurningunni svarar vitnið þannig 
að hann hafi heyrt séra Jón fyrstan manna nefna Hrísaland á Suðvesturhorni Þorgerðarfjalls. Verjandinn 
óskaði og að hinar sömu spurningar frá hans hálfu, yrðu lagðar fyrir þetta vitni, eins og hið 
undangangandi. Vitnið svaraði að það hefði ekki hefði heyrt séra Jón sál. Jónsson nefna Hrísaland á 
þessum stað fyrri en 1844, enda mundi það mál hafa áður legið í dái. Í öðru lagi segist vitnið hafa heyrt 
nefnt Hrísakot á Hrísakotsgrundum fyrir sunnan Grenjaðarstaðabeitarhús. Einnig Vitnisburðurinn og 
þessi 
svör vitnisins tóku málspartarnir hvor um sig 
gild, sem eiðfest væru. 
Þarnæst kom fram fyrir dóminn Jónas bóndi Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal. Kannaðist hann 
við, að hafa gefið vitnisburðinn tölul. 12, og kvaðst geta staðfest hann með eiði. Sækjandi og verjandi 
óskuðu framsettar sömu spurningar fyrir þetta, og undangangandi vitni, og svaraði vitnið þeim á sama 
hátt. Sækjandi og verjandi tóku hvor um sig vitnisburði vitnisins í heild sinni jafngilda og þeir væri 
eiðfestir. Þá kom fram fyrir dóminn Jón Guðmundsson bóndi á Yztahvammi. Kannaðist hann við, að 
hafa gefið vitnisburðinn tölul. 14, og kvaðst geta staðfest hann með eiði. Sækjandi tók þenna vitnisburð 
gildan eins og hann væri eðfestur, en málsaðilar óskuðu sömu spurningar settar fyrir þetta og hin 
undangangandi vitni. Sækjandinn óskaði, að fyrir þetta vitni yrði einnig lögð sú spurning: „Hefir vitnið 
heyrt nefnt Hrísa eða Hrísaland, og ef svo er þá hvar? Vitnið svarar, að það hafi heyrt þessi örnefni, en 
hefði skilið það svo, að þau ættu við Hrísakot á Hrísakotsgrundum, sem væri nær 
Grenjaðarstabeitarhúsum, en Tvígörðum. 
Eftir kröfu sækjandans staðfesti vitnið þvínæst með laganna eiði vitnisburðinn tölul. 14 og svar þess 
við gagnspurningu sækjanda, eftir löglegan undirbúning. Uppl. 
Þá mætti fyrir dóminum Sigurður bóndi Guðmundsson í Presthvammi og óskaði sækjandi, að fyrir 
hann yrði lögð sú spurning: „Hefir séra Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað boðið vitninu að brúka, 
þrætulandið á Laxárdal frá Nautatangasýki út að Grjótgili 
þegar hann var leiguliði þar á Birningsst 
og ef 
svo hafi verið 
hvort hann hafi gert það? Við Fyrra lið spurningarinnar svarar hann svo, að prófastur B. Kristjánsson 
hafi skriflega boðið sér að nota landið. Síðari lið spurningarinnar svarar hann svo: að hann hafi hreyft 
þessu og byrjað að hreinsa landið, að hann minni eitthvert árið frá 1876-78, en þá hafi 
Halldórsstaðamenn komið úteftir til sín, og fyrirboðið sér afnot þrætulandsins. Hefði hann þá lagt fyrir 
þá skipun prófastsins til sín, en að öðru leyti afsalað frá sér til prófastsins frekari afskipti af málinu. 
Verjandi tók þetta svar vitnisins jafngilt og það væri eiðfest. Upplesið. 
Loks framlagði verjandi sátt dags. 13. Septbr. 1844. 
Lagði verjandi því næst málið í dóm, að geymdum rétti til frekari varnar ef þörf gerðist. 
Sækjandinn framlagði framhaldssókn dags. í dag með 2 fylgiskjölum bréfi dags. 18. Júlí 1854 og 
afstöð málverk uppdrátt yfir Grenjaðarsta og Halldórsstaðalönd 1855. Þessi skjöl voru einkend tölul. 
15 og a og b, c 
við tölus. 15 hið 2 hin 
síðastnefndu skjöl verða látin fylgja dómsgjörðunum, en hin 2 voru 
upplesin áður svohljóðandi. Lagði hann svo málið í dóm samkvæmt framhaldssókninni. 
Verjandinn bað bókað, að hann mótmælti framhaldssókninni af sömu ástæðum og frumsókninni af 
þeirri ástæðu, að engin sönnun væri komin fram fyrir þeim atriðum, sem þar séu tilgreind eður sóknin 
sé byggð á. Sérstaklega mótmælti hann einnig hinum framlögðu fylgiskjölum uppdrættinum sökum 
þess, að hann sæi ekki betur en að það væri að koma fram í honum ný nöfn sem hann 
ekki hefði veitt 
eftirtekt síðast þegar hann sá hann, auk þess, sem áður er tekið fram, og eins mótmælir hann, að hið 
annað fylgiskjalið a. við tölul 15 
hafi nokkra þýðingu fyrir úrslit málsins. Loks leiddi hann athygli dómenda 
að því, að lögfesta sú, sem sækjandinn hefir framlagt, stafl. e við tölul. 5 væri alveg þýðingarlaus og 
ósamkvæm lögfestu Ásmundar sál. Sölvasonar frá 1805, þar sem að sá sami prestur, sem á hinni 
síðarnefndu lögfestu mótmælti ekki öðru en því að viðurkenni landeign Halldórsstaða út á Tvígarða, en 
gerir aðeins tilkall til selstöðu á Þegjandadal, geri eignatilkall til landsins alls í hinni fyrnefndu. 
Innlét hann svo málið til dóms, með skýrskotun til allra, sinna varnargagna og réttarkrafa. Sækjandi 
mótmælti þessu þannig framkomna og innlét einnig málið til dóms. 
Málið tekið upp til dóms. 
B. Sveinsson. 
Sigurður Jónsson. 
Pjetur Jónsson 
Jakob Jónasarson. 
Benedikt Jósefsson, 
Skapti Jósepsson 
Þ Þórarinsson
Ár 1887, Föstudaginn hinn 17. Júní var merkjadómurinn enn settur á hinum sama stað og 
af hinum sömu 
dómendum og áður. Var þá í landamerkjamálinu millum Grenjaðarstaða og Halldórsstaða í Laxárdal, 
kveðinn upp svolátandi 
Dómur: 
Í landaþrætumáli því, sem hér ræðir um, fer sóknaraðili málsins, presturinn séra Benedikt Kristjánsson 
á Grenjaðarstað því fram, (sbr. réttarskjal 1 og réttarskjal 5) að landamerki Grenjaðarstaða að sunnan 
til móts við Halldórsstaði myndist af þeirri línu, er dregin sé úr Nautatangasýki við Laxá, gengt 
Birningsstaðaey og í Stekkjarhnútu og þaðan í Brennilækjarbotna, en þá náði Brennilækur til 
Kálfatjarnarlækjar 
þar á móti hefir varnaraðili fyrir hönd eiganda Halldórsstaða að norðan gert þá 
aðalréttarkröfu, að landamerki Halldórsstaða að norðan til móts við Grenjaðarstaði, séu í svonefndum 
Tvígörðum, (þeim stóra garði, sem gengur úr Þorgerðarfelli þá nær sem fyrst sér Grenjaðarstað) á 
Þegjandadal, og þaðan bein lína yfir Þorgerðarfell, í merkigarð þann, sem liggur ofan fyrir sunnan 
vallargarðinn á Birningsstöðum, en jafnframt krafist til vara, að landamerkjalínan úr Tvígörðum verði 
sett beina stefnu austur yfir Þorgerðarfell í norðvesturupptök Merkigils (Grjótgils), þaðan eftir gilinu og 
læk þeim, sem úr því rennur ofan yfir Grávíðisflöt, beina stefnu um Svartahraun í Laxá. Þess skal getið, 
að örnefni þau öll, sem einkenna þessar landamerkjalínur, voru við merkjagönguna viðurkend milli 
málspartanna og ljós fyrir dómsmönnunum, svo að þrætulandið er glöggt afmarkað. 
Þegar nú ræðir um það, hvor af þessum merkjalínum sé að álíta sem rétta, þá ber þess fyrst og 
fremst að geta, að það er vitanlegt og viðurkennt, að eigendur og ábúendur Halldórsstaða eru 
handhafar þrætulands þessa, sem ofangreind varakrafa varnaraðila nær yfir; og það er ennfremur 
sannað í málinu, að þeir hafi yrkt og notað þetta land, eigi aðeins um seinustu hefðartíð, heldur einnig 
frá ómunatíð eður samkvæmt þingsvitnum þeim sem fram hafa komið í málinu, (sbr. réttarskjölin tölul. 
10-14 og tölul. 9) frá því snemma á síðari helmingi 18. aldar. Að vísu hefir sækjandi lagt áherzlu á, að 
þetta hefðarhald frá Halldórsstaðahálfu, á þrætulandinu hafi raskast eða slitnað við þrætu þá, sem eftir 
hinum framkomnu skjölum var hafin af hálfu Grenjaðarstaða prests árið 1844. En dómurinn fær eigi 
séð, að þetta atriði verði tekið til greina eftir sætt þeirri, 13. Septbr 1844, sem misklíð þessi endaði 
með, og samþykkt er af stiftsyfirvöldunum 10. Marz 1846, því sætt þessi áskilur einmitt eiganda og 
ábúanda Halldórsstaða einum, öll sjálfráð afnot þrætulandsins alla þá tíð, sem sættin yfirgrípur, til 
dauða séra Jóns sál. Jónssonar frá Grenjaðarstöðum árið 1866; en frá þessu ári er einnig sannað, að 
Halldórsstaðir hafi átölulaust að lögum yrkt og notað landið í 20 ár, eður til 1886 þá er þetta mál var 
hafið. – Því næst er þess að gæta að frá hálfu eiganda Halldórsstaða er framkomið Kálfskinnsbréf (sbr. 
réttarskjölin a, b, c við tölul. 6), sem að vísu ekki verður talið í sjálfu sér fullgilt eignarskjal frá 16. öld, 
fyrir hinu umþrættarædda þrætulandi, en virðist þó eigi alllítið að styðjast við þingsvitni það, sem áður 
er getið í réttarskjalinu tölul. 9., er vitnin eigi aðeins votta um notkun þrætulandsins af hálfu 
Halldórsstaða, heldur einnig um eignarréttindi Halldórsstaða á landinu. 
Eftir þessu veltur niðurstaða þessa máls á því, hvort svo beri að álíta, að frá hálfu sækjanda sé 
framkomin svo óhult og óyggjandi eignarsönnun fyrir þrætulandinu, að hún samkvæmt Jónsbókar 
Landsleigubálk 26. Kap. in finl, eigi að raska hefðarhaldi Halldórsstaða á þrætulandinu. 
Í þessu tilliti skal þá tekið fram að sækjandi hefir til sönnunar þessu lagt fram 
1. útdrátt úr máldögum Grenjaðarstaðakirkju, a. Auðunnar máldaga, b. Péturs máldaga, 
c. Ólafs Rögnvaldssonar máldaga, d. máldaga sama, e. úr Sigurðarregistri 
2. Þingsvitni 3. manna frá 1458. (sbr. réttarskjal a. við tölul. 5.) 
3. Lögfestur frá 1790 og 1805. (sbr. rtskj c og e við tölul. 5) og 2 óeiðfesta 
utanréttarvitnisburði stafl. b. og f. við tölul. 5) 
Hvað nú viðvíkur hinum framlögðu útdráttum úr biskupamáldögunum og Sigurðarregistri, sem 
varnaraðili ekki hefir vefengt að seú réttar útskriftir, þá er það að vísu svo, að þeir allir ásamt 
Sigurðarregistri, telja „Hrísaland“, sem eign Grenjaðarstaða við hliðina á öðrum eignum kirkjunnar, 
alveg á sama hátt og sömuleiðis „hálfa selför á skarði uppi“ en Sigurðarregistur eitt telur „selför (ekki 
hálfa) á skarði upp“, en dómurinn fær eigi séð, að úr máldögunum verði dregin meiri vissa, eður 
áreiðanlegt álit um það, hvar þetta Hrísaland hafi legið, því í þessu tilliti er það auðsjáanlega ekki 
nægilegt eða einhlýtt, eins og sækjandi vill álíta, þó að máldagarnir auðsjáanlega telji Hrísaland við 
hliðina á heimalandi Grenjaðarstaða, og það því síður, sem takmörk heimalands Grenjaðarstaða ekki 
eru sönnuð í málinu. Sama er að segja „um selför á skarði upp“, sem allir máldagarnir nefna, að þeir 
geta enga vissu um það hvar þetta skarð sé, eður að selför þessi, hvort heldur hálf eða heil, sé í 
Halldórsstaðaskarði. 
Viðvíkjandi þingsvitninu frá 1458, þá er það þriggja eiðsvarinnar manna vitnisburður á selinu fram 
við læki á Þegjandidal, um það, að í þeim sömu takmörkum, sem þeir stóðu á og þá stóðu Selhúsin, hafi 
verið höfð selför frá Grenjaðarstöðum (og haldin staðarins eign); hafi þeir aldrei heyrt (uppá meira en 
30 vetra) þessa selstöðu öðrum eignaða en Grenjaðarstöðum, þar til þeir heyrðu sagt að séra Þorkell 
eignaði sér. 
Dómurinn fær eigi séð, að í þingsvitninu ræði um annað en selför, sem ítak í annars manns landi, 
einhverstaðar á Þegjandidal, og virðist þetta verða enn ljósara þegar þingvitni þetta er borið saman við 
mótmæli prestsins séra Tómasar Skúlasonar, Grenjaðarstaða vegna fyrir manntalsþingsrétti á 
Helgastöðum 29. Maí 1805 gegn lögfestu Ásmundar sál. Sölvasonar á Halldórsstöðum dags. s.d. 
(réttarskjal tölul. 7) og sem lögfestir allt land í Þegjandidal austan Kálfalækjar út í Tvígarða, þar sem svo 
segir að prestur þessi átelji lögfestuna, „að því leyti, sem nefnt beneficium eigi tilkall til selstöðu á 
Þegjandidal innan þeirra lögfestu takmarka“, því þessi orð verða eigi skilin öðruvísi en sem 
viðurkenning þess, að það væri aðeins selför í landið, en ekki landið sjálft, sem presturinn gerði tilkall 
til. 
Hvað loks áhrærir hinar framlögðu lögfestur frá 1790 og 1805, þá geta þær, eftir eðli sínu engin 
veruleg áhrif haft á þetta mál, þar eð þær eru aðeins einhliða yfirlýsingar um það, hvað sá er lögfestir 
vilji eigna sér, en eigi sönnun fyrir eignarrétti hans. Og sérstaklega er það athugandi um lögfestuna frá 
1790, að hún, eins og máldagarnir og Sigurðarregistur tilgreinir „Hrísaland“ og „selför hálfa í skarði 
uppi“, en gefur enga frekari bendingu en þeir, um það hvar landið og selförin liggi. 
Eins er það athugandi við lögfestuna frá 1805, að hún virðist halda sér til mótmæla þeirra, sem 
höfundurinn gerði, eins og áður nú var fráskýrt, við hina framlögðu lögfestu Halldórsstaðabónda litlu 
áður, 29. Maí s.á. (réttarskjal tölul.7) með tilliti til landsins á Þegjandidal, en hún aðeins snertir 
Birningsstaði. 
Dómurinn fær þannig eigi séð, að úr þessum skjölum verði leidd nein lögfeld eignarheimild 
Grenjaðarstaðakirkju fyrir þrætulandinu, og til þeirrar niðurstöðu hlýtur dómurinn því fremur að 
komast, sem að dómsmenn við merkjagönguna eigi gátu fundið neitt í staðháttunum við 
merkjagönguna eigi sem styðji þær ályktanir er sækjandi málsins hefir dregið út úr skjölunum. Á 
merkjagöngunni virtist svo sem afstöðumálverkið (Réttarskjal b við tölul. 15) væri allvíða ónákvæmt og 
býlasetning og býlanöfn á því 
geta dómendur eigi fallizt á, enda er málverkinu mótmælt af varnaraðila 
málsins. Dómendum var eigi unnt að sjá við merkjagönguna með vissu, að nokkurt býli hefði verið 
sunnan Tvígarða; að vísu sést í tveim stöðum í þrætulandinu móta fyrir girðingum og rústum, en að 
þær rústir hafi verið býli en eigi selhús, beitarhús, heygarðar eða eitthvað þesskonar, var dómendum 
eigi hægt að ákveða. Norðan við Tvígarða skoðuðu dómendur á tveim stöðum forn mannvirki, og voru 
þau og staðhættirnir, að áliti dómsmanna, mun líkari því, að þau hefðu verið býli, en á hinum tilgreindu 
stöðum í þrætulandinu, og þegar nú í sambandi við þetta er tekið tillit til þess, að vitni, sem leidd hafa 
verið í málinu hafa kannast við eyðibýlið Hrísakot, sem liggjandi fyrir norðan Tvígarða, en enginn hefir 
kannast við býla nafnið Hrísar, nema í sambandi við landþrætu þá, sem séra Jón sál. Jónsson á 
Grenjaðarstað hóf árið 1844 (sbr. vitnaleiðslur í málinu) þá fá dómsmenn eigi betur séð en að sú ályktun 
liggi næst að álíta að Hrísakot hafi verið byggt í hinu svokallað „Hrísalandi“, sem þannig hafi legið fyrir 
norðan Tvígarða. 
Með tilliti til garðs þess, austan í Þorgerðarfelli sem kálfskinnsskjalið (rtskj. a við 6) getur um og 
aðalkrafa verjanda er byggð á, þá er þess að geta að dómsnenn gátu engin merki séð til hans. 
Ennfremur er sannað og viðurkennt í málinu, að Birningsstaðir átölulaust að lögum hafi yrkt og notað 
landspildu þá, sem liggja hefði átt á milli þessa garðs, og línu þeirrar, er varakrafan fer fram á þá og 
getur 
dómurinn þess vegna 
eigi fallizt á aðalkröfuna, að því leyti, sem hún er mismunandi frá varakröfunni. Og 
enda þótt svo sé, að hin svonefnda Birningsstaðaey liggi fyrir því landi, sem samkvæmt hinu 
áðurgreinda er í hefðarhaldi Halldórsstaða, þá er það víst og viðurkennt í málinu, að Birningsstaðamenn 
hafi einlægt yrkt og notað þessu eyu óátalið frá hálfu Halldórsstaða manna. Auk þess, sem staðfest 
eftirrit úr jarðabók Árna Magnússonar, sem sækjandi hefir framlagt í málinu (Réttarskjal d. við 5) virðist 
að benda til fornrar heimildar Birningsstaða fyrir eyunni. 
Samkvæmt öllu því, sem nú er sagt, hlýtur dómurinn að aðhyllast varakröfu varnaraðil, þó þannig, 
að Birningsstaðaey teljist eign Birningsstaða. 
Kostnaður við merkjadóminn virðist eftir atvikum eiga að greiðast að hálfu af hinu opinbera og að 
hálfu af verjanda, þar með talinn ferðakostnaður oddvita eftir dómsins, eftir reikningi. 
Málið hefir,sem gjafsóknarmál, verið flutt vítalaust. 
Því dæmist rétt að vera: 
Landamerkjalínan milli Grenjaðarstaða og Birningsstaða á einn veg, og jarðarinnar Halldórsstaða í 
Laxárdal á hinn, skal vera úr svonefndum Kálfalæk á Þegjandidal eftir Tvígörðum upp í Þorgerðarfell, 
og þaðan bein stefna yfir fellið í norðvesturupptök Merkigils (Grjótgils), þaðan eftir gilinu og læk þeim, 
sem úr því rennur, ofan yfir Grávíðisflöt beina stefnu um Svartahraun í Laxá. Birningsstaðaey tilheyri 
Birningsstöðum. 
Dagpeningar dómsmanna að upphæð samtals kr. 79,50, auk fæðispeninga ferðakostnaðar 
oddvita eftir 
reikningi, borgist að hálfu af hinu opinbera og að hálfu af verjanda. 
Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. 
Dómurinn var upplesinn og varnaraðili viðstaddur en sóknaraðili eigi. 
Rjettinum sagt upp. 
BSveinsson 
Pjetur Jónsson 
Sigurður Jónsson 
Benedikt Jósepsson 
Jakob Jónasarson