Uppskrift
Ár 1883, miðvikudaginn hinn 19. september, var þing sett að Nes[i] í Höfðahverfi af sýslumanni B.
Sveinssyni með undirrituðu[m] vottum. Þess skal getið að Sigurður umboðsmaður Guðnas[on] á
Ljósavatni, sem 19. marz seinastliðinn, var nefndur í merkjadóm í landaþrætunni millum Ness og
kirkj[u]jarðanna, Laufáss, Grundar og Lómatjarnar, hafði tjáð, a[ð] hann sökum veikinda eigi geti mætt
og setið í dómin[um]. Var því í hans stað nefndur í dóminn Ásmundur bon[di] Þorteinsson á Miðvík sem
var viðstaddur. Málsaðilar […] einnig voru til staðar höfðu ekkert á móti þessu[m] dómsmanni.
Upplesid. Rjetti slitið.
B. Sveinsson.
Vottar:
Hallgrímur Stefánsson
Einar Benediktsson
Ár 1883, miðvikudaginn hinn 19. september, var merkjadómur settur að Nesi í Grýtubakkahrepp í
landa þrætunni, millum tjeðrar jarðar og kirkjujarðanna Laufáss, Grundar og Lómatjarnar. Í dóminum
sátu auk sýslumannsins í Þingeyjarsýslu B. Sveinssonar eptir nefningu 19. marz seinastliðinn og í dag.
Alþingismaður Jón Sigurðsson á Gautlöndum Baldvin bóndi Sigurðarson á Garði, Jón
sýslunefndarmaður Árnason á Arndísarstöðum og Ásmundur bóndi Þorsteinsson á Miðvík: Rituðu þeir
undir [þes]slagað eiðspjall:
Eg Jón Sigurðsson, eg Baldvin Sigurðsson, eg Jón Árnason og ég Ásmundur Þorsteinsson, lofa og vér að
leysa dómstarfa þann af hendi, sem ég [h]efi verið kvaddur til í landaþrætunni milli [ja]rðarinnar Ness
og kirkjujarðanna, Laufáss, [Gr]undar og Lómatjarnar, eptir bestu samvisku og þekkingu. Svo
sannarlega hjálpi mjer guð [og] hans heilaga orð.
Jón Sigurðsson
Baldvin Sigurðsson
Jón Árnass
Á. Þorsteinsson
[T]il staðar var sóknaraðilinn Einar umboðsmaður Ásmund[a]rson í Nesi. Lagði hann fram tölul. 1 kæru
til sáttanefn[dar] dags 18. sept. f.á. með tilheyrandi áteiknum sáttanefnd[ar]innar dags. 22. nóvember
f.á. Ennfremur lagði hann fram [tö]lul. 2 landamerkjalýsing dags. 19. sept. f.á. svohljóðan[di] […] og
fyrir hönd Laufásprestakalls, sáttanefndamaður Jón Jónsson á Munkaþverá. Lagði hann fram tölul. 3.
umboðsskjal amtmannsins í Norður- og Austuramti dags. 15. febr. þ.á. og tölul. 4. gefins málssókn dags.
16. jan. þ.á. þessi skjöl eru svohljóðandi. Umboðsmaðurinn gat þess, að hann samkvæmt
umboðsskjalinu tölul. 3. eigi hefði heimild til annars eður meira, en halda uppi vörn fyrir
Laufássprestakall viðvíkjandi þrætunni um varphólma þann er umboðsskjalið nefnir og var þess vegna
presturinn í Laufási síra Magnús Jónsson einnig tilkvaddur til merkjagöngunnar, sem byrjuð var þegar
hjer var komið í málinu. Dómsmenn og málsaðilar gengu eins og nú er sagt á merkin og kynntu sjer
nákvæ vandlega landsháttu og land það, sem sóknaraðili kallar sjer gagnvart ofangreindum
kirkjujörðum. Komu málsaðilar sjer saman um landamerkin eins og þau eru talin í
landamerkjalýsingunni tölul. 2. frá Sóleyjardýi til Fnjóskár eður svonefnds Sýkis og svo þaðan alla leið
niður að svokölluðum Nesshólma, sem þannig verður aðeins ágreiningurinn um. Skoðuðu dómsmenn
nákvæmlega hólma þennan og árfarvegina í gegnum Laufásshólmana. Að þessu búnu ko[mu]
dómsmenn aptur saman á ofangreindum stað kl. 3 ½ e.m. og lagði þá sóknaraðili fram tölul. 5 lögfestu
frá 15. júní 1701, tölul. 6 lögfestu frá 4. júni 1736, endurnýjaða 19. sept. 1773, tölul. 7 lögfestu frá 20.
sept 1774, tölul. 8 lögfestu
frá 25. mai, tölul. 9
vitnisburðarbrjef frá 24. april 1799 og tölul. 10 lögfestu frá
18. mai 1799. Þá framlagði hann vitnisburðarbrjef þriggja manna dags. 10. desember 1882 tölul. 11, og
tölul. 12 vitnisburðarbrjef dags. 15. desember 1882 og tölul. 13 vitnisburðarbrjef dags. 15 janúar 1883.
Skjöl þessi voru upplesin svohljóðandi. Sóknaraðili óskaði, að menn þeir, sem gefið hafi vitnisburðina í
skjölunum tölul. 11 og 12 væru látnir koma fram og staðfesta þá á venjulegan hátt svo framarlega sem
verjandi mótmælti þeim. Sóknaraðili lýsti því yfir að hann áliti að hin framanlögðu skjöl í sambandi við
landamerkjalýsingu hans og landsháttuna, sem dómsmenn hefðu rannsakað, innihjeldu næga sönnun
fyrir því að jörðin Nes ætti Neshólma og yfir höfuð land það allt sem liggur fyrir utan farveginn næstan
fyrir utan Botólfsey að hálfum farvegnum meðtöldum. Samkvæmt þessu óskar dóms í málinu og
varnaraðili verði skyldaður til að greiða málskostnað, en geymir sjer þó rjett til frekari sóknar ef þörf
gjörist þar.
Þá lagði umboðsmaður Laufássprestakalls fram tölul. 14.
varnarskjal dags. í dag með 12 fylgiskjölum
einkenndum með bókstöfum a-m að tölul. 14. þessi skjöl eru upplesin svohljóðandi: Enn framlagði
hann tölul. 15 vitnisburðarbrjef 24. ágúst 1893 og tölul. 16 vitnisburðarbrjef dags. í dag. Skjölin voru
lesin upp svohljóðandi. Jafnframt bað hann bókað, að viðvíkjandi því að Nesshólmi hafi í lögfestunum
ekki verið nefndur þá hafi hann heyrt að Nesshólmi hafi verið partur af Bótólfsey, sem Fnjóská seinna
hafi skorið af og því standi í seinni lögfestum „alla Bótolfsey“ til skýringar eins og þær bera með sjer.
Þess skal getið að sækjandi og varnaraðili komu sjer saman um að hinn síðarnefndi tæki
vitniburðarskjölin tölul. 11 og 12 eins gild eins og þau væru staðfest með eiði og aptur viðurkenndi
sækjandi vitnisburðarskjölin tölul. 15. og 16. á sama hátt. Þá framlagði sækjandi vitnisburðarskjal tölul.
17 dags. í dag undirritað af systkinunum Oddi Kristjánssyni og Kristjönu Kristjánsdóttur. Mætti fyrir
dómnum nefndur Kristján Oddur
Kristjánsson, sem kvaðst vera 42 ára gamall; var hann ámyntur um
sannsögli; var honum sýnt ofangreint skjal og kannast hann við að sje samkvæmt því, sem hann geti
vitnað í málinu og að hann hafi undirskrifað það með sinni eigin hendi. Hann kveðst engu hafa breytt í
vitnisburðinum en tekur það þó fram að vitnisburður hans sje mest byggður á sögusögn móður sinnar
og afa, sem hann hafi alizt upp hjá. Hann segir að móðir sín hafi heitið Hólmfríður Ebenezerdóttir og
afi sinn hafi heitið
Oddur Þorsteinsson. Mætti þá fyrir dómnum Kristjana Kristjánsdóttir sem áminnt um
sannsögli kveðst 50 ára gömul. Var henni sýnt skjalið og það lesið upp fyrir henni, og hefur hún öll hin
sömu ummæli um vitnisburð sinn sem bróðir hennar. Sjér í lagi tekur hún einnig fram að hún byggi
vitnisburð sinn mest á því sem hún hafi heyrt móður sína áðurnefnda Hólmfríði segja, en kveðzt þó
muna glöggt að sjer einu sinni hafi verið lofað að fara með föður sínum til þess að hyggja að æðarvarpi
í Nesshólmanum og minni sig að þá hafi þar verið 12 hreiður, en fyrir víst muni hún það ekki. Systkinin
kváðust bæði fús til þess að staðfesta þennan framburð sinn með sáluhjálpareiði og lýsti verjandi þá
því yfir að hann tæki hann gildan án eiðs vitnisburði þeirra gilda eins og þeir væru eiðfestir. Sækjandi
bað bókað viðvíkjandi varnarskjalinu tölul. 14 að hann mótmælti því að það væri rjett hermt ýmislegt í
þessu skjali eptir lögfestunum t.a.m. það að með hinum eldri lögfestum Laufásspresta væru lögfestir
allir hólmar í Hnjóskárkvíslum undantekningarlaust, því í þessum lögfestum öllum væri skýrt tekið fram,
að prestarnir lögfestu aðeins alla þá hólma, sem formenn þeirra hefðu notað, sem en það vantaði
sönnun fyrir því hverjir það hefðu verið. Ennfremur Viðvíkjandi þessu
atriði athugaði verjandi að þar hann
í varnarskjali sínu hefði þóttzt taka orðrjett upp úr lögfestunum, það sem hann hefði í það skrifað, en
sækjandi málsins vefengdi það, þá óskaði jt hann að sækjandi nú þegar sýndi fram á það, hvað það
hefði verið, en hann hafði aldrei ætlað sjer að skrifa allar lögfesturnar. Þessu svarar sækjandi á þá leið
að hann þættist hafa sýnt það með lögfestum þeim og skilríkjum sem hann hefði framlagt. Enda óskaði
hann að verjandi legði fram vitnisburð þann á bókfelli frá 16. öld, sem hann hefði í vörzlum sínum og
tjáði verjandinn sig fúsan til þess því fremur sem dómsmenn einnig æsktu þess
en kveðst eigi hafa það í þessu augnabliki
við hendina.
Þá framlagði sækjandi tölul. 18 brjef frá síra Birni sál. Halldórssyni í Laufási dags. laugardaginn 7. í
sumri 1859, til sín svohljóðandi: Upplesið. Þar eð kvöld var komið var málinu frestað til næsta dags.
B. Sveinsson
Jón Sigurðsson
Jón Árnason
Baldvin Sigurðsson
Ásmundur Þorsteinsson (handsalað)
Ár 1883, fimmtudaginn hinn 20. sept. 1883 var dómurinn aptur settur af sömu mönnum á sama
stað, sem í gærdag. Voru og málspartar báðir til staðar. Umboðsmaður varnaraðil[a] lagði fram tölul. 19
staðfest endurrit af vitnisburði 3iggja manna á bókfelli frá 1574, sem áður er um getið, og var frumritið
sýnt í dómnum og áteiknað. Viðvíkjandi þessu skjali bað sækjandi bókað að það sýndi ljóslega að fyrir
rúmum 300 árum hafi leikið tvímæli á hvor jörðin Nes eða Laufás ætti Bótólfsey, eins og skjalið líka
virðist benda til þess, að yzti farvegur árinnar Fnjóskár hafi þá ekki verið utan en við Botólfsey að utan,
enda sjeu fornar sögusagnir um að Nesshólmi sje brotinn sunnan af Nesslandi, það megi og sjá af
Sturlunga sögu prentaðri í Kaupmannahöfn 1817, fyrra bindinu fyrri deild bls. 167, að áin hafi nú fyrir
hjerumbil hálfri 7undu öld runnið annaðhvort öll eða að mestum hlut suður við tún í Laufási, þar sem
hún var þá auðsjánlega skipgeng eigi alllitlum bátum upp að j norður jaðrinum á túninu. Af öllu þessu
samanlögðu virðist honum vera ljóst að í öndverðu þegar löndum var skipt milli Laufásar og Ness, hafi
Nes átt langtum lengra suður á bóginn heldur en því hefur nú tilheyrt í síðari tímum, og í öllu falli suður
fyrir Bótólfsey. Verjandi bað bókað, að hann ekki efaðist um að frásögnin í Sturlungu sem nú var getið
væri sönn, en það muni vera tómur misskilningur af sækjanda að ýímynda sjer að þeir hafi lent í
Fnjóská, því enn á vorum dögum gangi flóð svo mikið upp undir hinn gamla völl [í] Laufási, sem sje getið
í Sturlungasögu, að hægt sje að fara þar enn á nokkuð stóru fari, og að öðru leyti virðist honum það
eigi hafa neina rjettarverkum hvar Fnjóská á þeim dögum hafi runnið. Að öðruleyti mótmælti
verjandinn vitnisburði þeirra 2ggja manna, sem fram sje lagður undir tölus. 9, því það sje auðsætt að
eigandi Ness sjálfur hafi útvegað þá og sá fyrri þeirra beri ekki með sjer hvar höfundurinn hafi átt heima,
þegar hann kynntist þeim málavöxtum sem vitnisburðurinn ræðir um. Viðvíkjandi þeim seinni getur
hann þess að hann aðeins beri með sjer að höfundurinn ekki hafi heyrt getið um misklíð út af Ness
hólma, en þetta sje ekki sönnun fyrir því að svo hafi eigi verið. Enn mótmælti hann vitnisburði þeirra
tveggja systkina undir tölul. 17 ekki sem ósönnum heldur þýðingarlausum af því hann sje byggð[ur] á
orðum móður þeirra, sem og geti því ekki haft meiri gildi, en hennar eigin skýrsla tölul. 12. Viðvíkjandi
tölul. 18 tekur hann það fram, að það sýni ekki að notkun Laufásmanna á Neshóma hafi verið átalin að
lögum, en lýsir yfir því að Laufásmenn hafi um mestliðin 40 ár, síðan síra Gunnar friðlýsi eggveri sínu
vorið 1840, þá hafi notað
Nesshólma verið notaður sem varpland og slægjuland frá Laufási, og óátalið að
lögum, og geymir hann sjer rjett til þess ef þörf gjörist að sanna þetta atriði ef með löglegum
Þingvitnum. Viðvíkjandi þeirri athugasemd sækjanda, að Nesshólmi væri brotinn af Nesslandi þá getur
hann þess að bæði síra Björn sál Halldórsson frá Laufási og sá núverandi prestur þar hafi sagt og álitið
að Nesshólmi hafi brotnað eður skorist af Bótólfsey. Þá framlagði hann tölul. 20 skjal dags. 22. mai
1840 þinglesið á 3 manntalsþingum í Grýtubakkahrepp um æðarfuglafriðun, svo hljóðandi: Sækjandi
kvaðst eigi hafa ætla sjer að koma fram með fleira á þessu máli en skýrskotar til alls þess, sem komið
er fram frá hans hendi og óskar samkvæmt því dóms á málinu. Hins sama óskar einnig verjandi fyrir sitt
leyti og heldur sjer til allra varnargagna sinna. Málið þannig með samþykki beggja málsparta tekið upp
til dóms. Upplesið.
BSveinsson
Jón Sigurðsson
Jón Árnason
Baldvin Sigurðsson
Ásmundur Þorsteinsson
Einar Ásmundsson
JJónsson
Ár 1883 hinn sama dag og á sama stað, var merkjadómurinn aptur settur af hinum sömu mönnum
og áður. Var þá í landamerkjamálinu milli jarðarinnar Ness og Laufásstaðar uppkveðinn svolátandi.
Dómur
Í landaþrætumáli þessu er ágreiningurinn um hvorri jörðinn Nesi eða Laufási hinn svonefndi Nesshólmi
tilheyri, eður nákvæmar tiltekið, land það sem liggur í neðanverðum Fnjóskárkvíslum fyrir utan farveg
þann, sem næstur liggur fyrir norðan Bólófsey. Á merkjagöngu þeirri sem framfór í gærdag urðu allir
dómendur sammála um það að hinn forni aðalfarvegur Fnjóskár, eptir því sem landshættir eru og
stefna árinnar að ofan bendi til, hafi ekki ekki getarð verið norðar, en í þeim þurra farvegi sem nú er
utan undir Bótólfsey, alt til sjáfar en norðan megin við þennan þurra farveg liggur hinn umþrætti
Nesshólmi, að skilinn frá meginlandi Nessjarðar af ystu kvísl Fnjóskár eins og hún rennur nú. Virtist
dómsmönnum auðsætt að þessi síðar nefnda kvísl muni á seinni tímum hafa brotið Nesshólma frá
Nesslandi, og alls eigi geta hafa verið forn far vegur aðalárinnar, bæði sökum þess, að þessi farvegur er
nýlegri og minni en svo að megináin hafi þar nokkurn tíma getað runnið, og eins sökum þess að allt
sem ráða má af landsháttum virðist benda til að hins forna aðalfarvegs Fnjóskár sje að leita á svæðinu
sem liggur fyrir sunnan Bótólfsey og upp að Laufáss túni án þess það sje mögulegt að ákveða
nákvæmar, hvar helzt á þessu svæði aðalfarvegurinn hafi legið, enda liggur það fyrir utan þetta mál.
Samkvæmt þessu hlýtur dómurinn að komast til þeirrar niðurstöðu að Nesshólmi hafi að fornu verið
áfastur Ness landi eða einn hluti þess, og getur það þannig orðið skiljanlegt, hvers vegna nafnið
Nesshólmi eigi finnst í hinum eldri skjölum málsins, þar sem tjeður hólmi að líkindum fyrst hefur
myndast á seinni tíð.
En þá er kemur til þeirra skilríkja er fram komin eru í málinu, skal þess fyrst getið, að sækjandi hefur
framlagt 5 lögfestur (tölul. 5-8 og 10) allar frá næstliðinni öld eða frá 1701 til 1799, allar þinglesnar og
ómótmæltar, ennfremur 5 vitnisburðar skjöl (tölul. 9, 11-13 og 17). Elzta skjalið (tölul. 9) er tveggja
manna vitnisburður frá 1799 um eignarhald og notkun Nesshólma á ofanverðri 18. öld. Hinir
vitnisburðirnir eru allir útgefnir á þessu og næstliðnu ári og hljóða um hið sama. Öll þessi skjöl lúta að
því að sýna og sanna að Nesshólmi hafi að fornu legið undir jörðina Nes, og verið notaður þaðan allt
þangað til að Laufássprestar fóru að koma þar á varpi nú fyrir rúmum 46 árum síðan. Þessu til ítarlegri
sönnunar hefur framkomið í málinu þriggja manna vitnisburður á skinni frá 1574 (tölul. 19) og brjef
Björns prófasts Halldórssonar í Laufási frá 1859 (tölul. 18). Með tilliti til hins fyrnefnda skjals, skal það
sjerstaklega fram tekið að af því er auðráðið að Laufássprestar hafa á þeirri tíð aðeins helgað sjer
Botólfsey sem liggur næst fyrir sunnan Nesshólma en ekki lengra til norðurs og má enda af skjalinu
ráða að tvímæli hafa leikið á því hvort Laufásstaður ætti Bótólfsey eða ekki. Í hinu síðargreinda skjali
kemur fram ótvíræð viðurkenning Laufassprests fyrir því að Nesshólmi hafi fyrrum legið undir Nes, og
að hólminn hafi á seinni árum komizt undir Laufásskirkju með forboðum og lögfestum.
Verjandi hefur að vísu til sönnunar hinu gagnstæða eður því að Neshólmi hafi til forna verið eign
Laufásstaðar framlagt 11 lögfestur (að tölul. 14 a-l) og er elzta lögfestan dagsett 1678 en hin yngsta
1841. Í öllum hinum eldri lögfestum er Bótólfsey tilgreind, sem hið ysta takmark landeigna Laufasstaðar
á móti Nesi. En í hinum yngri lögfestum, svo sem frá næstliðnum aldamótum og þar á eptir er tiltekin
hinn yzti farvegur Fnjóskár sem merki milli Ness og Laufáss og í einni þeirra, lögfestu Gunnars prests
Gunnarssonar frá 1840, er nefndur Nesshólmi sem eign Laufásstaðar. En flestum þessum yngri
lögfestum hefur verið mómælt af Ness eigendum eða athugasemdir gjörðar við þær með tilliti til
Nesshólma og virðist því eigi ástæða til að leggja aðra nje meiri þýðingu í hinar yngri lögfestur
Laufáskirkju en hinar eldri þeirra þar sem þær rjettskildar ekki virðast koma í neina mótsögn, við hinar
áður umgetnu lögfestur fyrir Nessjörðu.
Með því sem þannig er talið, hlýtur merkjadómurinn að álíta það löglega sannað að Nesshólmi eður
hið umþrætta land hafi verið einn hluti og eign jarðarinnar Ness, og samkvæmt þessu getur það þá eigi,
eptir ákvörðun Jónsbókar landsleigubálk kap. 26 komið til greina, þó svo megi álíta sem það sje sýnt og
sannað í þessu máli að Laufásprestar eins og verjandinn sjer í lagi hefur haldið fram og byggt
rjettarkröfu sína um Nesshólma á hafi notað Nesshólma sem varpland og slægjuland síðan árið 1840,
og er þannig ekki ástæða til að rannsaka hvert af not Laufáspresta af Nesshólma þau er hjer um ræðir,
hafi sem virðist vera vafasamt, verið þannig löguð, að hefð eptir tjeðri grein landslaganna geti rjettilega
orðið á þeim byggð, sjer í lagi með hliðsjón af því, sem viðurkennt er í fyrnefndu rjettarskjali (tölul. 18)
og áður er tekið fram um það að Laufásprestum hafi eigi verið ókunnugt um, á þessu tímabili að
Nesshólmi hafi að rjettu lagi til forna tilheyrt jörðinni Nesi en ekki Laufásstað. Málskostnaður virðist
eptir atvikum eiga að greiðast að hálfu af sækjanda og að hálfu úr opinberum sjóði. Málið hefur sem
gjafsóknarmál verið flutt útalaust.
Því dæmist rjett að vera:
Hin umþrættu landamerki milli Ness jarðar og Laufásstaðar, skal vera kvísl sú eður farvegur Fnjóskár,
sem gengur frá svonefnda Sýki næst fyrir utan Bótolfsey niður til sjáfar. Dagpeningar
merkjadómsmanna samtals kr. 57,00 borgist að hálfu af sækjanda, Einari Ásmundarsyni í Nesi og að
hálfu úr opinberum sjóði. Dóminum að fullnægja ept innan 15 daga frá birtingu hans undir aðför að
lögum. Dómurinn var í rjettinum upplesinn. Sóknaraðili var viðstaddur en verjandi ekki.
Rjettinum sagt upp.
BSveinsson
Jón Sigurðsson
Jón Árnas.
Baldvin Sigurðsson
Ásmundur Þorsteinsson