Uppskrift
Landamerki
milli jarðanna Víðvalla ytri I og Víðivalla ytri II gerð af eigendum nefndra jarða að
viðstöddum úttektarmönnum hreppsins þeim Guttormi V. Þormar, hreppstjóra, Geitagerði
og Benedikt Friðrikssyni, bónda, Hóli.
Lýsing:
Að neðan við ármót Jökulsár og Keldár, merkt með landamerkjasteini á eyrinni við Keldá,
úr honum bein lína í vörðu á Millukletti, þaðan í Hlíðarhúsalækjargil sunnan við
Hlíðarhúsahjalla, með Hlíðarhúsalæk upp í Neðri-Stangarbrún. Þaðan út í Flatahraun. Úr
Flatahrauni um Sandgil yfir Víðivallaháls í Gilsárfoss.
Innan landamerkja Víðivalla II er girðing frá Víðivöllum I, sem takmarkast að ofan úr
Hlíðarhúsalækjargili inn í Háaklett og að neðan úr landamerkjalínu í Brattamel og að framan
úr Brattamel í Háaklett.
Innan landamerkja Víðivalla I er Veturhúsaeyri, sem tilheyrir Víðivöllum II, er takmarkast
af Mórauðalæk að framan, Illahöfða, að utan, Þjóðvegi að ofan og Jökulsá að neðan.
Skógræktargirðing innan landamerkja Víðivalla I, skiftist að jöfnu milli jarðanna.
Vísast í því sambandi til skiptagerðar, sem er í vörslu Skógræktar ríksins.
Víðivöllum ytri II 15.7. ´79.
Hallgrímur Þórarinsson eigandi að Víðivöllum ytri I
Þórarinn Rögnvaldsson eigandi að Víðivöllum ytri II