Landamerki á milli Sunnuhlíðar og Sýreksstaða í Vopnafjarðarhreppi N-Múl.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki 
Á milli Sunnuhlíðar og Sýreksstaða í Vopnafjarðarhreppi N-Múl. 
Sunnuhlíð er nýbýli, ¼ úr Sýreksstaðalandi, þó með eftirgreindum landamerkjum. 
Að vestan ræður Marklækur og landamerki, sem skiptir löndum Hraunfells og 
Sýreksstaða. 
Að norðan á Hraunfellshálsi ráða landamerki Þorbrandsstaða og Sýreksstaða á móts við 
Húsalæk. Þaðan ræður Húsalækur niður á móts við núverandi skurð, sem nær út að nýrækt 
Sýreksstaða ofan gamla skurðar. Þaðan ræður girðing, sem liggur í Gamla skurð og hann 
liggur í læk, sem skiptir túnum á milli Sunnuhlíðar og Sýreksstaða. 
Að sunnan ræður Sunnudalsá. 
Einnig tilheyrir Sunnuhlíð ¼ hluti hlunninda vegna veiðiréttar í Sunnudalsá. 
Vopnafirði, 3. marz 1977 
Eigandi Sunnuhlíðar Haukur Georgsson 
Eigandi Sýreksstaða Hjálmar Jósefsson 
Vitundarvottar: 
Rúnar Valsson 
Friðrik Sigurjónsson