Landamerki jarðarinnar Skeljavíkur

Nr. 16,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Skeljavíkur: 
Að utan greinir Víðidalsá og Húsadalsá Skeljavíkurland frá Víðidalsá fram að Þverá, svo 
skilur Þverá, sem rennur úr Þiðriksvallarvatni í Húsadalsá, Skeljavíkur land frá landi 
jarðarinnar Vatnshorns. Frá gömlum farvegi Hvítár í vörðu á bakkanum og sem Hvítá ræður 
að hrauni, sem liggur að Teigsgilsvatni. 
Gísli Jónsson á Víðidalsá. Finnur Jónsson í Kálfanesi. 
Ólafur Gunnlaugsson í Skeljavík. Magnús Guðmundss. á Þiðriksvöllum. 
Eym. Guðbrandsson í Bæ. – 
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti að Hrófbergi 2. júnim 1887 og ritað inn í Landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 16. vitnar 
S.E.Sverrisson. 
Borgun fyrir þinglestur kr 
75a 
Borgun fyrir bókun kr 
25a 
Er 
Ein króna 
SESv 
Kort
3 km
Leaflet Staðfræðikort byggt á gögnum frá LMÍ og Open Street Map.