Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Munaðarnes í Árneshreppi
Milli Munaðarnes og Eyrar ræður merkjum klettaklauf við sjóinn og úr henni sjónhending í
Hróaldshöfða, úr honum sjónhending í öxlina á Miðaptansfjallinu.
Milli Munaðarnes og Fells í tanga þann; sem kallaður er Hellir beina stefnu til Kálfatinda.
Sker þau, sem liggja framundan landinu, liggja undir jörðina, ásamt veiði við þau.
p.t. Arnesi 2. júli 1890
J.J. Thorarensen
Jón Gíslason
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Arnesi, 2. júlímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 93. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SE Sverrisson