Uppskrift
[bls. án nr.]
Landamerki milli Hleinargarðs og Tjarnarlands eru þessi:
Úr Himbrimatanga réttlínis út Tröllaskarás og í vörðu þá, er stendur á næsta holti austan Tröllaskörð.
Þessi framanskrifuðu landamerki samþykki ég.
Magnús Jónsson Hleinargarði, 13. júní 1884.
Frá áðurnefndri vörðu fyrir austan Tröllaskörð út í vörðu fyrir austan flöguna hér um bil austan af
miðju Móavatni.
Samþykkur, Magnús Guðmundsson
Mörkin milli Steinsvaðs og Tjarnarlands eru sett úr téðri vörðu norður yfir Móavatn beina stefnu í
vörðu á Merkiöxl og þaðan beint í sandgróf í Víðinesi við Lagarfljót.
Þessum aftanskrifuðu landamörkum eru við samþykk orðin.
Sigmundur Jónsson, Guðbjörg Einarsdóttir
Mörkin milli Grafar og Tjarnarlands eru:
Úr Sauðalækjarós við Lagarfljót að norðan og beina stefnu austur í Himbrimistanga framan við
Breiðavatn og þar út yfir vatnið eftir áður sögðu um mörkin að austan. Þessum að framan er ég
samþykk.
Guðbjörg Einardóttir.
Um þessi landamerki samþykkir
Guttormur Vigfússon (handsalað)
Landamerki milli Grafar og Tjarnarlands eru þessi:
Úr ytri odda Himbrimatanga, beina stefnu í Rauðalækjarós við Lagarfljót, eftir því sem samþykkt
var í áreið á fyrgreind landamerki 31. maí 1890 af undir skrifuðum mönnum.
Fyrir hönd eiganda Tjarnarlands
Snorri Rafnsson bóndi í Dagverðargerði
Magnús Jónsson bóndi í Gröf
Jónas Eiríksson (Umráðamaður Eiðastólsjarða)
Rétt endurrit staðfestir
Seyðisfirði, 2. des. 1968.
[Undirskrift vantar]
[bls. án nr.]
Við undirrituð, eg Sigurveig Jónsdóttir, eigandi Hákonarstaða og Grundar á Jökuldal, og eg Einar
Eiríksson og Jónas Eiríksson, eigendur Eiríksstaða, höfum komið okkur saman um að leggja í gjörð
ágreining þann, sem er um landamerki milli Hákonarstaða- og Grundarlands annars vegar og
Eiríksstaða hins vegar, og höfum í því skyni útnefnt þá prófast síra Jón Jónsson á Hofi, Gunnar bónda
Gunnarsson á Ljótsstöðum í Vopnafirði, síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi, Jón Bergsson bónda á
Egilsstöðum og sýslumann Eggert Briem á Seyðisfirði, til að ríða í merkin og ákveða landamerki milli
nefndra jarða. Skuldbindum við okkur til þess að hlýta gjörð og dómi hinna útnefndu manna, og skulu
landamerki þau, er þeir setja, hjer eptir haldast órjúfanleg.
Hákonarstöðum, dag 7. júlímánaðar 1897
Sigurveig Jónsdóttir handsalað.
Jónas Eiríksson.
Vitundarvottar:
Sigurjón Sigurðsson
Björn Sigurðsson
Eiríksstöðum 8. júlímán. 1897.
Einar Eiríksson.
Vitundarvottar:
Stefán G. Þórarinsson
Eiríkur Sæmundsson.
Samkvæmt framanritaðri útnefningu höfum vjer undirritaðir gjört áreið á landamerki jarðanna
Hákonarstaða og Grundar annars vegar og Eiríksstaða hins vegar, sem og athugað skjöl og skilríki
jarða þessara. Eptir nákvæma yfirvegun höfum vjer orðið sammála um, að ákveða landamerki þeirra
þannig:
Úr Jökulsá í stein þann hinn stóra, er stendur í Þrándargili fyrir utan Illuskriðu, en svo nefnist
skriðuhvammur sá, sem er utan við Skriðuhöfða; úr Þrándargili í Þrísteina, en þeir steinar standa
austan í holti skammt fyrir framan og neðan Sjónarhól, þeir eru þrír, einn langstærstur, merktur
með rúnastafnum „ψ“, hinir töluvert minni, og þó báðir miklu stærri en aðrir steinar á því holti, frá
Þrísteinum ræður svo bein stefna yfir Lönguöxl, sem nú nefnist Búðarháls, utan við
Búðarvatnsenda ytri og í Víðirárós (Víðirdalsárós), þar sem hún fellur úr stöðuvatninu Gripsdeild.
Til staðfestu landamerkjagjörningi þessum eru vor undirrituð nöfn
Gjört að Eiríksstöðum hinn 8. dag júlímán. 1897
Eggert Briem
Jón Jónsson
Magnús Bl. Jónsson
Gunnar Gunnarsson
Jón Bergsson