EndurritLandamerkjaskrá, fyrir Hól og Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá

Nr. 15/1890,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
 
Landamerkjaskrá, fyrir Hól og Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá. 
1. Milli Hóls og Ásgrímsstaða úr miðjum aurskjafti eptir miðjum aur allt í Bakkatættur, þaðan 
eptir vestari bakka Jökullækjar allt í Markhólma. 
2. Milli Hóls og Hrollaugsstaða frá miðjum Markhól beina línu í Engilækjardrag beint fram af 
Beinhól þaðan beina línu út í Beinhól, aptur úr Beinhól í mitt Merkiker, og þaðan í miðjan 
Grafning austan við Svæðamelsenda. Svo úr þeim grafning í Fuglakýl, norðan við Stóramel, 
og þaðan beina línu til sjávar. 
3. Milli Hóls og Húseyjar ræður Lagarfljót út að svonefndri Seleyri, þar sem gras endar. Þá 
ræður bein stefna í vestara rekamark Eyðasands. 
Rekamörk Eyðasands: 
1. Milli Ólafssands og Eyðasands að norðvestan, þegar maður stendur í flæðarmáli, þar sem 
vestari hliðveggur Grænmóðshússins ber saman við yzta og norðasta hornið á 
Kirkjubæjarskerslum. 
2. Að austan milli Eyðasands og Hrollaugsstaðasands þegar staðið er í flæðarmáli. Þá eiga þrjár 
þúfur í sandinum að bera saman og í há-Rangárhnúk. 
Staddur á Hjaltastað 23. maí 1890 
Einar Jónsson (handsalað) 
Jónas Eiríksson (umráðamaður Eyðastólsjarða) 
Sigurður Gunnarsson fyrir hönd Valþjófsstaðakirkju 
Páll Pálsson (fyrir hönd Hallormsstaðakirkju) 
Björn Jónsson (handsalað) 
Arnfinnur Þorleifsson (handsalað) 
Ketill Þorsteinsson (handsalað) 
Þorlákur Gíslason (handsalað) 
Gísli Gíslason (handsalað) 
Þorkell Björnsson (handsalað) 
Ábúendur Hrollaugsstaða: Björn Jónsson, Magnús Einarsson, Magnús Jónsson 
Þinglýst á manntalsþingi að Hjaltastað 14. júní 1890 og innfært í landamerkjabók Norður-Múlasýslu 
bls. 118-119. 
Einar Thorlacius 
Gjald til landsjóðs: 
Þinglýsing kr. 0,75,- 
Bókun kr. 0,25,- 
Kr. 1.00 – ein króna 
E.Th. 
Rétt endurrit staðfestir 
Seyðisfirði 26. ágúst 1976 
Erlendur Björnsson.