Uppskrift
Landamerki
Húseyjar í Hróarstungu.
Að sunnan liggja landamerki yfir miðjan „Aur“ úr Jökulsá í Lagarfljót.
Að austan ræður Lagarfljót út að Seleyri, þá bein stefna í vestara rekamark Eyðasands, sem er þar í
fjöru, er vesturvegg Grænmóshússins ber í yzta horn Kirkjubæjarskersla.
Að norðan ræður sjór.
Að vestan ræður Jökulsá.
Kirkjubæ, 20. júní 1891.
Einar Jónsson
Fyrir hönd Eyðsstóls.
Jónas Eiríksson
Þinglýst á Fossvallamanntalsþingi 25. júní 1891 og innfært í landamerkjabók Norður-Múlasýslu bls.
135-136.
Einar Thorlacius
Gjald til landsjóðs:
Þinglýsing kr. 0,75,-
Bókun kr. 0,25,-
Kr. 1.00 – ein króna
E.Th.
Rétt endurrit staðfestir:
Seyðisfirði 8. sept. 1972.
Erlendur Björnsson
[stimpill: Bæjarfógetinn á Seyðisfirði – Sýslumaður N-Múlasýslu]
[bls. án nr.]
Endurrit
Landamerkjabókar Norður-Múlasýslu.