Uppskrift
Landamerki og ítök
kirkjujarðarinnar Klyppstaðar í Loðmundarfirði eru þessi:
Merkin eru talin byrja að utan og liggja úr suðurröð á Karlfelli í Grænahaus, þaðan í miðjan Skaga
neðst, beint í Fjarðará. Þaðan liggur merkjalínan upp eftir Fjarðará, þar til er Norddalsá rennur í hana,
þar næst upp eftir Norðdalsá eftir endilöngum Norðdal upp á Norðdalsvarp, og loks eftir eggjum yfir
Oddskarð, Miðfell og Miðdalsvarp og útsuður eftir Karlfelli í áðurnefnda röð þess.
Kirkjan á Klyppstað á Skógarteig í Stakkahlíðarlandi fyrir ofan reiðgötur neðri út til Hraunár og til
geilar þeirrar, sem gengur fyrir framan Titlingshól, fjórtán fóta torfgróf í sama land, Skógarteig í
Úlfsstaðalandi milli Meláár og lækjar þess, er þar fellur næstur; allan reka frá Hjálmá að þeim stað í
flæðarmáli, er bein lína verður dregin yfir Melrakkaþúfu (hún er neðan við varptjarnir) á Álfastein
þann, er yztur stendur á brekkunni framan við Norðurdalsá, þar næst þriðjung í öllum reka, frá þessum
stað allt að Hrauná eða fyrir öllu Stakkahlíðarlandi.
Dvergasteini, 4. marz 1890.
Björn Þorláksson
Hinsvegar rituð (ofanrituð) landamerki og ítök samþykki ég.
Hallfreðarstöðum, 5. marz 1890.
Páll Ólafsson
Hinsvegar (ofan) rituð landamerki og ítök samþykki ég.
Úlfsstöðum, 5. apríl 1890.
Jón Þorleifsson
Innfærð til þinglýsingar 11. apríl 1890 í landamerkjabók Norður-Múlasýslu bls. 109-110.
E.Th.
Þinglýst á Seyðisfjarðarmanntalsþingi 17. júní 1890.
Einar Thorlacius
Gjald til landsjóðs:
Þinglýsing kr. 0,75,-
Bókun kr. 0,25,-
Kr. 1.00 – ein króna
E.Th.
Rétt endurrit staðfestir:
Seyðisfirði 22. jan. 1974.
Erlendur Björnsson
[stimpill: Bæjarfógetinn á Seyðisfirði – Sýslumaður N-Múlasýslu]
[bls. án nr.]
Endurrit
úr landamerkjabók Norður-Múlasýslu.