Uppskrift
Landamerki
kirkjujarðarinnar Seljamýrar í Loðmundarfirði eru þessi:
Merkin byrja við sjó við Merkilækjarútfall og liggja upp eftir Merkilæk upp í Hrafnagil til fjalls,
þar er vötnum hallar, síðan eftir fjallaeggjum allt á Skúmhettu, þaðan eftir Skúmhettudalsá og er henni
lýkur, eftir Stóru-Hrauná allt til sjávar. Jörðin á allan reka fyrir sínu landi.
Dvergasteini, 4. marz 1890.
Björn Þorláksson
Ofanskrifuð landamerki samþykki ég:
Hallfreðastöðum, 5. marz 1890
Páll Ólafsson
Innfærð til þinglýsingar 11. apríl 1890 í landamerkjabók Norður-Múlasýslu bls. 105-106.
Einar Thorlacius
Þinglýst á Seyðisfjarðarmanntalsþingi 17. júní 1890.
Einar Thorlacius
Gjald til landsjóðs:
Þinglýsing kr. 0,75,-
bókun kr. 0,25,-
Kr. 1.00 – ein króna –
E.Th.
Rétt endurrit staðfestir:
Seyðisfirði, 22. jan. 1974.
Erlendur Björnsson
[stimpill: Bæjarfógetinn á Seyðisfirði – Sýslumaður N-Múlasýslu]
[bls. án nr.]
Endurrit
Landamerkjabókar Norður-Múlasýslu.