Endurrit dóms um landamerki milli Úlfsstaða og Árnastaða

Nr. 2/1896,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
 
[bls. án nr.] 
Útskrift 
úr 
dómsmálabók Norður-Múlasýslu. 
Ár 1896, föstudaginn 14. ágústmán. var landamerkjarréttur Norður-Múlasýslu settur á skrifstofu 
sýslunnar á Seyðisfirði og haldinn af settum sýslumanni Eggert Briem og og meðdómsmönnunum 
Skapta ritstj. Jósepssyni, Einari bónda Eiríkssyni, Jóni hreppstjóra Þorsteinssyni og Stefáni bónda 
Ásbjarnarsyni með undirrituðum vottum. 
Þá var í málinu: 
Jón Þorleifsson 
gegn 
umboðsmanni Páli Ólafssyni 
út af landamerkjum milli Úlfsstaða og Árnastaða, kveðinn upp svofelldur 
Dómur: 
Því dæmt rétt að vera: 
Landamerkjum milli Úlfsstaða og Árnastaða ráði Melá, frá Fjarðará og til fjalls. – Af kostnaði við 
réttargjöld og til dómsmanna, til samans 64.00 kr. 41 eyr. greiði sækjandi, Jón Þorleifsson, 
helminginn, en hinn helmingurinn greiðist úr landsjóði. Að öðrum leyti falli málskostnaður niður. 
Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá löglegri birtingu hans, undir aðför að lögum. 
Eggert Briem settur. 
Skapti Jósepsson, Jón Þorsteinsson, Einar Eiríksson, Stefán Ásbjörnsson 
Vottar: 
Kristján Hallgrímsson 
Árni Jóhannsson. 
Rétt eftirrit staðfestir 
Eggert Briem settur. 
Rétt endurrit staðfestir: 
Seyðisfirði, 22. jan. 1974. 
Erlendur Björnsson 
[stimpill: Bæjarfógetinn á Seyðisfirði – Sýslumaður N-Múlasýslu] 

[bls. án nr.] 
Endurrit 
Landamerkjabókar Norður-Múlasýslu.