Endurrit: Landamerki þau, er tilheyra Bárðarstöðum í Loðmundarfjarðarhreppi

Nr. 1/1883,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
 
Landamerki þau, er tilheyra eignarjörðinni Bárðarstöðum í Loðmundarfjarðarhreppi eru þessi: að 
utan úr svonefndum Skjaldarsteini í landamerkjaþúfu utan við Hjáleigu engjar, svo beina línu í 
Goðahnúk á Herfelli, að sunnan Fjarðará að Hrævardalsárós, síðan Hrævardalsá upp fjallið, að innan á 
miðja heiði (Tó) og þaðan út vörp að Hrævardalsá og Goðahnúk. 
Bárðarstöðum 3. júní 1883. 
Jón Ögmundsson 
Ofanskráðum landamerkjum erum við undirskrifuð samþykk. 
Jón Þórleifsson (eigandi Úlfsstaða) 
Þorbjörg Pálsdóttir (ábúandi Árnastaða) 
Þinglýst á Dvergasteinsmanntalsþingi hinn 9. júní 1883 og innfært í landamerkjabók Norður- 
Múlasýslu bls. 3. 
Einar Thorlacius. 
Gjald til landsjóðs: 
Þinglýsing kr. 75,a 
bókun kr. 25,- 
ein króna 
E.Th. 
Rétt endurrit staðfestir: 
Seyðisfirði 22. jan. 1974. 
Erlendur Björnsson 
[stimpill: Bæjarfógetinn á Seyðisfirði – Sýslumaður N-Múlasýslu]