Uppskrift
Ísafjarðarsýslu, til þess, eftir ósk Sýslumannsins í Ísafjarðarsýslu, að ganga frá merkissteinum
í Lækjarlandi, sem miða á eftir merkið í fjörunni milli Núpstorfunnar og Lækjar, samkv. sætt
er gerð var 23. júlí síðastliðinn.
Merkin miðast í jarðfastan stein ca. 45 metr. frá ánni; eins og hún rennur nú inneftir ofanvið
sjávarkambinn. Veltum við svo stórum steini í beina línu 17 metr. ofar. Steinarnir voru báðir
málaðir með bláu vélalakki; einnig var máluð nibba á jarðföstum steini, sem snertir línuna til
hægri, þegar merkið er miðað frá sjónum.
Neðri-Hjarðardalur 23. sept. 1958.
Kristj. Davíðsson Arngrímur Jónsson
Fh. eigenda:
Haukur Kristinsson
Þorvaldur Zófoníasson.