Breiðaból í Skálavík og Hóll í Bolungarvík

Nr. 271,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
og Örnólfur Hálfdánsson Breiðabóli Skálavík, hafa á manntalsþingi 1922 látið þinglýsa 
landamarkabrjefi um landamerki á Stigahlíð milli jarðanna Holl og Breiðabol í Holshreppi. 
Hafa þeir tveir einir undirskrifað brjef þetta, en enginn annar af eigendum Breiðabóls og engin 
af eigendum Hóls. Ákveður brjef þetta að merki milli jarðana á Stigahlíð utanverðri sjeu 
svonefndir Björtulækir milli Hvassaleitis og Miðleitis. 
Við undirritaðir eigendur og umráðamenn Breiðabols teljum að merkjum þessum sje 
rangt lýst í brjefinu. Teljum við að Holl eigi alla leið út í Gunnarsvík norðanvert í Kerlingunni, 
og samþykkjum að þinglýst sje brjefi um landamerkin í samræmi við það. 
Bolungarvík, 31 maí 1924 
Jón S Magnússon 
J Guðbjartur Sigurðsson 
Benedikt Bjarnason 
Vottar: Páll Arnason 
Jón Jónsson 
Þingl. á manntalsþing í Bolungarvík 4/7 -24 
Oddur Gíslason. Gjald 3 – þrir [svo] kronur
Kort