Uppskrift
Höfn, liggjandi í Sljettuhreppi, eftir skipunarbrjefi sýslumannsins yfir Ísafjarðarsýslu dags. 12.
maí 1922.
1. Landamerkji að innanverðu sem liggur að Höfn eru merkji milli áðurnefndra er háfjallgarður
sem hallar til víkanna á báðar hliðar og beint fram eftir því á Kallsnös [svo]1
beina sjónhendingu
niður í svo kallaðan Tröllakamb sem er einstakur klettur sem nær langt fram í sjó í um flóð og
fjöru.
2. Að utanverðu eru landamerki eftir háfjallgarð utan til við Hvannadal sem kallaður er heimari
festaskarðatindur, og fram eftir honum beina sjónhendingu niður bjargströndina í svokallaðan
Súlnastapa sem er standklettur í sjó fram en þó nokkra faðma frá landi.
Rekavík bak Höfn 6. júní 1922
Guðrún Ebinesardóttir
[á spássíu] Þingl. að Hesteyri 14/6 ´24 Innfært í Landamerkjabókina.
1
Hugsanlega átt að vera „Kollsnös“ eða „fjallsnös“.