Ytri-Veðrará í Önundarfirði í Mosvallahreppi

Nr. 269,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkji á milli Veðraránna er úr Skriðutanga beint upp í Veðraráshornið. En á milli 
Breiðadalanna neðri og fremri og Veðrará ytri, er Breiðadalsá, frá sjó og upp í vatn það sem 
liggur undir svonefndu þverfjalli fyrir botni Breiðadals og á hver jörð land í miðja ána. 
Þá á Veðrará ítak aðeins, til slægna sunnan til á svonefndri ártungu fram á dalnum 
norðan til við ána. 
Úr vatninu liggur merkið skemst skemstu leið á fjallsbrún. 
Veðrará 19. apríl 1924 
Þórður Sigurðsson Jón Guðmundsson 
Kr. Ásgeirsson Jón G. Guðmundss. 
Kristján Torfason Jón Sveinsson 
Ásgeir Torfason Friðrik Guðmundsson 
[á spássíu] Þingl. að Þorustöðum 9/6 – 24 Innf. Landamerki
Kort