Neðri-Breiðadalur í Önundarfirði

Nr. 268,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
1. Landamerki á milli jarðanna Breiðadals neðri og Veðrarár itri er Breiðadalsá, frá sjó uppí 
vatn það sem liggur undir svonefndu Þverfjalli fyrir botni Breiðadalsá, frá sjó og eiga báðar 
jarðirnar land í miðja ána, þó á Veðrará ítak aðeins til slægna sunnan til í svonefndri Ástungu 
framm á d dal, úr vatninu liggjar merkjið [svo] leið á fjallsbrún. 
2. Landamerkji milli Breiðadals neðri, og Breiðadals fremri er að neðanvert áin Þverá þaðan 
sem hún rennur í Breiðadalsá eftir þeim farvegi sem hún rennur nú eftir utan til við túnjaðar í 
Breiðadal fremri og til upptaka á Þverdal og þaðan sjónhendingu á fjallsbrún í dalbotn. 
Að framanverðu er merkji lækur sá sem fellur í Breiðadalsá neðan til við neðri 
Seltóftina og er hann merkji í fremri melholtsröndina þaðan eftir 3 merkja vörðum uppí hlíðinni 
og eftir þeim sjónhending á fjallsbrún. 
3. Landamerkji milli Breiðadals neðri og Selkirkjubóls eru úr steini í fjörunni sem auðkendur 
er á þann hátt að í hann er rekkinn járnbolti þaðan beina línu upp svonefnda Stóruurð upp 
Grjótskálargil alla leið upp á fjall. 
Breiðadalur neðri 3. November 1923 
Kjartan Rósinkransson 
f.h. Kr. Torfasonar Ó. Torfason 
Þórður Sigurðsson eigandi 
Kr. Ásgeirsson Brd-eigandi 
Albert Guðmundsson 
Guðmundur Guðmundsson 
Málfríður Pálsdóttir 
fh. Kristjáns Péturssonar Ó. Torfason 
fr. Veðrarár Jón G. Guðmundsson Jón Guðmundsson 
Margrét Jónsdóttir 
fr. Breiðadals Friðrik Guðmundsson 
[á spássíu] gjald kr. 4.00 innf. 15/3 -24. Landamerkjabók nr. 268
Kort