Uppskrift
Ár 1922, fimtudaginn 31. ágúst var landamerkjadómur Ísafjarðarsýslu settur í
barnaskólahúsinu í Bolungarvík og haldinn af hinum reglulega dómara með undirskrifuðum
vottum.
Tekið fyrir: ágreiningur um landamerki milli jarðanna Kroppstaða og Breiðabóls innan
Hólshrepps. Fyrir hönd forráðamanna jarðarinnar Kroppstaða er mættur Halldór Pálmason og
fyrir hönd eiganda og forráðandamanna
jarðarinnar Breiðabóls, þeir Kristjan Erlendsson, Páll
Árnason, Illugi G. Sigurðsson, Ørnólfur
Háldánsson, Benedikt Bjarnason og Jón S. Magnússon
og varð svofeld.
Sætt:
P Tjeðir forráðamenn og eigendur jarðanna Kroppstaða og Breiðabóls urðu ásáttir um
að breytta áður þinglesnum landamerkjum tjeðra jarða þannig, að svonefndur Kroppstaðaeyri
skulu teljast eign jarðannar Kroppstaða, (nefnilega) með þeim ummerkjum sem getið er um í
merkjalýsingu jarðannar Kroppstaða, nefnilega Breiðabólsmegin framan með ánni, að keldu,
er liggur svo sem ca. 10 metra frá því er Hraunsá fellur í Langá. Þaðan bein lína í keldu við ána
undir Gýjarholti. Að öðru leyti skulu áður þinglesin merki tjeðrar jarðar ráða.
Ennfremur sættust forráðamenn og eigendur á það að afgirða Kroppstaðareyrar
næstkomandi sumar með löggirðingu og kosti forráðamaður Kroppstaða girðinguna að þremur
fjórðu pörtum og eigendur Breiðabóls að einum fjórða. Viðhald sameiginlegt að jöfnu. Og er
það skilyrði fyrir ofangreindri sætt og að girðing þessi sje sett niður innan hins tiltekna tíma.
Forráðamaður Kroppstaða annast um framkvæmd verksins.
Loks er einnig samkomulag um það, að kostnað við ferð dómara, birtingu á stefnu og
rjettargjörð og annan kostnað, svo se sem til fylgdarmanns dómara greiði forráðamaður
Kroppstaða að hálfu og eigendur Breiðabóls að hálfu leyti.
Til staðfestu sætt þessari undirskrifa framannefndir forráðamenn og eigendur jarðanna
Kroppstaða og Breiðabóls gerð þessa.
Frekara eigi fyrirtekið. Rjetti slitið Oddur Gíslason
Vottar: Jóhannes Kristjánsson Jóhann Bárðason
Ørnólfur Hálfdansson, Kristján Erlendsson, Illugi G. Sigurðsson, Benedikt Bjarnason, Jón S.
Magnússon Páll Árnason.
Gjald kr. 1.50 – ein króna fimmtíu aurar – Greitt.
Rjetta útskrift staðfestir: Halldór Pálmason Oddur Gíslason.
[á spássíu] Þingl. í Bolungarvík 3/7 -23 Gjald 4 kr. Greitt