Ytri-Hjarðardalur í Önundarfirði og Innri-Hjarðardalur í Önundarfirði

Nr. 264,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Ár 1922, fimtudaginn 21. sept. var landamerkjadómur settur að Hjarðardal ytri Ønundarfirði, 
og haldinn af hinum reglulega dómara, með undirskrifuðum vottum. 
Tekið fyrir: 
Ágreiningur um landamerki jarðanna ytri og innri Hjarðardals. 
Mættir eru í rjettinum Kristján Jóhannesson eigandi og forráðamaður jarðarinnar ytri 
Hjarðardal, og Guðmundur Gilsson bóndi í innri Hjarðardal, sem eigandi og ábúandi tjeðrar 
jarðar. Dómari leitaði um sættir og varð sú. 
Sætt: 
Málsaðilar urðu ásáttir um að landamerki tjeðrar jarða sjeu þannig: Úr dalbotni eftir ánni heim 
í Hraunafót; þaðan bein lína niður í Görn, svo liggja merki út með Görn út í skarð í kambinn 
við ytri Garnarenda. Úr skarðinu beint að Hjarðardalsá, þaðan eftir ánni þangað til hún sker 
línu, sem myndast af tveim staurum, inní Hjarðardalslandi beint í sjó. Merki þessi skulu sett 
þannig að kamburinn norðanvert við ánna, ána skal skift eftir hundraðahæð beggja jarða eftir 
fornu mati, og ber við skiftin að telja að kamburinn byrji þar sem áin fjell til sjávar áður en hún 
breytti farveg veturinn 1918 út að árkrók neðan við vað sem er þar í ánni nú. 
Framangreind merki skuldbinda sig til að kosta í sameiningu og hafa sett niður úr járnpípum 
fyrir lok þessa mánaðar. 
Ennfremur skuldbinda jarðeigendur sig til að greiða að hálfu kostnað við mál þetta sem sje, 
ferðakostnað dómara og rjéttargjöld þar á meðal kostnað við birtingu stefnu. 
Vottar: Upplesið játað rjett bókað. 
Páll Stephensen Frekara eigi fyrirtekið. Rjetti slitið 
Stefán Pálsson Oddur Gíslason 
Guðm. Gilsson 
Kristján Jóhannesson 
Rjetta útskrift staðfestir: 
Oddur Gíslason. 
[á spássíu] Þingl. Að Þórustöðum 6/7 ´23 
Gjald 4 kr. Greitt.
Kort