Breiðaból í Skálavík í Hólshreppi

Nr. 263,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Jörðin Breiðaból liggur í Skálavík í Hólshreppi og takmarkast af landamerkjum jarðarinnar 
Meirihlíð í Bolungarvík, af landamerkjum Hóls á Sigahlíð Minnibakka í Skálavík sjóarmegin 
og Langár, sem eru landamerki Breiðabóls og jarðanna Minnahraun, Kroppsstaðir og 
Meiribakki, sem liggja hinumegin árinnar. 
Landamerkjum jarðarinnar er lýst þannig 
1. Merkin milli Meirihlíðar og Breiðabóls: Hærri kross á Skálavíkurheiði og bein lína úr honum 
á fjallsbrún Stigahlíðarmegin 
Að vestan bein lína úr Hærri krossi á Lambamula. 
2. Merki milli Minnihrauns og Breiðabóls: Lambaskalará frá fjallsbrun í Langá, og ræður Langa 
sem 
rennur ofan miðja víkina til sjóar, merkjum úr því 
3. Merkin milli Kroppsstaða og Breiðaból: Langá. 
4. Merkin milli Meiribakka og Breiðabóls: Langá að landamerkjum Minnibakka og Breiðabóls. 
5. Merkin milli Minnibakka og Breiðabóls: Bein lína úr Merkjagarði, sem liggur á milli 
jarðanna og í fjallsbrún, og úr sama garði í Langá. 
6. Landamerki Breiðabóls á Stigahlíð eru: að almenningum í Gunnarsvík og almenningum í 
Björtulæki, sem eru landamerki Hóls og þaðan út að Kerlingu, sem skiftir landareign 
Breiðabóls og Minnibakka á Stigahlíð. 
Ítök: Breiðabóli er frjáls grastekja í Minnahraunslandareign gegn vetrarbeit fyrir fe frá 
Minnahrauni í Breiðabolslandareign. 
Í Minnibakka landareign á Breiðaból þessi ítök og hlunnindi: Frjálsa fjörubeit 4/5 úr 
reka, frítt uppsátur og leyfi til að byggja eitt hús á landareigninni 
Gegn þessu á Minnibakki frjálsa sumarbeit fyrir búpening jarðarinnar í 
breiðabólslandareign. 
Eigandi Minnahrauns Júlíus Hjaltason 
Eigandi í Breiðabóli Benedikt Bjarnason 
Eigandi Minnibakka Benedikt Bjarnason 
Eigandi Meiribakka Páll Jósúason 
Ábúandi Meiribakka Kristján Erlendsson 
Eigandi Breiðabóls Kristján Erlendsson 
Eigandi Meirihlíðar Hjálmar Guðmundsson
Eigandi Breiðabóls Örnolfur Hálfdánarson. 
[á spássíu] Lesið á manntalsþingi í Bolungarvík 4/7 1922 Gjald 4 – fjórar-krónur
Kort